Má ekki yfirgefa háskólasvæðið nema í brýnni neyð vegna Covid Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. mars 2022 10:34 Francesca Rán er í doktorsnámi við Fudan-háskóla í Shanghai. Skólasvæðinu verið lokað af vegna útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins og hún má ekki yfirgefa það án þessa að sækja um leyfi. vísir/samsett Heilu hverfunum í stórborgum Kína hefur verið lokað af vegna ómíkron bylgju sem ríður yfir landið og ógnar markmiðum um að koma algjörlega í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Íslensk kona í Shanghai má ekki yfirgefa háskólasvæðið nema í brýnni neyð og segir engan í kringum sig hafa smitast af covid. Myndir úr verslunarmiðstöð í Shanghai sem má sjá í meðfylgjandi innslagi segja ágæta sögu af ástandinu. Hvern einasta krók og kima á að sótthreinsa af mikilli nákvæmni á tveggja tíma fresti og fólk þarf að sýna heilsufarsvottorð og láta mæla líkamshitann áður en gengið er inn. Kínverjar glíma nú við verstu bylgju faraldursins frá upphafsdögum veirunnar. Á fimmtudag greindust 2.388 með covid eða nánast jafn margir og greindust hér á landi síðasta mánudag. En vegna þessa hefur víða verið gripið útgöngubanns, umfangsmikilla skimana og svæði lokuð af. Þrátt fyrir að fjöldi smitaðra sé svipaður og hér er hlutfallið gjörólíkt miðað við mannfjölda. En í Kína hefur markmiðið verið að koma algjörlega í veg fyrir útbreiðslu. Sérfræðingar hafa bent á að þetta leiði þó einnig til þess að ónæmi byggist einfaldlega ekki upp og að önnur bylgja sé því viðbúin eftir þessa. Ástæðuna fyrir þessum aðgerðum þekkja Íslendingar þó mætavel. Óttast er að heilbrigðiskerfið ráði ekki við stóran faraldur og að það gæti leitt til tilheyrandi hörmunga. Götur sótthreinsaðar Í Jilin Í KínaVÍSIR/AP Francesca Rán flutti til Shanghai árið 2019 og byrjaði í doktorsnámi við Fudon háskólan ári síðar og hefur því verið í Kína allan faraldurinn - sem hún segir hafa verið mjög áhugaverða reynslu. Skólasvæðinu hennar var lokað af fyrir tæpri viku vegna ástandsins. „Þá fóru allir að panta sér mjög mikið af mat, þrátt fyrir að það sé alveg nóg til í sjoppunum hér. En það byrjuðu allir að panikka og var í eina mínútu fyrir lokun að fá pakkann minn,“ segir Francesca í samtali við fréttastofu. Það má þó sækja um að fara út af skólalóðinni ef tilfellið er áríðandi gegn PCR prófi. Þrátt fyrir lokun fara einnig fram reglulegar skimanir. „Ég held að skólinn vilji bara kannski frekar vera „safe than to be sorry“ og allir hinir háskólarnir voru að þessu líka. Lokuðu bara.“ Víðtækar skimanir fara fram vegna útbreiðslu ómíkron afbrigðisinsvísir/AP Hún segir engan í kringum sig hafa fengið covid - sem fáir ef nokkur hér á landi getur kannski sagt. Þeir sem greinist fari á einhvers konar farsóttarhótel. „En ég veit ekki um neinn sem hefur verið settur í þetta ferli. Ég hef bara séð á netinu að flestir fara á hótel og kannski verða þar í fjórtán daga. Þurfa síðan að fara í PCR-próf og eru þá kannski lengur.“ Fólk bíður í röð eftir skimun.vísir/AP Almennt er hægt að nálgast kort í símanum sem sem sýnir hvaða svæði borgarinnar teljast há- eða lágáhættusvæði og Fracesca segist taka mið af því. Sóttvarnirnar trufli sig ekki mikið og hún sýni þeim skilning. „Mér finnst það vera mjög öruggt að það sé búið að loka fyrir Kína og það kemst enginn inn en það eina leiðinlega við það er að ég kemst ekki heim til Íslands,“ segir Francesca og bætir við að hún myndi þá mögulega ekki komast aftur inn í landið. Hún segist ekki horfa öfundaraugum til Íslands þar sem öllu hefur verið aflétt. „Lífið hefur alveg verið venjulegt í þessu fyrirkomulagi. Ég hef verið að fara út og ferðast á milli borga. Ekki fundið mikið fyrir þessu og ég finn fyrir öryggi. Það er svo mikið af fólki hérna og þau verða að vera með þetta eitthvað under control. Ég skil alveg að það er erfitt að stjórna svona fjölmennu landi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Íslendingar erlendis Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Myndir úr verslunarmiðstöð í Shanghai sem má sjá í meðfylgjandi innslagi segja ágæta sögu af ástandinu. Hvern einasta krók og kima á að sótthreinsa af mikilli nákvæmni á tveggja tíma fresti og fólk þarf að sýna heilsufarsvottorð og láta mæla líkamshitann áður en gengið er inn. Kínverjar glíma nú við verstu bylgju faraldursins frá upphafsdögum veirunnar. Á fimmtudag greindust 2.388 með covid eða nánast jafn margir og greindust hér á landi síðasta mánudag. En vegna þessa hefur víða verið gripið útgöngubanns, umfangsmikilla skimana og svæði lokuð af. Þrátt fyrir að fjöldi smitaðra sé svipaður og hér er hlutfallið gjörólíkt miðað við mannfjölda. En í Kína hefur markmiðið verið að koma algjörlega í veg fyrir útbreiðslu. Sérfræðingar hafa bent á að þetta leiði þó einnig til þess að ónæmi byggist einfaldlega ekki upp og að önnur bylgja sé því viðbúin eftir þessa. Ástæðuna fyrir þessum aðgerðum þekkja Íslendingar þó mætavel. Óttast er að heilbrigðiskerfið ráði ekki við stóran faraldur og að það gæti leitt til tilheyrandi hörmunga. Götur sótthreinsaðar Í Jilin Í KínaVÍSIR/AP Francesca Rán flutti til Shanghai árið 2019 og byrjaði í doktorsnámi við Fudon háskólan ári síðar og hefur því verið í Kína allan faraldurinn - sem hún segir hafa verið mjög áhugaverða reynslu. Skólasvæðinu hennar var lokað af fyrir tæpri viku vegna ástandsins. „Þá fóru allir að panta sér mjög mikið af mat, þrátt fyrir að það sé alveg nóg til í sjoppunum hér. En það byrjuðu allir að panikka og var í eina mínútu fyrir lokun að fá pakkann minn,“ segir Francesca í samtali við fréttastofu. Það má þó sækja um að fara út af skólalóðinni ef tilfellið er áríðandi gegn PCR prófi. Þrátt fyrir lokun fara einnig fram reglulegar skimanir. „Ég held að skólinn vilji bara kannski frekar vera „safe than to be sorry“ og allir hinir háskólarnir voru að þessu líka. Lokuðu bara.“ Víðtækar skimanir fara fram vegna útbreiðslu ómíkron afbrigðisinsvísir/AP Hún segir engan í kringum sig hafa fengið covid - sem fáir ef nokkur hér á landi getur kannski sagt. Þeir sem greinist fari á einhvers konar farsóttarhótel. „En ég veit ekki um neinn sem hefur verið settur í þetta ferli. Ég hef bara séð á netinu að flestir fara á hótel og kannski verða þar í fjórtán daga. Þurfa síðan að fara í PCR-próf og eru þá kannski lengur.“ Fólk bíður í röð eftir skimun.vísir/AP Almennt er hægt að nálgast kort í símanum sem sem sýnir hvaða svæði borgarinnar teljast há- eða lágáhættusvæði og Fracesca segist taka mið af því. Sóttvarnirnar trufli sig ekki mikið og hún sýni þeim skilning. „Mér finnst það vera mjög öruggt að það sé búið að loka fyrir Kína og það kemst enginn inn en það eina leiðinlega við það er að ég kemst ekki heim til Íslands,“ segir Francesca og bætir við að hún myndi þá mögulega ekki komast aftur inn í landið. Hún segist ekki horfa öfundaraugum til Íslands þar sem öllu hefur verið aflétt. „Lífið hefur alveg verið venjulegt í þessu fyrirkomulagi. Ég hef verið að fara út og ferðast á milli borga. Ekki fundið mikið fyrir þessu og ég finn fyrir öryggi. Það er svo mikið af fólki hérna og þau verða að vera með þetta eitthvað under control. Ég skil alveg að það er erfitt að stjórna svona fjölmennu landi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Íslendingar erlendis Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira