„Hugur minn er auðvitað hjá aðstandendum og fjölskyldu barnsins“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. mars 2022 18:31 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur það ekki hafa verið mistök að aflétta öllum samkomutakmörkunum. Ef hemja hafi átt útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins hefði þurft gríðarlega strangar takmarkanir til. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir ljóst að gera megi betur í heilbrigðisþjónustu við landsbyggðina. Hans hugur er þessa dagana hjá aðstandendum tveggja ára stúlku sem lést eftir baráttu við Covid fyrr í mánuðinum. Foreldrar stúlkunnar sögðu sögu sína í kvöldfréttum okkar síðasta sunnudag. Þeir segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist sér og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. Sjálf búa þau á Þórshöfn en þegar dóttir þeirra veiktist var næsti læknir á Kópaskeri í um 70 kílómetra fjarlægð frá heimili þeirra. „Þetta er auðvitað bara mikill harmleikur og hugur minn er auðvitað hjá aðstandendum og fjölskyldu barnsins,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Málið er nú á borði landlæknis sem er að hefja á því rannsókn. „Og á meðan er það nú svona bara venjan að tjá sig ekki frekar um slík tilvik en já, alveg örugglega margt sem við getum gert betur í að þjónusta landsbyggðina,“ segir Willum. Hann segir brýnt að reyna að bæta stöðuna þar og vill einblína á landsbyggðina á næstunni. „Já, alltaf. Og þetta er bara viðvarandi verkefni og við eigum auðvitað bara að hlusta og læra og reyna að gera betur,“ segir hann. Ekki mistök að aflétta öllu Nú er rétt tæpur mánuður síðan öllum samkomutakmörkunum var aflétt. Síðan þá hefur borið talsvert á umræðu um andlát vegna Covid-19 enda hefur þeim fjölgað gríðarlega með tilkomu ómíkron-afbrigðisins eins og sjá má á þessu grafi: Hér má sjá vöxtinn sem orðið hefur í andlátum vegna Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins. Embætti landlæknis Hafa verður í huga að margfalt fleiri hafa smitast af veirunni á sama tíma og þegar tíðni dauðsfalla er skoðuð kemur í ljós að hlutfallslega látast nú mun færri eftir baráttu við Covid en nokkru sinni fyrr. Eins og sjá má voru fyrri afbrigðin margfalt alvarlegri en ómíkron þrátt fyrir færri dauðsföll í heildina. Þá smituðust nefnilega miklu færri. Embætti landlæknis Heilbrigðisráðherra sér ekki eftir að hafa aflétt öllum takmörkunum enda hefði þurft mikið til að hemja nýja afbrigðið. „Þá hefði það þurft bara nánast að loka samfélaginu og við vorum hér, bara að minna á það, með 10 manna samkomutakmarkanir en þá var útbreiðsla smita mikil,“ segir Willum. Þannig það voru ekkert mistök að aflétta öllu? „Nei, ég met það ekki. Það voru afléttingar, við tókum þetta í skrefum. Við fórum varlegar en flestar aðrar þjóðir ég minni á það líka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Byggðamál Langanesbyggð Tengdar fréttir Tveggja ára stúlka lést fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. 20. mars 2022 16:00 Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Foreldrar stúlkunnar sögðu sögu sína í kvöldfréttum okkar síðasta sunnudag. Þeir segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist sér og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. Sjálf búa þau á Þórshöfn en þegar dóttir þeirra veiktist var næsti læknir á Kópaskeri í um 70 kílómetra fjarlægð frá heimili þeirra. „Þetta er auðvitað bara mikill harmleikur og hugur minn er auðvitað hjá aðstandendum og fjölskyldu barnsins,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Málið er nú á borði landlæknis sem er að hefja á því rannsókn. „Og á meðan er það nú svona bara venjan að tjá sig ekki frekar um slík tilvik en já, alveg örugglega margt sem við getum gert betur í að þjónusta landsbyggðina,“ segir Willum. Hann segir brýnt að reyna að bæta stöðuna þar og vill einblína á landsbyggðina á næstunni. „Já, alltaf. Og þetta er bara viðvarandi verkefni og við eigum auðvitað bara að hlusta og læra og reyna að gera betur,“ segir hann. Ekki mistök að aflétta öllu Nú er rétt tæpur mánuður síðan öllum samkomutakmörkunum var aflétt. Síðan þá hefur borið talsvert á umræðu um andlát vegna Covid-19 enda hefur þeim fjölgað gríðarlega með tilkomu ómíkron-afbrigðisins eins og sjá má á þessu grafi: Hér má sjá vöxtinn sem orðið hefur í andlátum vegna Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins. Embætti landlæknis Hafa verður í huga að margfalt fleiri hafa smitast af veirunni á sama tíma og þegar tíðni dauðsfalla er skoðuð kemur í ljós að hlutfallslega látast nú mun færri eftir baráttu við Covid en nokkru sinni fyrr. Eins og sjá má voru fyrri afbrigðin margfalt alvarlegri en ómíkron þrátt fyrir færri dauðsföll í heildina. Þá smituðust nefnilega miklu færri. Embætti landlæknis Heilbrigðisráðherra sér ekki eftir að hafa aflétt öllum takmörkunum enda hefði þurft mikið til að hemja nýja afbrigðið. „Þá hefði það þurft bara nánast að loka samfélaginu og við vorum hér, bara að minna á það, með 10 manna samkomutakmarkanir en þá var útbreiðsla smita mikil,“ segir Willum. Þannig það voru ekkert mistök að aflétta öllu? „Nei, ég met það ekki. Það voru afléttingar, við tókum þetta í skrefum. Við fórum varlegar en flestar aðrar þjóðir ég minni á það líka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Byggðamál Langanesbyggð Tengdar fréttir Tveggja ára stúlka lést fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. 20. mars 2022 16:00 Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Tveggja ára stúlka lést fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. 20. mars 2022 16:00
Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12