Fékk barnið á heimilið 42 mínútum eftir að fá símtalið í Byko Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. mars 2022 17:33 Hildur Björk Hörpudóttir fósturforeldri og stjórnarmaður í Félagi fósturforeldra. Hún er ein af þáttastjórnendum hlaðvarpsins Fósturfjölskyldur. Vísir/Vilhelm Þegar fólk fær símtal um að það sé fósturbarn í leit að fósturforeldri þá breytist margt á skömmum tíma. Oftast fá fósturforeldrarnir smá undirbúningstíma en það er ekki alltaf tilfellið. „Í einu af mínum tilfellum, þegar ég var í Byko, þá 42 mínútum seinna þá hitti ég barnið. Þá var það komið í andyrið og okkar vegferð hófst saman.“ Í flestum tilfellum fær fólk samt lengri umhugsunarfrest og samtal við félagsráðgjafa þar sem þau skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu og fleira áður en það hittir barnið. „Fáum smá tíma til að máta okkur. Það skiptir máli að fá að sjá barnið, fá að raungera það,“ útskýrir Hildur. „Ég held að það sé það fyrsta sem maður hugsar, hvernig er það? Manni langar svo að sjá það,“ bætir María Dröfn Egilsdóttir við. Guðlaugur Kristmundsson man enn eftir fyrstu dögunum eftir að hann fékk símtalið mikilvæga. „Alla helgina hugsaði ég, hvernig hlær barnið? Hvernig hljóð gefur það frá sér? Hvernig mun það fylla rýmið mitt með hljóðum?“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fósturbarnið og kynfjölskyldan Í þessum fimmta þætti hlaðvarpsins Fósturfjölskyldur ræða þau Guðlaugur, Maja og Hildur um fósturbarnið og kynfjölskylduna. Þau ræða fyrstu kynni við fósturbarnið og það hvenær barnið flytur svo inn. Einnig velta þau fyrir sér hvenær og hvernig má tilkynna að nýtt barn sé komið inn á heimilið. Þá velta þau upp spurningunni hvort allir fósturforeldrar passi við öll fósturbörn? Félagsráðgjafar spila stórt hlutverk í lífi fósturbarna og oft í lífi fósturfjölskyldunnar. Félagsráðgjafinn er oft mikilvægasti hlekkurinn til að deila sögu barnsins og að veita nýrri fjölskyldu skilning og stuðning sem barnið þarf. Hvernig verður sambandið við þetta fólk og hvernig tengja börnin þau við sitt líf? Þau Gulli, Hildur og Maja ræða einnig umgengni við kynforeldra fósturbarna og fara yfir áhrifin sem það getur haft, bæði á barnið og þau sjálf sem aðal umönnunaraðila og sérfræðinga í lífi barnsins. Hvernig líður barninu og hvaða áhrif hefur það á fjölskyldulífið? Hvað gerist svo þegar barnið verður 18 ára? Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu. Fósturfjölskyldur Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Þessi börn eru fórnarlömb aðstæðna“ Það eru margar áskoranir fyrir fósturforeldra sem taka að sér barn í fóstur og einnig fyrir fósturbörnin sjálf. Fósturforeldrar upplifa oft fordóma frá fólki sem þekkir ekki hvernig fósturkerfið virkar. 17. mars 2022 21:06 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
„Í einu af mínum tilfellum, þegar ég var í Byko, þá 42 mínútum seinna þá hitti ég barnið. Þá var það komið í andyrið og okkar vegferð hófst saman.“ Í flestum tilfellum fær fólk samt lengri umhugsunarfrest og samtal við félagsráðgjafa þar sem þau skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu og fleira áður en það hittir barnið. „Fáum smá tíma til að máta okkur. Það skiptir máli að fá að sjá barnið, fá að raungera það,“ útskýrir Hildur. „Ég held að það sé það fyrsta sem maður hugsar, hvernig er það? Manni langar svo að sjá það,“ bætir María Dröfn Egilsdóttir við. Guðlaugur Kristmundsson man enn eftir fyrstu dögunum eftir að hann fékk símtalið mikilvæga. „Alla helgina hugsaði ég, hvernig hlær barnið? Hvernig hljóð gefur það frá sér? Hvernig mun það fylla rýmið mitt með hljóðum?“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fósturbarnið og kynfjölskyldan Í þessum fimmta þætti hlaðvarpsins Fósturfjölskyldur ræða þau Guðlaugur, Maja og Hildur um fósturbarnið og kynfjölskylduna. Þau ræða fyrstu kynni við fósturbarnið og það hvenær barnið flytur svo inn. Einnig velta þau fyrir sér hvenær og hvernig má tilkynna að nýtt barn sé komið inn á heimilið. Þá velta þau upp spurningunni hvort allir fósturforeldrar passi við öll fósturbörn? Félagsráðgjafar spila stórt hlutverk í lífi fósturbarna og oft í lífi fósturfjölskyldunnar. Félagsráðgjafinn er oft mikilvægasti hlekkurinn til að deila sögu barnsins og að veita nýrri fjölskyldu skilning og stuðning sem barnið þarf. Hvernig verður sambandið við þetta fólk og hvernig tengja börnin þau við sitt líf? Þau Gulli, Hildur og Maja ræða einnig umgengni við kynforeldra fósturbarna og fara yfir áhrifin sem það getur haft, bæði á barnið og þau sjálf sem aðal umönnunaraðila og sérfræðinga í lífi barnsins. Hvernig líður barninu og hvaða áhrif hefur það á fjölskyldulífið? Hvað gerist svo þegar barnið verður 18 ára? Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Fósturfjölskyldur Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Þessi börn eru fórnarlömb aðstæðna“ Það eru margar áskoranir fyrir fósturforeldra sem taka að sér barn í fóstur og einnig fyrir fósturbörnin sjálf. Fósturforeldrar upplifa oft fordóma frá fólki sem þekkir ekki hvernig fósturkerfið virkar. 17. mars 2022 21:06 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
„Þessi börn eru fórnarlömb aðstæðna“ Það eru margar áskoranir fyrir fósturforeldra sem taka að sér barn í fóstur og einnig fyrir fósturbörnin sjálf. Fósturforeldrar upplifa oft fordóma frá fólki sem þekkir ekki hvernig fósturkerfið virkar. 17. mars 2022 21:06