Landspítali líklega af neyðarstigi en vandamálin áfram mörg Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 27. mars 2022 18:54 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Arnar Gert er ráð fyrir því að Landspítalinn verði færður af neyðarstigi í vikunni eftir að hafa verið þar í meira en mánuð. Forstjóri spítalans segir þó fleiri úrlausnarefni en kórónuveirufaraldurinn blasa við. „Sem betur fer er faraldurinn á niðurleið og innlögnum smitaðra hefur fækkað en þeir eru enn þá margir inni á spítalanum sem eru lausir úr einangrun og við getum ekki útskrifað,“ sagði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spítalinn var færður á af hættustigi á neyðarstig þann 25. febrúar síðastliðinn, vegna mikils álags sökum Covid-smitaðra sjúklinga, fjölda starfsmanna í einangrun og álags á heilbrigðiskerfið í heild sinni. Þá voru 51 sjúklingur á spítalanum með virka Covid-sýkingu. Samkvæmt tilkynningu spítalans frá því í morgun eru nú 55 inniliggjandi með Covid, þar af 51 með virkt smit. Fleiri álagsvaldar en faraldurinn Runólfur segir að þrátt fyrir að álag á spítalann vegna faraldursins hafi minnkað sé í mörg horn að líta þegar kemur að starfsemi spítalans. „Spítalinn er á hverjum tíma með fjölda einstaklinga sem bíða eftir öðru úrræði, það er nóg af því núna og okkur skortir legurými.“ Hann segir að gott væri ef hægt yrði að koma starfsemi spítalans endanlega í eðlilegan farveg. „Þetta er gömul saga og ný. Við fórum inn í heimsfaraldurinn með 100 prósent rúmanýtingu og heilbrigðisyfirvöld hafa komið okkur til aðstoðar með því að létta undir á þeim tíma sem erfiðast hefur verið. En það fer alltaf í sama farið og við verðum að vinna bug á því í eitt skipti fyrir öll,“ segir Runólfur. Þá hafi inflúensan einnig haft talsverð áhrif á álagið. „Það er þungur róður enn þá, einmitt vegna þess að inflúensan hefur látið á sér kræla allverulega. Það eru metdagar á bráðamóttöku barna, það er álag á bráðamóttökunni hér vegna inflúensu. Það er enn eitt viðbótarvandamálið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Sem betur fer er faraldurinn á niðurleið og innlögnum smitaðra hefur fækkað en þeir eru enn þá margir inni á spítalanum sem eru lausir úr einangrun og við getum ekki útskrifað,“ sagði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spítalinn var færður á af hættustigi á neyðarstig þann 25. febrúar síðastliðinn, vegna mikils álags sökum Covid-smitaðra sjúklinga, fjölda starfsmanna í einangrun og álags á heilbrigðiskerfið í heild sinni. Þá voru 51 sjúklingur á spítalanum með virka Covid-sýkingu. Samkvæmt tilkynningu spítalans frá því í morgun eru nú 55 inniliggjandi með Covid, þar af 51 með virkt smit. Fleiri álagsvaldar en faraldurinn Runólfur segir að þrátt fyrir að álag á spítalann vegna faraldursins hafi minnkað sé í mörg horn að líta þegar kemur að starfsemi spítalans. „Spítalinn er á hverjum tíma með fjölda einstaklinga sem bíða eftir öðru úrræði, það er nóg af því núna og okkur skortir legurými.“ Hann segir að gott væri ef hægt yrði að koma starfsemi spítalans endanlega í eðlilegan farveg. „Þetta er gömul saga og ný. Við fórum inn í heimsfaraldurinn með 100 prósent rúmanýtingu og heilbrigðisyfirvöld hafa komið okkur til aðstoðar með því að létta undir á þeim tíma sem erfiðast hefur verið. En það fer alltaf í sama farið og við verðum að vinna bug á því í eitt skipti fyrir öll,“ segir Runólfur. Þá hafi inflúensan einnig haft talsverð áhrif á álagið. „Það er þungur róður enn þá, einmitt vegna þess að inflúensan hefur látið á sér kræla allverulega. Það eru metdagar á bráðamóttöku barna, það er álag á bráðamóttökunni hér vegna inflúensu. Það er enn eitt viðbótarvandamálið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira