Kraftur íslenskrar tungu Marta Eiríksdóttir skrifar 26. mars 2022 12:03 Ég er ein af þeim sem fæ í eyrun þessa dagana þegar ég hlusta á útvarpsþætti í umsjón fólks sem slettir „obvíusslí“ eða „absolútlí“ og fleiri enskuslettum sem eru nánast að kaffæra umræðuna. Mér líður þannig þegar ég hlusta á málflutning af þessu tagi, að allt fer fyrir ofan garð og neðan sem fólkið segir. Innihald þess verður nánast ein þoka í hausnum á mér því sumar sletturnar skil ég bókstaflega ekki. Við erum ekki að tala um erlent fólk sem af veikum mætti langar til að tala mál íslensku þjóðarinnar, nei við erum að tala um Íslendinga með stórum staf. Hvað er að gerast með íslenskt mál? Ég velti því fyrir mér hvers vegna fólk sem hefur fullt vald á íslenskri tungu skuli vera að leika sér að því að glopra niður íslenskum orðaforða sínum og setja inn í staðinn afbökuð ensk orð. Veit einhver hvers vegna þetta er að gerast núna? Getum við lagað þetta? Meira að segja dagskrárgerðarfólk á íslenska ríkisútvarpinu okkar er nánast hætt að vanda málfar sitt en þar á bæ var ávallt viðhaft mjög vandað íslenskt mál. Það var beinlínis til þess ætlast að dagskrárgerðarfólk sýndi móðurmálinu þá virðingu. Já, ég veit að tungumál þróast en þetta sem er að gerast núna er einskonar tískubylgja (trend) sem tröllríður allri dagskrárgerð og í samtölum manna á milli. Viljum við virkilega glopra niður íslenskri tungu? Þurfum við ekki að staldra við og skoða hvers virði móðurmálið er okkur og afkomendum okkar? Eigum við að standa vörð um íslenska tungu? Ég á mörg dæmi þess að vera stolt af því að tala þetta fallega forna tungumál, sem talið er að frumbyggjar Íslands töluðu. Þetta tungumál sem hélst óbreytt í margar aldir vegna einangrunar eyjaskeggja. ,,Vér íslendíngar höfum nú einusinni hlotið þessa hermdargjöf, hið íslenska mál, og það er dýrlegasta menníngarverðmætið sem vér eigum, og ef vér viljum ekki gera eitthvað fyrir snillínga þess, þá eigum vér að flytja héðan burt – alt kraðakið einsog það leggur sig – og það strax á morgun. Vér eigum að fara til Mexíkó og fara að tala spænsku.” Halldór Laxness mælir svo í erindi um menningarmál árið 1926. Já, móðurmál lærist frá unga aldri með því að herma eftir þeim sem tala málið í kringum okkur. En frá því að þessi orð Nóbelskáldsins féllu, hafa fjölmargir lagt lóð á vogarskálina svo efla megi málvitund þjóðar og styrkja stoðir íslenskrar tungu. Meðvituð umræða um tungumálið og gildi þess nærir og bætir skilyrði fyrir vöxt og framgang málsins. Þetta veit frú Vigdís Finnbogadóttir, okkar ástkæri fyrrum forseti. Konan sem sameinaði þjóðina og var framúrskarandi þjóðhöfðingi. „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan í ruslinu - með latínunni,“ sagði Vígdís og vísar þar til þess að latína telst útdautt tungumál. Eigum við virkilega að leyfa þessu að gerast? Eða eigum við að hysja upp um okkur buxurnar og fara að leika okkur að því að finna íslensk orð í stað enskuslettanna? Að vera stoltur af móðurmáli sínu Við hjónin bjuggum og störfuðum í nokkur ár hjá frændum vorum í Noregi, sem talið er vera land forfeðra okkar Íslendinga. Þar bjuggum við á Vestlandinu í löngum firði sem liggur við hlið Sognfjarðar, þaðan sem forfeður okkar sigldu árið 874 þegar formleg búseta hófst á Íslandi.Á þessum sjö árum áttaði ég mig á þeim kærleiksþræði sem tengir saman þessar tvær þjóðir. Ræturnar eru sterkar sem við eigum við þá Norðmenn sem búa á þessu svæði á vesturströndinni. Þeir finna sjálfir vel fyrir þessum menningarlegu tengslum við Íslendinga og tóku okkur hlýlega hvar sem við komum. Það fyllti mig stolti þegar þeir þökkuðu þjóðinni minni fyrir að varðveita gamla tungumálið þeirra og báðu mig oft að segja eitthvað á íslensku til þess að heyra hvort þeir skildu ennþá málið. Í Lærdal má heyra Norðmenn tala norsku sem minnir um margt á íslensku. Fyrir mér er það ekki spurning um þjóðarrembing að varðveita íslenskt mál, heldur að varðveita arfleifð forfeðra minna, ömmu og afa, og allra þeirra sem töluðu málið áður með ríkum orðaforða. Auðvitað þróast tungan og ný íslensk orð verða til en allar enskusletturnar eru vonandi bara ryk sem þarf að dusta burt. Ég hef alltaf haft gaman af því að finna íslensk orð í stað þess að sletta. Eftir Noregsdvölina hef ég lagt mig enn meira fram um að tala íslensku án þess að sletta og stundum er það kúnst en samt skemmtileg heilabrot. Það liggja mikil auðæfi í litrófi íslenskrar tungu. Í Noregi eru frumbyggjar sem nefnast Samar en þeir standa vörð um tungumálið sitt í dag en gerðu það ekki áður og voru nánast búnir að tapa móðurmáli sínu. Nú gera þeir í því að tala samísku, kenna afkomendum sínum samísku, reka skóla á samísku og styrkja tengsl sín við náttúruna í leiðinni því náttúran er þeim allt. Íslensk vinkona mín sem starfar nú á Grænlandi segir Grænlendinga vera mjög stolta af landi sínu, hefðum, tungumáli og bara öllu sem grænlenskt er. Hún segist aldrei kynnst eins mikilli ást á eigin landi og þar. Þeim þykir mjög dýrmætt og mikilvægt að halda í hefðir og tungumálið sitt. Íslendingar eru stolt þjóð Hvað með okkur? Leyfum við okkur að vera stolt þjóð eða erum við full af meðvirkni gagnvart þeim sem búa í landinu okkar núna og tala ekki íslensku? Getum við hjálpað þeim að tileinka sér betur íslensku? Æfa þá í að tala íslensku með því að tala við þá á íslensku en ekki ensku? Myndi það ekki í raun skapa þeim fleiri atvinnutækifæri? Um leið gera landið okkar auðugra og fjölbreyttara með kunnáttu þessa fólks. Tungumálið er lykill. Um daginn var ég stödd á námskeiði ásamt tíu Íslendingum og tveimur Evrópubúum. Ákveðið var af námskeiðshaldara að tala ensku vegna þessara tveggja erlendu gesta. Ég var ekki sátt en þagði og velti því fyrir mér hvers vegna Íslendingar setja tungumálið sitt til hliðar? Það æfist hjá erlendum borgurum þegar þeir finna að þeir þurfa að læra málið til að taka þátt. Alveg eins með mig erlendis, ég aðlaga mig að útlandinu en ekki öfugt. Nú er heimurinn að breytast og erlendir borgarar vilja setjast að á Íslandi í ríkum mæli. Þeir hrífast af þjóðinni og margir af tungumálinu okkar. Þurfa þessir nýju borgarar ekki að tileinka sér málið, fá að spreyta sig á því? Tala íslensku, lesa á íslensku, hlusta á málið okkar alls staðar. Hvernig eiga þeir annars að læra íslensku? Þú æfir þig ekki í íslensku með því að tala ensku. Við erum fámenn þjóð en samt „stórasta“ þjóð í heimi því krafturinn í okkur jafnast á við eldmóð milljónaþjóða. Það er gott að skilja fólkið sitt. Íslenskt tungumál tengir okkur saman fyrst og fremst. Þegar þjóðin tekur sig saman þá gerast kraftaverk. Mér finnst aðkallandi núna að fólk fari að leika sér að því að finna íslensk orð til þess að nota í stað enskunnar. Gera það