Húsnæði Garðheima verður rifið en byggt verður á nýjum stað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. mars 2022 22:03 Garðheimafjölskyldan, foreldrar og börnin þeirra. Frá vinstri, Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri. Olga Björney Gísladóttir, innkaupastjóri, Sigurður Björn Gíslason, rekstrarstjóri, Jónína Sigríður Lárusdóttir, stofnandi Garðheima, Gísli Hinrik Sigurðsson, stofnandi Garðheima og Jóna Björk Gísladóttir, markaðsstjóri. Aðsend Nýlega rann upp langþráður dagur hjá Garðheimafjölskyldunni þegar fyrsta skóflustungan að nýjum höfuðstöðvum Garðheima var tekin við Álfabakka 6 í Reykjavík. „Já, við höfum fengið frábæra samstarfsaðila með okkur í vegferðina og erum við sannfærð um að úr verði ein fallegasta garðyrkjumiðstöð, sem reist hefur verið. Hönnun hússins hefur verið í höndum PK arkitekta, Ferils verkfræðistofu, Landslags, Hafstudio og hollenska fyrirtækisins Smiemans, en þeir sérhæfa sig í byggingu garðyrkjumiðstöðva út um allan heim. Um er að ræða 7000 fm stálgrindarhús ásamt útisölusvæði á 20.000 fm lóð sem liggur við rætur Seljahverfisins og niður að Reykjanesbrautinni,“ segir Jóna Björk Gísladóttir, markaðsstjóri Garðheima. Tveggja milljarða króna framkvæmd Garðheimar voru stofnaðir árið 1999 af Gísla Hinrik Sigurðssyni og Jónínu Sigríði Lárusdóttur. Í dag hafa börn þeirra, Sigurður Björn, Kristín Helga, Olga Björney og Jóna Björk Gíslabörn tekið við rekstrinum og starfa þar öll saman undir stjórn Kristínar Helgu Gísladóttur, framkvæmdastjóra. Um 60 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu í dag. Það var vel tekið á því við moksturinn þegar fyrstu skóflustungurnar voru teknar af nýju húsinu. Frá vinstri, Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri, Hinrik Örn Davíðsson, vaktstjóri og barnabarn Gísla og Jónínu, Gísli Hinrik Sigurðsson, stofnandi Garðheima, Matthías Jörvi Jensson, barnabarn Gísla og Jónínu og framtíðar starfsmaður Garðheima og Valdimar Jaki Jensson, sem er líka barnabarn Gísla og Jónínu og framtíðar starfsmaður fyrirtækisins.Aðsend Kostnaður við nýja Garðheima verður um tveir milljarðar króna. Reiknað er með að opnað verði á nýja staðnum vorið 2023. Hagar eiga lóðina og núverandi húsnæði Garðheima, sem og lóðirnar í kring. Þeir hyggjast byggja íbúðablokkir og verslunarhúsnæði í bland á öllum reitnum. Núverandi húsnæði Garðheima verður því rifið. Svona mun nýja húsnæði við Álfabakka 6 líta út. Mikið hefur verið lagt upp úr því að gera húsið eins umhverfisvænt og kostur er. Á lóðinni verða blágrænar ofanvatnslausnir, grasþak yfir hluta hússins, vökvunarkerfi, sem safnar regnvatni til að vökva plöntur í sölu, o.s.frv.Aðsend Reykjavík Garðyrkja Verslun Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
„Já, við höfum fengið frábæra samstarfsaðila með okkur í vegferðina og erum við sannfærð um að úr verði ein fallegasta garðyrkjumiðstöð, sem reist hefur verið. Hönnun hússins hefur verið í höndum PK arkitekta, Ferils verkfræðistofu, Landslags, Hafstudio og hollenska fyrirtækisins Smiemans, en þeir sérhæfa sig í byggingu garðyrkjumiðstöðva út um allan heim. Um er að ræða 7000 fm stálgrindarhús ásamt útisölusvæði á 20.000 fm lóð sem liggur við rætur Seljahverfisins og niður að Reykjanesbrautinni,“ segir Jóna Björk Gísladóttir, markaðsstjóri Garðheima. Tveggja milljarða króna framkvæmd Garðheimar voru stofnaðir árið 1999 af Gísla Hinrik Sigurðssyni og Jónínu Sigríði Lárusdóttur. Í dag hafa börn þeirra, Sigurður Björn, Kristín Helga, Olga Björney og Jóna Björk Gíslabörn tekið við rekstrinum og starfa þar öll saman undir stjórn Kristínar Helgu Gísladóttur, framkvæmdastjóra. Um 60 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu í dag. Það var vel tekið á því við moksturinn þegar fyrstu skóflustungurnar voru teknar af nýju húsinu. Frá vinstri, Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri, Hinrik Örn Davíðsson, vaktstjóri og barnabarn Gísla og Jónínu, Gísli Hinrik Sigurðsson, stofnandi Garðheima, Matthías Jörvi Jensson, barnabarn Gísla og Jónínu og framtíðar starfsmaður Garðheima og Valdimar Jaki Jensson, sem er líka barnabarn Gísla og Jónínu og framtíðar starfsmaður fyrirtækisins.Aðsend Kostnaður við nýja Garðheima verður um tveir milljarðar króna. Reiknað er með að opnað verði á nýja staðnum vorið 2023. Hagar eiga lóðina og núverandi húsnæði Garðheima, sem og lóðirnar í kring. Þeir hyggjast byggja íbúðablokkir og verslunarhúsnæði í bland á öllum reitnum. Núverandi húsnæði Garðheima verður því rifið. Svona mun nýja húsnæði við Álfabakka 6 líta út. Mikið hefur verið lagt upp úr því að gera húsið eins umhverfisvænt og kostur er. Á lóðinni verða blágrænar ofanvatnslausnir, grasþak yfir hluta hússins, vökvunarkerfi, sem safnar regnvatni til að vökva plöntur í sölu, o.s.frv.Aðsend
Reykjavík Garðyrkja Verslun Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira