Vill fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg Snorri Másson skrifar 26. mars 2022 18:46 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að gæta þurfi þess að afglæpavæðing leiði ekki til stóraukins framboðs á fíkniefnum. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra telur að fara þurfi mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Innviðaráðherra segir ekki ráðlegt að ráðast í afglæpavæðingu neysluskammta áður en önnur úrræði séu líka tilbúin. Það olli meðal annars Pírötum miklum vonbrigðum í vikunni þegar Willum Þór Þórsson dró frumvarp sitt til baka af þingmálaskrá, um að afglæpavæða neysluskammta fíkniefna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það ekki komið frá ríkisstjórninni að taka frumvarpið af dagskrá, heldur vilji ráðherra einfaldlega koma með betur undirbúið mál. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.Stöð 2/Egill „Það hefur verið bent á að það þurfi að vera sterkari forvarnir og fleiri úrræði til meðal annars á heilbrigðissviðinu áður en við förum til að mynda og eltum Portúgal, sem menn hafa verið að benda á. Því að þau voru til þar, en ekki hér. Ég er ekki sammála því að það sé endilega skynsamlegt að senda þau skilaboð að fíkniefni séu lögleg sem við höfum haft bönnuð, heldur verðum við að nálgast þetta verkefni þannig að okkur hefur mistekist á margan hátt að takast á við þetta. Þess vegna ættum við að leita nýrra leiða. Þetta er ein leið til þess. En það er ekki hægt að stökkva þangað eitt og sér, ef þú ert ekki með nein úrræði tilbúin,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hér vegist á tvö sjónarmið. „Það er annars vegar það að hætta að refsa fíklum vegna fíknar og líta frekar á það sem heilbrigðisvandamál, en hin hliðin á málinu er þá sú að menn slaki þannig á löggjöfinni að það sé í raun og veru verið að stórauka aðgengi að fíkniefnum og þannig valda þróun sem væri mjög óæskileg,“ segir Bjarni. „Ég myndi vilja fara mjög varlega í það að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi,“ segir Bjarni. Fíkniefnabrot Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Tengdar fréttir Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 „Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Sjá meira
Það olli meðal annars Pírötum miklum vonbrigðum í vikunni þegar Willum Þór Þórsson dró frumvarp sitt til baka af þingmálaskrá, um að afglæpavæða neysluskammta fíkniefna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það ekki komið frá ríkisstjórninni að taka frumvarpið af dagskrá, heldur vilji ráðherra einfaldlega koma með betur undirbúið mál. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.Stöð 2/Egill „Það hefur verið bent á að það þurfi að vera sterkari forvarnir og fleiri úrræði til meðal annars á heilbrigðissviðinu áður en við förum til að mynda og eltum Portúgal, sem menn hafa verið að benda á. Því að þau voru til þar, en ekki hér. Ég er ekki sammála því að það sé endilega skynsamlegt að senda þau skilaboð að fíkniefni séu lögleg sem við höfum haft bönnuð, heldur verðum við að nálgast þetta verkefni þannig að okkur hefur mistekist á margan hátt að takast á við þetta. Þess vegna ættum við að leita nýrra leiða. Þetta er ein leið til þess. En það er ekki hægt að stökkva þangað eitt og sér, ef þú ert ekki með nein úrræði tilbúin,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hér vegist á tvö sjónarmið. „Það er annars vegar það að hætta að refsa fíklum vegna fíknar og líta frekar á það sem heilbrigðisvandamál, en hin hliðin á málinu er þá sú að menn slaki þannig á löggjöfinni að það sé í raun og veru verið að stórauka aðgengi að fíkniefnum og þannig valda þróun sem væri mjög óæskileg,“ segir Bjarni. „Ég myndi vilja fara mjög varlega í það að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi,“ segir Bjarni.
Fíkniefnabrot Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Tengdar fréttir Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 „Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Sjá meira
Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51
„Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15