Um er að ræða spurningaþátt sem tengist leikjum og mótum sem eru á Stöð 2 Sport. Heiðursstúkan verður sýnd á Vísi alla föstudaga. Jóhann Fjalar Skaptason stýrir þættinum.
Þema sjötta þáttarins er Lengjubikarinn í fótbolta en undanúrslitaleikir kvenna fara fram um helgina.
Gestir þáttarins að þessu sinni eru knattspyrnukonurnar Hildur Antonsdóttir úr Breiðabliki og Mist Edvardsdóttir úr Val.
„Mér líst bara vel á þetta en ég er svolítið stressuð núna reyndar,“ viðurkenndi Hildur Antonsdóttir.
Þær eru báðar að fara að spila í undanúrslitum Lengjubikarsins inn á vellinum en nú er bara að sjá hvað þær vita um Lengjubikarinn en það smá sjá allan spurningaþáttinn hér fyrir neðan.