Starfsfólk Pharmarctica slegið yfir slysinu og fær áfallahjálp Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. mars 2022 13:08 Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir samhug ríkja hjá íbúum Grenivíkur. Vísir/Tryggvi Páll Samfélagið á Grenivík er slegið vegna eldsprengingar sem varð í verksmiðju í bænum í gær að sögn sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Kona og karl, starfsfólk Pharmarctica, slösuðust alvarlega þegar þau voru að vinna með hreinsað bensín. Aðstandendur og starfsfólk verksmiðjunnar fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum í gær. Slökkvilið Akureyrar og Grenivíkur fengu útkall laust eftir klukkan þrjú gær vegna eldsvoða í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík. Í fyrstu leit brunavettvangur mun verr út en hann síðar reyndist vera því starfsfólk verksmiðjunnar var að vinna með leysiefnið hreinsað bensín sem olli því að mikill svartur reykur breiddist hratt út. Rætt var við Gunnar Rúnar Ólafsson varaslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á Akureyri í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Eins og mér skilst þá er þetta hreinsað bensín sem er mjög rokgjarnt og fljótt að brenna upp og það kom fljótlega í ljós að þeir náðu tök á eldinum og voru byrjaðir að reykræsa húsið og leita af sér allan grun þarna inni.“ Þorkell Pálsson, slökkviliðsstjóri á Grenivík segir í samtali við fréttastofu að hin slösuðu, karl og kona, hafi komist út úr verksmiðjunni af sjálfsdáðum. Gunnar Rúnar segir að í ljósi þess hversu vel og hratt slökkviliðinu á Grenivík tókst að ráða niðurlögum eldsins hafi útkallið fyrst og fremst snúist um að hlúa að hinum slösuðu. „Sjúklingarnir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri og síðan fljótlega eftir það með sjúkraflugi Mýflugs til Reykjavíkur með tveimur flugvélum.“ Slökkviliðið afhenti lögreglu brunavettvang strax um kvöldmatarleytið en í dag von á tæknideild lögreglunnar til að rannsaka tildrög brunans. Ekki er vitað um líðan fólksins en ljóst er að meiðslin sem það hlaut eru alvarleg. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir bæjarbúa slegna en á sama tíma þakkláta viðbragðsaðilum. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá fólkinu, hjá hinum slösuðu, starfsfólki fyrirtækisins og aðstandendum.“ Fyrirtækið Pharmarctica sérhæfir sig í framleiðslu meðal annars á snyrtivörum og er nokkuð stór vinnuveitandi í bænum. „Fólki er brugðið en það er mikill samhugur. Við erum að vinna í þessu. Það kom fólk frá Rauða krossinum út eftir í gærkvöldi í áfallahjálp og verður væntanlega aftur í dag. Við reynum að hlúa að fólkinu eins og við getum.“ Slökkvilið Sjúkraflutningar Sjúkrahúsið á Akureyri Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Slökkvilið Akureyrar og Grenivíkur fengu útkall laust eftir klukkan þrjú gær vegna eldsvoða í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík. Í fyrstu leit brunavettvangur mun verr út en hann síðar reyndist vera því starfsfólk verksmiðjunnar var að vinna með leysiefnið hreinsað bensín sem olli því að mikill svartur reykur breiddist hratt út. Rætt var við Gunnar Rúnar Ólafsson varaslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á Akureyri í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Eins og mér skilst þá er þetta hreinsað bensín sem er mjög rokgjarnt og fljótt að brenna upp og það kom fljótlega í ljós að þeir náðu tök á eldinum og voru byrjaðir að reykræsa húsið og leita af sér allan grun þarna inni.“ Þorkell Pálsson, slökkviliðsstjóri á Grenivík segir í samtali við fréttastofu að hin slösuðu, karl og kona, hafi komist út úr verksmiðjunni af sjálfsdáðum. Gunnar Rúnar segir að í ljósi þess hversu vel og hratt slökkviliðinu á Grenivík tókst að ráða niðurlögum eldsins hafi útkallið fyrst og fremst snúist um að hlúa að hinum slösuðu. „Sjúklingarnir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri og síðan fljótlega eftir það með sjúkraflugi Mýflugs til Reykjavíkur með tveimur flugvélum.“ Slökkviliðið afhenti lögreglu brunavettvang strax um kvöldmatarleytið en í dag von á tæknideild lögreglunnar til að rannsaka tildrög brunans. Ekki er vitað um líðan fólksins en ljóst er að meiðslin sem það hlaut eru alvarleg. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir bæjarbúa slegna en á sama tíma þakkláta viðbragðsaðilum. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá fólkinu, hjá hinum slösuðu, starfsfólki fyrirtækisins og aðstandendum.“ Fyrirtækið Pharmarctica sérhæfir sig í framleiðslu meðal annars á snyrtivörum og er nokkuð stór vinnuveitandi í bænum. „Fólki er brugðið en það er mikill samhugur. Við erum að vinna í þessu. Það kom fólk frá Rauða krossinum út eftir í gærkvöldi í áfallahjálp og verður væntanlega aftur í dag. Við reynum að hlúa að fólkinu eins og við getum.“
Slökkvilið Sjúkraflutningar Sjúkrahúsið á Akureyri Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19