Seinasti séns fyrir þjóðir til að viðra áhuga sinn við knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, á því að halda mótið er á morgun.
Í framhaldinu mun UEFA svo tilkynna um þær þjóðir sem hafa boðið sig fram þann 5. apríl. Ef enginn önnur þjóð býður sig fram mun það verða staðfest tveimur dögum síðar að mótið verði haldið á Bretlandseyjum og Írlandi.
Á tíma leit út fyrir að Ítalir myndu reyna að veita Bretum og Írum samkeppni um að halda mótið, en nú virðist vera að þeir ætli sér frekar að gera atlögu að því að halda Evrópumótið fjórum árum síðar, eða árið 2032.
Þá var í bígerð tilboð frá Rússum um að halda mótið, en eftir innrás þeirra í Úkraínu, og þá staðreynd að rússnesk lið fá ekki að taka þátt í keppnum á vegum UEFA, er það fallið um sjálft sig.