Anton Ari verður 28 ára á þessu ári og hefur leikið með Blikum síðustu tvö tímabil en þar áður lék hann með Val.
Anton lék alla 22 leikina í marki Breiðabliks í efstu deild á síðasta tímabili. Í þeim leikjum fékk hann 21 mark á sig en tókst að halda marki Kópavogsliðsins hreinu 13 sinnum.