Stjóri Mercedes segir möguleika Hamiltons á að verða heimsmeistari litla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2022 15:01 Toto Wolff og Lewis Hamilton á góðri stundu. getty/Dan Istitene Þrátt fyrir að aðeins ein keppni sé búin á tímabilinu í Formúlu 1 segir Toto Wolff, stjóri Mercedes, að Lewis Hamilton eigi litla möguleika á að verða heimsmeistari. Hamilton lenti í 3. sæti í kappakstrinum í Barein um helgina, fyrstu keppni tímabilsins. Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz tóku efstu tvö sætin. Báðir ökumenn Red Bull, heimsmeistarinn Max Verstappen og Sergio Pérez, þurftu að hætta keppni sem gaf Hamilton tækifæri á að ná 3. sætinu. Eftir keppnina á sunnudaginn gerði Wolff lítið úr möguleikum Hamilton og Mercedes á heimsmeistaratitli í ár. „Ef þú lítur á goggunarröðina núna virðist það vera ansi fjarlægt að svo mikið sem hugsa um að eiga möguleika á að vinna heimsmeistaratitil ökumanna og bílasmiða,“ sagði Wolff hreinskilinn. „Við fengum eins mörg stig eins og við gátum fengið og þurfum að byggja á því. Hver einasta helgi telur. En eins og staðan er núna þurfum við að vera raunsæir. Þegar þú ert þriðji geturðu ekki hugsað um að vinna titla,“ bætti Wolff við. Mercedes-menn hafa ekki langan tíma til að finna lausnir á vandamálum síðustu keppni því næsti kappakstur er strax um næstu helgi, í Sádí-Arabíu. Hamilton varð heimsmeistari með Mercedes 2014-15 og 2017-20 en í fyrra þurfti hann að sjá á eftir heimsmeistaratitlinum til Verstappens. Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Hamilton lenti í 3. sæti í kappakstrinum í Barein um helgina, fyrstu keppni tímabilsins. Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz tóku efstu tvö sætin. Báðir ökumenn Red Bull, heimsmeistarinn Max Verstappen og Sergio Pérez, þurftu að hætta keppni sem gaf Hamilton tækifæri á að ná 3. sætinu. Eftir keppnina á sunnudaginn gerði Wolff lítið úr möguleikum Hamilton og Mercedes á heimsmeistaratitli í ár. „Ef þú lítur á goggunarröðina núna virðist það vera ansi fjarlægt að svo mikið sem hugsa um að eiga möguleika á að vinna heimsmeistaratitil ökumanna og bílasmiða,“ sagði Wolff hreinskilinn. „Við fengum eins mörg stig eins og við gátum fengið og þurfum að byggja á því. Hver einasta helgi telur. En eins og staðan er núna þurfum við að vera raunsæir. Þegar þú ert þriðji geturðu ekki hugsað um að vinna titla,“ bætti Wolff við. Mercedes-menn hafa ekki langan tíma til að finna lausnir á vandamálum síðustu keppni því næsti kappakstur er strax um næstu helgi, í Sádí-Arabíu. Hamilton varð heimsmeistari með Mercedes 2014-15 og 2017-20 en í fyrra þurfti hann að sjá á eftir heimsmeistaratitlinum til Verstappens.
Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira