Vaktin: Þjóðverjar skoði loftvarnakerfi vegna mögulegra árása Rússa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Viktor Örn Ásgeirsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. mars 2022 09:23 Scholz segir að hafa verði í huga að Rússar séu reiðubúnir að beita ofbeldi í þágu hagsmuna sinna. Michele Tantussi - Pool / Getty Þjóðverjar íhuga nú að fjárfesta í loftvarnakerfi, til að verjast mögulegum árásum Rússa á landið. Þetta segir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. „Þetta er eitt af því sem er til umræðu, og af ærinni ástæðu,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Shcolz. Þetta var svar hans við spurningu fréttamanns ARD við spurningu um hvort Þýskalandsstjórn væri að íhuga að koma upp samskonar loftvarnakerfi og Ísrael, sem hefur verið kallað „Járnhjúpurinn“ (e. Iron dome.) Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Linnulausar árásir Rússa hafa haldið áfram í nótt og í morgun en úkraínski herinn segist hafa varist sjö árásum í Donetsk og Luhansk í nótt. Rússar gerðu fjórar loftárásir á borgina Lvív, sem er aðeins sextíu kílómetra frá landamærum Póllands. Árásin er sú stærsta sem gerð hefur verið á borgina frá upphafi stríðs og voru skotmörk Rússa eldsneytisgeymslur og annað húsnæði úkraínska hersins. Úkraína hefur beðið Rauða krossinn um að opna ekki skrifstofu í Rostov-on-Don. Yfirvöld í Úkraínu segja að það myndi vera stuðningsyfirlýsing við Rússa. Borgarstjóri Chernihív segir að 44 særðir, þar af þrjú börn, séu föst í borginni og ekki sé hægt að veita þeim viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Rússar hafa lokað borgina algjörlega af og byrgðastaða er slæm. Þingkonan Lesia Vasylenko segir að íbúar Maríupól, sem er hvað verst farin eftir árásir Rússa, séu að svelta og þeir neyðist nú til að drekka vatn úr holræsum þar sem þeir hafi ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Vaktin er örlítið seinni á ferðinni í dag en fyrri daga vegna tæknilegra örðugleika í morgunsárið.
„Þetta er eitt af því sem er til umræðu, og af ærinni ástæðu,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Shcolz. Þetta var svar hans við spurningu fréttamanns ARD við spurningu um hvort Þýskalandsstjórn væri að íhuga að koma upp samskonar loftvarnakerfi og Ísrael, sem hefur verið kallað „Járnhjúpurinn“ (e. Iron dome.) Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Linnulausar árásir Rússa hafa haldið áfram í nótt og í morgun en úkraínski herinn segist hafa varist sjö árásum í Donetsk og Luhansk í nótt. Rússar gerðu fjórar loftárásir á borgina Lvív, sem er aðeins sextíu kílómetra frá landamærum Póllands. Árásin er sú stærsta sem gerð hefur verið á borgina frá upphafi stríðs og voru skotmörk Rússa eldsneytisgeymslur og annað húsnæði úkraínska hersins. Úkraína hefur beðið Rauða krossinn um að opna ekki skrifstofu í Rostov-on-Don. Yfirvöld í Úkraínu segja að það myndi vera stuðningsyfirlýsing við Rússa. Borgarstjóri Chernihív segir að 44 særðir, þar af þrjú börn, séu föst í borginni og ekki sé hægt að veita þeim viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Rússar hafa lokað borgina algjörlega af og byrgðastaða er slæm. Þingkonan Lesia Vasylenko segir að íbúar Maríupól, sem er hvað verst farin eftir árásir Rússa, séu að svelta og þeir neyðist nú til að drekka vatn úr holræsum þar sem þeir hafi ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Vaktin er örlítið seinni á ferðinni í dag en fyrri daga vegna tæknilegra örðugleika í morgunsárið.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira