UNICEF: Tæplega níu hundruð tonn af hjálpargögnum til Úkraínu Heimsljós 21. mars 2022 09:49 UNICEF UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur nú sent 85 flutningabíla með 858 tonn af hjálpargögnum til Úkraínu og nágrannaríkja. Alls fóru 780 tonn inn í Úkraínu en afgangurinn til nærliggjandi ríkja sem tekið hafa á móti mörgum flóttamönnum síðustu vikur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF og þar segir að meiri hjálpargögn séu nú þegar á leiðinni. Vörubílarnir eru drekkhlaðnir af nauðsynlegum sjúkragögnum, lyfjum og öðru sem skortur er á, hreinlætisvörum, skólagögnum, barnvænni afþreyingu fyrir börn og ungmenni, að ógleymdum hlýjum teppum og vetrarfatnaði, svo fátt eitt sé nefnt. UNICEF á Íslandi hefur staðið fyrir neyðarsöfnun vegna verkefna UNICEF í og við Úkraínu frá því innrásin hófst. UNICEF hafði þar áður verið að störfum í átta ár á átakasvæðum í austurhluta Úkraínu, en við innrásina þurfti að róa að því öllum árum að bregðast við á vettvangi um allt land og við nærliggjandi landamæri. Í frétt UNICEF segir að stuðningur almennings, fyrirtækja og samstarfsaðila hér á landi við neyðarsöfnun hafi verið aðdáunarverður og tugir milljóna hafi safnast. Í fréttinni er Heimsforeldrum hrósað og sagt að mánaðarleg framlög þeirra tryggi getu UNICEF til að vera til staðar þar sem neyðin er mest og sveigjanleika til að bregðast skjótt við þegar ófriður og skálmöld skellur á, líkt og gerðist í Úkraínu í síðasta mánuði. „Íslendingar eiga heimsmet í fjölda Heimsforeldra miðað höfðatölu og telur hvert eitt og einasta framlag til góðra verka UNICEF í þágu réttinda barna um allan heim. Því gleymum ekki að þrátt fyrir það grettistak sem UNICEF hefur að undanförnu lyft í Úkraínu þá er UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, með starfsemi í yfir 190 löndum og er á vettvangi margra stríða. Þar, nær og fjær, skiptir stuðningur þinn máli." Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent
Alls fóru 780 tonn inn í Úkraínu en afgangurinn til nærliggjandi ríkja sem tekið hafa á móti mörgum flóttamönnum síðustu vikur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF og þar segir að meiri hjálpargögn séu nú þegar á leiðinni. Vörubílarnir eru drekkhlaðnir af nauðsynlegum sjúkragögnum, lyfjum og öðru sem skortur er á, hreinlætisvörum, skólagögnum, barnvænni afþreyingu fyrir börn og ungmenni, að ógleymdum hlýjum teppum og vetrarfatnaði, svo fátt eitt sé nefnt. UNICEF á Íslandi hefur staðið fyrir neyðarsöfnun vegna verkefna UNICEF í og við Úkraínu frá því innrásin hófst. UNICEF hafði þar áður verið að störfum í átta ár á átakasvæðum í austurhluta Úkraínu, en við innrásina þurfti að róa að því öllum árum að bregðast við á vettvangi um allt land og við nærliggjandi landamæri. Í frétt UNICEF segir að stuðningur almennings, fyrirtækja og samstarfsaðila hér á landi við neyðarsöfnun hafi verið aðdáunarverður og tugir milljóna hafi safnast. Í fréttinni er Heimsforeldrum hrósað og sagt að mánaðarleg framlög þeirra tryggi getu UNICEF til að vera til staðar þar sem neyðin er mest og sveigjanleika til að bregðast skjótt við þegar ófriður og skálmöld skellur á, líkt og gerðist í Úkraínu í síðasta mánuði. „Íslendingar eiga heimsmet í fjölda Heimsforeldra miðað höfðatölu og telur hvert eitt og einasta framlag til góðra verka UNICEF í þágu réttinda barna um allan heim. Því gleymum ekki að þrátt fyrir það grettistak sem UNICEF hefur að undanförnu lyft í Úkraínu þá er UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, með starfsemi í yfir 190 löndum og er á vettvangi margra stríða. Þar, nær og fjær, skiptir stuðningur þinn máli." Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent