„Þurfa að sýna strax að þeir séu í þessu af alvöru“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2022 11:01 Jón Daði Böðvarsson er með 62 A-landsleiki á ferilskránni og gæti bætt við tveimur leikjum á Spáni á næstu dögum. vísir/vilhelm Þegar Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, valdi sinn fyrsta landsliðshóp fyrir ári síðan voru níu leikmenn í hópnum sem spilað höfðu fleiri, og flestir mun fleiri, landsleiki en Jón Daði Böðvarsson. Núna er hann annar reynslumesti leikmaður liðsins. Jón Daði, sem núna á að baki 62 A-landsleiki, kom inn í landsliðið snemma á mesta gullskeiði í sögu þess og skoraði í 3-0 sigri gegn Tyrklandi í fyrsta leiknum á leiðinni að EM í Frakklandi 2016. Nú þegar margir liðsfélaga hans í gegnum árin eru ekki með – ýmist hættir, meiddir eða sæta lögreglurannsókn – er aðeins methafinn Birkir Bjarnason með fleiri landsleiki en Jón Daði í hópnum. Og Jón Daði er með gott forskot á þriðja mann á listanum, Arnór Ingva Traustason sem leikið hefur 43 landsleiki. Spennandi hæfileikar til framtíðar fyrir íslensku þjóðina „Þetta er alveg öðruvísi. Liðið er töluvert mikið breytt og það eru ákveðin kynslóðaskipti í gangi. Það eru ungir leikmenn komnir í þetta og þeir þurfa að sýna strax að þeir séu í þessu af alvöru. Um leið eru spennandi hæfileikar hérna, til framtíðar fyrir íslensku þjóðina,“ segir Jón Daði sem er með íslenska landsliðinu á Spáni þar sem það mætir Finnlandi á laugardaginn, og Spánverjum næsta þriðjudag. Þar er hann staddur eftir að hafa gert góða hluti með Bolton að undanförnu. Í íslenska landsliðshópnum núna er Ísak Bergmann, sem fagnar 19 ára afmæli í dag, yngstur. Alls eru átta leikmenn í hópnum 22 ára eða yngri, eins og Jón Daði var þegar hann stimplaði sig inn gegn Tyrkjum um árið. „Það er mjög mikilvægt fyrir alla að vita, og ég held að þeir viti það líka, að aldurinn er ekki allt en við erum líka að vinna í að þróa liðið og það tekur alltaf smátíma. Á sama tíma viljum við ná árangri sem allra fyrst og það er metnaðurinn sem maður finnur hjá öllum í hópnum núna,“ segir Jón Daði og tekur undir að það sé skrýtið að vera allt í einu næstleikjahæstur í landsliðinu. Jón Daði fagnar marki sínu gegn Austurríki á EM í Frakklandi sumarið eftirminnilega árið 2016. Þá var hann í hópi yngstu leikmanna liðsins.Getty/Clive Mason „Myndi helst vilja vera áfram 22 ára“ „Já, það er skrýtið. Ég man þegar maður kom í landsliðið í fyrsta sinn af alvöru, 22 ára gamall. Síðan er maður allt í einu að átta sig á því núna að maður er enn af reynslumeiri leikmönnunum. Ég myndi helst vilja vera áfram 22 ára en maður er það ekki lengur,“ segir Jón Daði léttur og bætir við: „Þetta er öðruvísi verkefni fyrir mann að tækla, en á jákvæðan hátt, og maður reynir að skila sinni reynslu áfram til strákanna og gera um leið sitt besta fyrir landsliðið eins og alltaf.