að leik að finna orð ef íslenskur orðaforði hefur tapast. Við megum alveg hafa metnað fyrir því sem íslenskt er, það er í erfðaefninu okkar að tengjast í gegnum móðurmálið. Það kemur með móðurmjólkinni þegar foreldrar okkar tala við okkur og kenna okkur þannig að nota verkfæri tungumálsins. Við viljum skiljast og skilja aðra. Við eigum stjórnarákvæði þar sem segir að íslenska sé opinbert mál á Íslandi, þjóðtunga Íslendinga og sameiginlegt mál landsmanna. Þar segir jafnframt að stjórnvöld eigi að sjá til þess að hægt sé að nota hana á öllum sviðum samfélagsins. Allir sem eru búsettir hér á Íslandi skulu eiga þess kost að læra og nota íslensku til almennrar þátttöku í íslensku þjóðlífi. Við vitum það öll að þegar erlendir aðilar leggja sig fram um að læra íslensku fá þeir betri störf. Þannig er það allstaðar í heiminum. Tungumál innfæddra er lykillinn að þjóðinni sem býr í landinu, annars ertu ávallt gestur. Ávallt útlendingur. Hér á landi ríkir opinber íslensk málstefna. Stjórnarákvæði Íslendinga setur sér það markmið að varðveita tungu sína og efla. Með varðveislu íslenskrar tungu er átt við tengsl í máli frá kynslóð til kynslóðar, einkum að gæta þess að ekki glatist tengsl sem verið hafa og eru enn milli lifandi máls og bókmennta fyrri alda. Með eflingu tungunnar er einkum átt við að auðga orðaforðann svo að ávallt verði unnt að tala og skrifa á íslensku um hvað sem er, enn fremur að styrkja þekkingu kunnáttu í meðferð tungunnar og styrkja trú á gildi hennar. Það er kraftur í íslenskri tungu og þaðan fáum við kraftinn okkar. Með því að veikja íslenskt mál erum við að veikja okkur sem þjóð. Það er mín skoðun. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ég er ein af þeim sem fæ í eyrun þessa dagana þegar ég hlusta á útvarpsþætti í umsjón fólks sem slettir „obvíusslí“ eða „absolútlí“ og fleiri enskuslettum sem eru nánast að kaffæra umræðuna. Mér líður þannig þegar ég hlusta á málflutning af þessu tagi, að allt fer fyrir ofan garð og neðan sem fólkið segir. Innihald þess verður nánast ein þoka í hausnum á mér því sumar sletturnar skil ég bókstaflega ekki. Við erum ekki að tala um erlent fólk sem af veikum mætti langar til að tala mál íslensku þjóðarinnar, nei við erum að tala um Íslendinga með stórum staf. Hvað er að gerast með íslenskt mál? Ég velti því fyrir mér hvers vegna fólk sem hefur fullt vald á íslenskri tungu skuli vera að leika sér að því að glopra niður íslenskum orðaforða sínum og setja inn í staðinn afbökuð ensk orð. Veit einhver hvers vegna þetta er að gerast núna? Getum við lagað þetta? Meira að segja dagskrárgerðarfólk á íslenska ríkisútvarpinu okkar er nánast hætt að vanda málfar sitt en þar á bæ var ávallt viðhaft mjög vandað íslenskt mál. Það var beinlínis til þess ætlast að dagskrárgerðarfólk sýndi móðurmálinu þá virðingu. Já, ég veit að tungumál þróast en þetta sem er að gerast núna er einskonar tískubylgja (trend) sem tröllríður allri dagskrárgerð og í samtölum manna á milli. Viljum við virkilega glopra niður íslenskri tungu? Þurfum við ekki að staldra við og skoða hvers virði móðurmálið er okkur og afkomendum okkar? Eigum við að standa vörð um íslenska tungu? Ég á mörg dæmi þess að vera stolt af því að tala þetta fallega forna tungumál, sem talið er að frumbyggjar Íslands töluðu. Þetta tungumál sem hélst óbreytt í margar aldir vegna einangrunar eyjaskeggja. ,,Vér íslendíngar höfum nú einusinni hlotið þessa hermdargjöf, hið íslenska mál, og það er dýrlegasta menníngarverðmætið sem vér eigum, og ef vér viljum ekki gera eitthvað fyrir snillínga þess, þá eigum vér að flytja héðan burt – alt kraðakið einsog það leggur sig – og það strax á morgun. Vér eigum að fara til Mexíkó og fara að tala spænsku.” Halldór Laxness mælir svo í erindi um menningarmál árið 1926. Já, móðurmál lærist frá unga aldri með því að herma eftir þeim sem tala málið í kringum okkur. En frá því að þessi orð Nóbelskáldsins féllu, hafa fjölmargir lagt lóð á vogarskálina svo efla megi málvitund þjóðar og styrkja stoðir íslenskrar tungu. Meðvituð umræða um tungumálið og gildi þess nærir og bætir skilyrði fyrir vöxt og framgang málsins. Þetta veit frú Vigdís Finnbogadóttir, okkar ástkæri fyrrum forseti. Konan sem sameinaði þjóðina og var framúrskarandi þjóðhöfðingi. „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan í ruslinu - með latínunni,“ sagði Vígdís og vísar þar til þess að latína telst útdautt tungumál. Eigum við virkilega að leyfa þessu að gerast? Eða eigum við að hysja upp um okkur buxurnar og fara að leika okkur að því að finna íslensk orð í stað enskuslettanna? Að vera stoltur af móðurmáli sínu Við hjónin bjuggum og störfuðum í nokkur ár hjá frændum vorum í Noregi, sem talið er vera land forfeðra okkar Íslendinga. Þar bjuggum við á Vestlandinu í löngum firði sem liggur við hlið Sognfjarðar, þaðan sem forfeður okkar sigldu árið 874 þegar formleg búseta hófst á Íslandi.Á þessum sjö árum áttaði ég mig á þeim kærleiksþræði sem tengir saman þessar tvær þjóðir. Ræturnar eru sterkar sem við eigum við þá Norðmenn sem búa á þessu svæði á vesturströndinni. Þeir finna sjálfir vel fyrir þessum menningarlegu tengslum við Íslendinga og tóku okkur hlýlega hvar sem við komum. Það fyllti mig stolti þegar þeir þökkuðu þjóðinni minni fyrir að varðveita gamla tungumálið þeirra og báðu mig oft að segja eitthvað á íslensku til þess að heyra hvort þeir skildu ennþá málið. Í Lærdal má heyra Norðmenn tala norsku sem minnir um margt á íslensku. Fyrir mér er það ekki spurning um þjóðarrembing að varðveita íslenskt mál, heldur að varðveita arfleifð forfeðra minna, ömmu og afa, og allra þeirra sem töluðu málið áður með ríkum orðaforða. Auðvitað þróast tungan og ný íslensk orð verða til en allar enskusletturnar eru vonandi bara ryk sem þarf að dusta burt. Ég hef alltaf haft gaman af því að finna íslensk orð í stað þess að sletta. Eftir Noregsdvölina hef ég lagt mig enn meira fram um að tala íslensku án þess að sletta og stundum er það kúnst en samt skemmtileg heilabrot. Það liggja mikil auðæfi í litrófi íslenskrar tungu. Í Noregi eru frumbyggjar sem nefnast Samar en þeir standa vörð um tungumálið sitt í dag en gerðu það ekki áður og voru nánast búnir að tapa móðurmáli sínu. Nú gera þeir í því að tala samísku, kenna afkomendum sínum samísku, reka skóla á samísku og styrkja tengsl sín við náttúruna í leiðinni því náttúran er þeim allt. Íslensk vinkona mín sem starfar nú á Grænlandi segir Grænlendinga vera mjög stolta af landi sínu, hefðum, tungumáli og bara öllu sem grænlenskt er. Hún segist aldrei kynnst eins mikilli ást á eigin landi og þar. Þeim þykir mjög dýrmætt og mikilvægt að halda í hefðir og tungumálið sitt. Íslendingar eru stolt þjóð Hvað með okkur? Leyfum við okkur að vera stolt þjóð eða erum við full af meðvirkni gagnvart þeim sem búa í landinu okkar núna og tala ekki íslensku? Getum við hjálpað þeim að tileinka sér betur íslensku? Æfa þá í að tala íslensku með því að tala við þá á íslensku en ekki ensku? Myndi það ekki í raun skapa þeim fleiri atvinnutækifæri? Um leið gera landið okkar auðugra og fjölbreyttara með kunnáttu þessa fólks. Tungumálið er lykill. Um daginn var ég stödd á námskeiði ásamt tíu Íslendingum og tveimur Evrópubúum. Ákveðið var af námskeiðshaldara að tala ensku vegna þessara tveggja erlendu gesta. Ég var ekki sátt en þagði og velti því fyrir mér hvers vegna Íslendingar setja tungumálið sitt til hliðar? Það æfist hjá erlendum borgurum þegar þeir finna að þeir þurfa að læra málið til að taka þátt. Alveg eins með mig erlendis, ég aðlaga mig að útlandinu en ekki öfugt. Nú er heimurinn að breytast og erlendir borgarar vilja setjast að á Íslandi í ríkum mæli. Þeir hrífast af þjóðinni og margir af tungumálinu okkar. Þurfa þessir nýju borgarar ekki að tileinka sér málið, fá að spreyta sig á því? Tala íslensku, lesa á íslensku, hlusta á málið okkar alls staðar. Hvernig eiga þeir annars að læra íslensku? Þú æfir þig ekki í íslensku með því að tala ensku. Við erum fámenn þjóð en samt „stórasta“ þjóð í heimi því krafturinn í okkur jafnast á við eldmóð milljónaþjóða. Það er gott að skilja fólkið sitt. Íslenskt tungumál tengir okkur saman fyrst og fremst. Þegar þjóðin tekur sig saman þá gerast kraftaverk. Mér finnst aðkallandi núna að fólk fari að leika sér að því að finna íslensk orð til þess að nota í stað enskunnar. Gera það að leik að finna orð ef íslenskur orðaforði hefur tapast. Við megum alveg hafa metnað fyrir því sem íslenskt er, það er í erfðaefninu okkar að tengjast í gegnum móðurmálið. Það kemur með móðurmjólkinni þegar foreldrar okkar tala við okkur og kenna okkur þannig að nota verkfæri tungumálsins. Við viljum skiljast og skilja aðra. Við eigum stjórnarákvæði þar sem segir að íslenska sé opinbert mál á Íslandi, þjóðtunga Íslendinga og sameiginlegt mál landsmanna. Þar segir jafnframt að stjórnvöld eigi að sjá til þess að hægt sé að nota hana á öllum sviðum samfélagsins. Allir sem eru búsettir hér á Íslandi skulu eiga þess kost að læra og nota íslensku til almennrar þátttöku í íslensku þjóðlífi. Við vitum það öll að þegar erlendir aðilar leggja sig fram um að læra íslensku fá þeir betri störf. Þannig er það allstaðar í heiminum. Tungumál innfæddra er lykillinn að þjóðinni sem býr í landinu, annars ertu ávallt gestur. Ávallt útlendingur. Hér á landi ríkir opinber íslensk málstefna. Stjórnarákvæði Íslendinga setur sér það markmið að varðveita tungu sína og efla. Með varðveislu íslenskrar tungu er átt við tengsl í máli frá kynslóð til kynslóðar, einkum að gæta þess að ekki glatist tengsl sem verið hafa og eru enn milli lifandi máls og bókmennta fyrri alda. Með eflingu tungunnar er einkum átt við að auðga orðaforðann svo að ávallt verði unnt að tala og skrifa á íslensku um hvað sem er, enn fremur að styrkja þekkingu kunnáttu í meðferð tungunnar og styrkja trú á gildi hennar. Það er kraftur í íslenskri tungu og þaðan fáum við kraftinn okkar. Með því að veikja íslenskt mál erum við að veikja okkur sem þjóð. Það er mín skoðun. Höfundur er rithöfundur.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun