Landsréttur úrskurðar mann í gæsluvarðhald sem hótaði að sprengja Alþingi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2022 13:08 Maðurinn sendi hótun um að sprengja upp Alþingi 10. mars síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, sem féll 17. mars síðastliðinn, um að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til klukkan 16 miðvikudaginn 13. apríl næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa sent ýmsum stofnunum hótanir um að sprengja húsnæði þeirra í loft upp. Maðurinn var 16. mars síðastliðinn handtekinn við Ráðhús Reykjanesbæjar vegna gruns um að hann hafi fyrr um daginn sent tvo tölvupósta á ensku á netfang embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, þar sem fram kom að sprengiefni væri í byggingunni og að rými ætti hana. Í kjölfar handtökunnar hrækti maðurinn á lögreglumenn en um var að ræða sjöunda mál mannsins á ellefu dögum. Sama dag hafði ríkissaksóknara einnig borist samskonar sprengjuhótun og lögrelgustjóranum á Suðurnesjum, um svipað leyti og úr sama tölvupóstfangi. Þann 15. mars hafði lögreglu þá borist tilkynning frá manni sem sagði þann kærða vera að ráðast að sér með líflátshótunum í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði en maðurinn sagðist hafa kært hinn áður. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við mennina. Hótaði starfsmanni ríkissaksóknara lífláti Þann 10. mars hafði Alþingi borist sprengjuhótun með tölvupósti á ensku þar sem fram hafði komið að sprengja myndi springa þá þegar. Framkvæmd hafi verið sprengjuleit af sprengjuleitarsérfræðingum, sérsveit og hundi. Hótunin þótti bera kennimark mannsins, sem hefur verið grunaður um ítrekaðar sprengjuhótanir árið 2021 sem og í mars á þessu ári. Þann 7. mars hafði Securitas borist þrjú árásarboð úr afgreiðslu ríkissaksóknara. Þegar lögregla kom á vettvang hafði maðurinn verið þar og verið æstur. Lögregla ræddi við manninn og starfsmenn ríkissaksóknara og fram hafði komið að maðurinn hafði haft uppi beinar líflátshótanir gegn opinberum starfsmanni. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn. Sama dag hafði einnig verið tilkynnt um að maðurinn hefði hótað ofangreindum opinberum starfsmanni ítrekað lífláti með tölvupósti sólarhringinn áður en hann mætti svo í afgreiðslu ríkissaksóknara. Maðurinn hafði einnig sent slíkar hótanir í tölvupósti í janúar á þessu ári. Hefur tvo dóma á bakinu Þann 5. mars hafði maðurinn þá komið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og hótað að sprengja spítalann fengi hann ekki afgreiðslu innan 45 mínútna. Hann hafi lamið í tölvuskjá og brotið sótthreinsistand og dælu. Starfsmenn spítala greindu lögreglu frá því að þeir þekktu manninn og hann hafi áður haft í hótunum við þau. Maðurinn flutti til Íslands í janúar 2017 og sótti um alþjóðlega vernd hér á landi sem hann hlaut í maí 2018. Lögregla hefur síðan þá haft til meðferðar 91 tilvik þar sem maðurinn er grunaður um refsiverða háttsemi, þar á meðal hótanir um hryðjuverk, aðrar hótanir, líkamsárásir, umsáturseinelti, húsbrot og eignarspjöld. Maðurinn hefur tvo dóma á bakinu, þrjátíu daga dóm fyrir skjalafals og 45 daga fangelsisdóm fyrir skjalafals og umferðarlagabrot. Auk ofangreindra tilvika hefur lögregla sinnt á annað hundrað verkefna sem varða manninn. Flestir þeirra einstaklinga sem hann hefur áreitt eiga það sameiginlegt að hafa aðstoðað hann í gegn um tíðina eða veitt honum þjónustu. Dómsmál Lögreglumál Alþingi Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Maðurinn var 16. mars síðastliðinn handtekinn við Ráðhús Reykjanesbæjar vegna gruns um að hann hafi fyrr um daginn sent tvo tölvupósta á ensku á netfang embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, þar sem fram kom að sprengiefni væri í byggingunni og að rými ætti hana. Í kjölfar handtökunnar hrækti maðurinn á lögreglumenn en um var að ræða sjöunda mál mannsins á ellefu dögum. Sama dag hafði ríkissaksóknara einnig borist samskonar sprengjuhótun og lögrelgustjóranum á Suðurnesjum, um svipað leyti og úr sama tölvupóstfangi. Þann 15. mars hafði lögreglu þá borist tilkynning frá manni sem sagði þann kærða vera að ráðast að sér með líflátshótunum í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði en maðurinn sagðist hafa kært hinn áður. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við mennina. Hótaði starfsmanni ríkissaksóknara lífláti Þann 10. mars hafði Alþingi borist sprengjuhótun með tölvupósti á ensku þar sem fram hafði komið að sprengja myndi springa þá þegar. Framkvæmd hafi verið sprengjuleit af sprengjuleitarsérfræðingum, sérsveit og hundi. Hótunin þótti bera kennimark mannsins, sem hefur verið grunaður um ítrekaðar sprengjuhótanir árið 2021 sem og í mars á þessu ári. Þann 7. mars hafði Securitas borist þrjú árásarboð úr afgreiðslu ríkissaksóknara. Þegar lögregla kom á vettvang hafði maðurinn verið þar og verið æstur. Lögregla ræddi við manninn og starfsmenn ríkissaksóknara og fram hafði komið að maðurinn hafði haft uppi beinar líflátshótanir gegn opinberum starfsmanni. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn. Sama dag hafði einnig verið tilkynnt um að maðurinn hefði hótað ofangreindum opinberum starfsmanni ítrekað lífláti með tölvupósti sólarhringinn áður en hann mætti svo í afgreiðslu ríkissaksóknara. Maðurinn hafði einnig sent slíkar hótanir í tölvupósti í janúar á þessu ári. Hefur tvo dóma á bakinu Þann 5. mars hafði maðurinn þá komið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og hótað að sprengja spítalann fengi hann ekki afgreiðslu innan 45 mínútna. Hann hafi lamið í tölvuskjá og brotið sótthreinsistand og dælu. Starfsmenn spítala greindu lögreglu frá því að þeir þekktu manninn og hann hafi áður haft í hótunum við þau. Maðurinn flutti til Íslands í janúar 2017 og sótti um alþjóðlega vernd hér á landi sem hann hlaut í maí 2018. Lögregla hefur síðan þá haft til meðferðar 91 tilvik þar sem maðurinn er grunaður um refsiverða háttsemi, þar á meðal hótanir um hryðjuverk, aðrar hótanir, líkamsárásir, umsáturseinelti, húsbrot og eignarspjöld. Maðurinn hefur tvo dóma á bakinu, þrjátíu daga dóm fyrir skjalafals og 45 daga fangelsisdóm fyrir skjalafals og umferðarlagabrot. Auk ofangreindra tilvika hefur lögregla sinnt á annað hundrað verkefna sem varða manninn. Flestir þeirra einstaklinga sem hann hefur áreitt eiga það sameiginlegt að hafa aðstoðað hann í gegn um tíðina eða veitt honum þjónustu.
Dómsmál Lögreglumál Alþingi Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira