Starfsfólk Pharmarctica slegið yfir slysinu og fær áfallahjálp Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. mars 2022 13:08 Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir samhug ríkja hjá íbúum Grenivíkur. Vísir/Tryggvi Páll Samfélagið á Grenivík er slegið vegna eldsprengingar sem varð í verksmiðju í bænum í gær að sögn sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Kona og karl, starfsfólk Pharmarctica, slösuðust alvarlega þegar þau voru að vinna með hreinsað bensín. Aðstandendur og starfsfólk verksmiðjunnar fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum í gær. Slökkvilið Akureyrar og Grenivíkur fengu útkall laust eftir klukkan þrjú gær vegna eldsvoða í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík. Í fyrstu leit brunavettvangur mun verr út en hann síðar reyndist vera því starfsfólk verksmiðjunnar var að vinna með leysiefnið hreinsað bensín sem olli því að mikill svartur reykur breiddist hratt út. Rætt var við Gunnar Rúnar Ólafsson varaslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á Akureyri í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Eins og mér skilst þá er þetta hreinsað bensín sem er mjög rokgjarnt og fljótt að brenna upp og það kom fljótlega í ljós að þeir náðu tök á eldinum og voru byrjaðir að reykræsa húsið og leita af sér allan grun þarna inni.“ Þorkell Pálsson, slökkviliðsstjóri á Grenivík segir í samtali við fréttastofu að hin slösuðu, karl og kona, hafi komist út úr verksmiðjunni af sjálfsdáðum. Gunnar Rúnar segir að í ljósi þess hversu vel og hratt slökkviliðinu á Grenivík tókst að ráða niðurlögum eldsins hafi útkallið fyrst og fremst snúist um að hlúa að hinum slösuðu. „Sjúklingarnir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri og síðan fljótlega eftir það með sjúkraflugi Mýflugs til Reykjavíkur með tveimur flugvélum.“ Slökkviliðið afhenti lögreglu brunavettvang strax um kvöldmatarleytið en í dag von á tæknideild lögreglunnar til að rannsaka tildrög brunans. Ekki er vitað um líðan fólksins en ljóst er að meiðslin sem það hlaut eru alvarleg. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir bæjarbúa slegna en á sama tíma þakkláta viðbragðsaðilum. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá fólkinu, hjá hinum slösuðu, starfsfólki fyrirtækisins og aðstandendum.“ Fyrirtækið Pharmarctica sérhæfir sig í framleiðslu meðal annars á snyrtivörum og er nokkuð stór vinnuveitandi í bænum. „Fólki er brugðið en það er mikill samhugur. Við erum að vinna í þessu. Það kom fólk frá Rauða krossinum út eftir í gærkvöldi í áfallahjálp og verður væntanlega aftur í dag. Við reynum að hlúa að fólkinu eins og við getum.“ Slökkvilið Sjúkraflutningar Sjúkrahúsið á Akureyri Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Slökkvilið Akureyrar og Grenivíkur fengu útkall laust eftir klukkan þrjú gær vegna eldsvoða í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík. Í fyrstu leit brunavettvangur mun verr út en hann síðar reyndist vera því starfsfólk verksmiðjunnar var að vinna með leysiefnið hreinsað bensín sem olli því að mikill svartur reykur breiddist hratt út. Rætt var við Gunnar Rúnar Ólafsson varaslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á Akureyri í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Eins og mér skilst þá er þetta hreinsað bensín sem er mjög rokgjarnt og fljótt að brenna upp og það kom fljótlega í ljós að þeir náðu tök á eldinum og voru byrjaðir að reykræsa húsið og leita af sér allan grun þarna inni.“ Þorkell Pálsson, slökkviliðsstjóri á Grenivík segir í samtali við fréttastofu að hin slösuðu, karl og kona, hafi komist út úr verksmiðjunni af sjálfsdáðum. Gunnar Rúnar segir að í ljósi þess hversu vel og hratt slökkviliðinu á Grenivík tókst að ráða niðurlögum eldsins hafi útkallið fyrst og fremst snúist um að hlúa að hinum slösuðu. „Sjúklingarnir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri og síðan fljótlega eftir það með sjúkraflugi Mýflugs til Reykjavíkur með tveimur flugvélum.“ Slökkviliðið afhenti lögreglu brunavettvang strax um kvöldmatarleytið en í dag von á tæknideild lögreglunnar til að rannsaka tildrög brunans. Ekki er vitað um líðan fólksins en ljóst er að meiðslin sem það hlaut eru alvarleg. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir bæjarbúa slegna en á sama tíma þakkláta viðbragðsaðilum. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá fólkinu, hjá hinum slösuðu, starfsfólki fyrirtækisins og aðstandendum.“ Fyrirtækið Pharmarctica sérhæfir sig í framleiðslu meðal annars á snyrtivörum og er nokkuð stór vinnuveitandi í bænum. „Fólki er brugðið en það er mikill samhugur. Við erum að vinna í þessu. Það kom fólk frá Rauða krossinum út eftir í gærkvöldi í áfallahjálp og verður væntanlega aftur í dag. Við reynum að hlúa að fólkinu eins og við getum.“
Slökkvilið Sjúkraflutningar Sjúkrahúsið á Akureyri Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19