“ Leikirnir við Finnland og Spán eru liður í undirbúningi Íslands fyrir leikina í Þjóðadeildinni í sumar en liðið mætir Ísrael og Albaníu í júní. „Það er mjög gott að fá þessa æfingaleiki til að „gela“ okkur meira saman sem lið. Við erum búnir að tala sérstaklega um hvað við getum betrumbætt frá síðasta ári og þetta er svona hægt og rólega allt í rétta átt held ég. Það eru hinir og þessir hlutir sem þarf að bæta í og gera betur. Þetta eru góðir mótherjar til að mæta. Spánn er auðvitað gríðarlega sterk og stór þjóð, og það eru alltaf skemmtilegustu leikirnir til að spila og fá jákvætt og erfitt próf. Þetta er bara spennandi,“ segir Jón Daði. Þjóðadeild UEFA Fótbolti Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Jón Daði, sem núna á að baki 62 A-landsleiki, kom inn í landsliðið snemma á mesta gullskeiði í sögu þess og skoraði í 3-0 sigri gegn Tyrklandi í fyrsta leiknum á leiðinni að EM í Frakklandi 2016. Nú þegar margir liðsfélaga hans í gegnum árin eru ekki með – ýmist hættir, meiddir eða sæta lögreglurannsókn – er aðeins methafinn Birkir Bjarnason með fleiri landsleiki en Jón Daði í hópnum. Og Jón Daði er með gott forskot á þriðja mann á listanum, Arnór Ingva Traustason sem leikið hefur 43 landsleiki. Spennandi hæfileikar til framtíðar fyrir íslensku þjóðina „Þetta er alveg öðruvísi. Liðið er töluvert mikið breytt og það eru ákveðin kynslóðaskipti í gangi. Það eru ungir leikmenn komnir í þetta og þeir þurfa að sýna strax að þeir séu í þessu af alvöru. Um leið eru spennandi hæfileikar hérna, til framtíðar fyrir íslensku þjóðina,“ segir Jón Daði sem er með íslenska landsliðinu á Spáni þar sem það mætir Finnlandi á laugardaginn, og Spánverjum næsta þriðjudag. Þar er hann staddur eftir að hafa gert góða hluti með Bolton að undanförnu. Í íslenska landsliðshópnum núna er Ísak Bergmann, sem fagnar 19 ára afmæli í dag, yngstur. Alls eru átta leikmenn í hópnum 22 ára eða yngri, eins og Jón Daði var þegar hann stimplaði sig inn gegn Tyrkjum um árið. „Það er mjög mikilvægt fyrir alla að vita, og ég held að þeir viti það líka, að aldurinn er ekki allt en við erum líka að vinna í að þróa liðið og það tekur alltaf smátíma. Á sama tíma viljum við ná árangri sem allra fyrst og það er metnaðurinn sem maður finnur hjá öllum í hópnum núna,“ segir Jón Daði og tekur undir að það sé skrýtið að vera allt í einu næstleikjahæstur í landsliðinu. Jón Daði fagnar marki sínu gegn Austurríki á EM í Frakklandi sumarið eftirminnilega árið 2016. Þá var hann í hópi yngstu leikmanna liðsins.Getty/Clive Mason „Myndi helst vilja vera áfram 22 ára“ „Já, það er skrýtið. Ég man þegar maður kom í landsliðið í fyrsta sinn af alvöru, 22 ára gamall. Síðan er maður allt í einu að átta sig á því núna að maður er enn af reynslumeiri leikmönnunum. Ég myndi helst vilja vera áfram 22 ára en maður er það ekki lengur,“ segir Jón Daði léttur og bætir við: „Þetta er öðruvísi verkefni fyrir mann að tækla, en á jákvæðan hátt, og maður reynir að skila sinni reynslu áfram til strákanna og gera um leið sitt besta fyrir landsliðið eins og alltaf.“ Leikirnir við Finnland og Spán eru liður í undirbúningi Íslands fyrir leikina í Þjóðadeildinni í sumar en liðið mætir Ísrael og Albaníu í júní. „Það er mjög gott að fá þessa æfingaleiki til að „gela“ okkur meira saman sem lið. Við erum búnir að tala sérstaklega um hvað við getum betrumbætt frá síðasta ári og þetta er svona hægt og rólega allt í rétta átt held ég. Það eru hinir og þessir hlutir sem þarf að bæta í og gera betur. Þetta eru góðir mótherjar til að mæta. Spánn er auðvitað gríðarlega sterk og stór þjóð, og það eru alltaf skemmtilegustu leikirnir til að spila og fá jákvætt og erfitt próf. Þetta er bara spennandi,“ segir Jón Daði.
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn