Úkraína: Óskir kvenna hunsaðar Heimsljós 24. mars 2022 10:47 Úkraínsk kona með barn sitt á spítala sem hefur verið færður í neðanjarðarbyrgi. Alex Lourie Starf félagasamtaka í Úkraínu hefur riðlast í stríðsátökunum sem nú geisa, einmitt þegar mesta þörfin er á slíkri þjónustu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UN Women í Úkraínu. Ástæðan er sú að starfsfólk félagasamtaka hefur sjálft verið neytt á flótta, hefur ekki aðgang að rafmagni eða öðrum búnaði til að sinna starfi sínu eða kemst ekki að heiman vegna linnulausa árása rússneskra hersveita. Í neyðarástandinu hefur einnig borið á því að reynslulítil félagasamtök og sjálfboðaliðar hafa stigið inn til að veita neyðaraðstoð. „Sem þjálfaður aðili í skipulagningu neyðar- og viðbragðsáætlana hef ég séð fjölda sjálfboðaliða, hópa og samtaka sem aldrei hafa unnið við þessar aðstæður, nú stíga inn án þess að hafa fullan skilning á þörfum þeirra sem þurfa á aðstoð að halda. Þetta hefur orðið til þess að mannréttindi hafa verið brotin, fólk í neyð hefur mætt fordómum og verið vísað burt og viðkvæmir hópar gleymast. Það er gríðarlega mikilvægt að veita viðbragðsaðilum rétta þjálfun, stuðning og eftirlit,“ sagði einn viðmælenda UN Women, sem starfað hefur hjá úkraínskum félagasamtökum um árabil. UN Women hefur veitt móttökuríkjum á borð við Moldóvu ráðgjöf og aðstoð við móttöku fólks á flótta með kvenmiðaða neyðaraðstoð að leiðarljósi. Þá vinnur UN Women í Úkraínu að því að tryggja að þörfum allra kvenna sé mætt, þar með talið kvenna með fatlanir, aldraðra kvenna og karla, LGBTQ og Róma kvenna. Í frétt frá UN Women segir að konur og karlar um alla Úkraínu búi nú í stöðugum ótta um líf sitt og fjölskyldna sinna. Þeir sem geta, hafi flúið heimili sín og standi frammi fyrir áður óþekktum áskorunum. „En fjöldi fólks hefur ekki tök á því að flýja og neyðist til að vera um kyrrt í hersetnum borgum. Aðrir verða eftir til að sinna framlínustörfum, meðal annars hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, læknar og slökkviliðsfólk. Neyðarskýli og neðanjarðarbyrgi eru óaðgengileg fólki með skerta hreyfigetu og erfitt er fyrir þennan hóp að skýla sér á heimilum sínum. Það sama á við um aldraða og sjúklinga. Þessir einstaklingar eiga einnig erfitt með að verða sér úti um mat og aðrar nauðsynjar, sérstaklega þegar þjónusta til þeirra liggur niðri.“ Óttast um börn sín Samkvæmt skýrslu UN Women er mesta þörfin á lífsbjargandi aðstoð á borð við matvæli, sérstaklega barnamat, lyf, hreinlætisvörur – þar með talið bleium – og vatn. Félagasamtök sem vinna með UN Women í Úkraínu segja að konur óski fyrst og fremst eftir nauðsynjum fyrir börn sín og óttast stöðugt um líf þeirra og heilsu, sérstaklega heilsu ungbarna og nýbura. „Áföllin og streitan sem fylgja stríði hafa gríðarleg áhrif á heilsu óléttra kvenna og mjólkandi kvenna. Streitan getur orðið til þess að fæðing fari fyrr af stað og að þær framleiði ekki næga mjólk fyrir nýfædd börn sín. Víða er þurrmjólk og barnamatur ófáanlegt. Aukin tíðni mæðra- og ungbarnadauða er því miður fylgifiskur átaka,“ segir í fréttinni. Mörg félagasamtök hafa miklar áhyggjur af þolendum heimilis- og kynferðisofbeldis og segja tíðni kynbundins ofbeldis hafa aukist frá því átök hófust. Félagasamtök hafa jafnframt vakið athygli á því að konur hafa ítrekað verið útilokaðar frá friðarviðræðum fram að þessu og að óskir þeirra hafi verið hunsaðar. Þess í stað hafa þarfir sjálfboðaliða sem nú berjast við innrásarher Rússa verið settar í forgang. Ákall kvenna eftir lyfjum fyrir börn og aldraða, þurrmjólk, barnamat og hreinlætisvörur hefur því mætt daufum eyrum. UN Women tryggir kvenmiðaða neyðaraðstoð í Úkraínu og nágrannalöndum. Hægt er að hjálpað með því að senda sms-ið KONUR í síma 1900. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UN Women í Úkraínu. Ástæðan er sú að starfsfólk félagasamtaka hefur sjálft verið neytt á flótta, hefur ekki aðgang að rafmagni eða öðrum búnaði til að sinna starfi sínu eða kemst ekki að heiman vegna linnulausa árása rússneskra hersveita. Í neyðarástandinu hefur einnig borið á því að reynslulítil félagasamtök og sjálfboðaliðar hafa stigið inn til að veita neyðaraðstoð. „Sem þjálfaður aðili í skipulagningu neyðar- og viðbragðsáætlana hef ég séð fjölda sjálfboðaliða, hópa og samtaka sem aldrei hafa unnið við þessar aðstæður, nú stíga inn án þess að hafa fullan skilning á þörfum þeirra sem þurfa á aðstoð að halda. Þetta hefur orðið til þess að mannréttindi hafa verið brotin, fólk í neyð hefur mætt fordómum og verið vísað burt og viðkvæmir hópar gleymast. Það er gríðarlega mikilvægt að veita viðbragðsaðilum rétta þjálfun, stuðning og eftirlit,“ sagði einn viðmælenda UN Women, sem starfað hefur hjá úkraínskum félagasamtökum um árabil. UN Women hefur veitt móttökuríkjum á borð við Moldóvu ráðgjöf og aðstoð við móttöku fólks á flótta með kvenmiðaða neyðaraðstoð að leiðarljósi. Þá vinnur UN Women í Úkraínu að því að tryggja að þörfum allra kvenna sé mætt, þar með talið kvenna með fatlanir, aldraðra kvenna og karla, LGBTQ og Róma kvenna. Í frétt frá UN Women segir að konur og karlar um alla Úkraínu búi nú í stöðugum ótta um líf sitt og fjölskyldna sinna. Þeir sem geta, hafi flúið heimili sín og standi frammi fyrir áður óþekktum áskorunum. „En fjöldi fólks hefur ekki tök á því að flýja og neyðist til að vera um kyrrt í hersetnum borgum. Aðrir verða eftir til að sinna framlínustörfum, meðal annars hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, læknar og slökkviliðsfólk. Neyðarskýli og neðanjarðarbyrgi eru óaðgengileg fólki með skerta hreyfigetu og erfitt er fyrir þennan hóp að skýla sér á heimilum sínum. Það sama á við um aldraða og sjúklinga. Þessir einstaklingar eiga einnig erfitt með að verða sér úti um mat og aðrar nauðsynjar, sérstaklega þegar þjónusta til þeirra liggur niðri.“ Óttast um börn sín Samkvæmt skýrslu UN Women er mesta þörfin á lífsbjargandi aðstoð á borð við matvæli, sérstaklega barnamat, lyf, hreinlætisvörur – þar með talið bleium – og vatn. Félagasamtök sem vinna með UN Women í Úkraínu segja að konur óski fyrst og fremst eftir nauðsynjum fyrir börn sín og óttast stöðugt um líf þeirra og heilsu, sérstaklega heilsu ungbarna og nýbura. „Áföllin og streitan sem fylgja stríði hafa gríðarleg áhrif á heilsu óléttra kvenna og mjólkandi kvenna. Streitan getur orðið til þess að fæðing fari fyrr af stað og að þær framleiði ekki næga mjólk fyrir nýfædd börn sín. Víða er þurrmjólk og barnamatur ófáanlegt. Aukin tíðni mæðra- og ungbarnadauða er því miður fylgifiskur átaka,“ segir í fréttinni. Mörg félagasamtök hafa miklar áhyggjur af þolendum heimilis- og kynferðisofbeldis og segja tíðni kynbundins ofbeldis hafa aukist frá því átök hófust. Félagasamtök hafa jafnframt vakið athygli á því að konur hafa ítrekað verið útilokaðar frá friðarviðræðum fram að þessu og að óskir þeirra hafi verið hunsaðar. Þess í stað hafa þarfir sjálfboðaliða sem nú berjast við innrásarher Rússa verið settar í forgang. Ákall kvenna eftir lyfjum fyrir börn og aldraða, þurrmjólk, barnamat og hreinlætisvörur hefur því mætt daufum eyrum. UN Women tryggir kvenmiðaða neyðaraðstoð í Úkraínu og nágrannalöndum. Hægt er að hjálpað með því að senda sms-ið KONUR í síma 1900. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent