Borgarstjóranum sleppt eftir mótmæli úkraínsks almennings Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2022 19:29 Rússaher hefur mætt mikilli mótspyrnu almennra borgara víða um Úkraínu. EPA/SERGEI ILNITSKY Rússneski herinn hefur sleppt borgarstjóra úkraínsku borgarinnar Slavútítsj, skammt frá Tjernóbyl í norðurhluta Úkraínu, eftir kröftug mótmæli íbúa. Rússar hafa tekið völd í borginni og handtóku borgarstjórann, við lítinn fögnuð íbúa Slavútítsj. Fjöldi fólks kom saman á aðaltorgi borgarinnar, óvopnað, til þess að mótmæla handtöku Júrí Fomitsjev og veru rússneskra hersveita í bænum. Samkvæmt Guardian reyndu hermenn að leysa upp mótmælin með því að skjóta upp í loft úr byssum sínum og nota hvellsprengjur. Það hafi hins vegar haft allt annað en tilætluð áhrif, og orðið þess valdandi að mótmælin urðu fjölmennari. Að endingu hafi borgarstjóranum verið sleppt úr haldi og herinn gert samkomulag við borgina um að fara þaðan, ef íbúar myndu afhenda borgarstjóranum vopn sín. Þó var undanþága gerð fyrir þá sem eiga veiðiriffla. Fomitsjev ku hafa sagt mótmælendum að með þessu vildu Rússar tryggja að enginn frá úkraínska hernum væri í borginni. Málið er enn eitt dæmi þeirrar miklu mótspyrnu sem rússneski innrásarherinn hefur mætt frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir rúmum mánuði síðan. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. 26. mars 2022 16:05 Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. 26. mars 2022 15:01 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira
Rússar hafa tekið völd í borginni og handtóku borgarstjórann, við lítinn fögnuð íbúa Slavútítsj. Fjöldi fólks kom saman á aðaltorgi borgarinnar, óvopnað, til þess að mótmæla handtöku Júrí Fomitsjev og veru rússneskra hersveita í bænum. Samkvæmt Guardian reyndu hermenn að leysa upp mótmælin með því að skjóta upp í loft úr byssum sínum og nota hvellsprengjur. Það hafi hins vegar haft allt annað en tilætluð áhrif, og orðið þess valdandi að mótmælin urðu fjölmennari. Að endingu hafi borgarstjóranum verið sleppt úr haldi og herinn gert samkomulag við borgina um að fara þaðan, ef íbúar myndu afhenda borgarstjóranum vopn sín. Þó var undanþága gerð fyrir þá sem eiga veiðiriffla. Fomitsjev ku hafa sagt mótmælendum að með þessu vildu Rússar tryggja að enginn frá úkraínska hernum væri í borginni. Málið er enn eitt dæmi þeirrar miklu mótspyrnu sem rússneski innrásarherinn hefur mætt frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir rúmum mánuði síðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. 26. mars 2022 16:05 Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. 26. mars 2022 15:01 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira
Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. 26. mars 2022 16:05
Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. 26. mars 2022 15:01