Draumur óléttrar Dagnýjar rættist Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2022 07:30 Dagný Brynjarsdóttir og Brynjar Atli sonur hennar voru eitt sólskinsbros þegar þau fengu óvænt að hittast fyrir leik í gær að frumkvæði forráðamanna West Ham. @westhamwomen/Getty Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins West Ham komu íslensku landsliðskonunni Dagnýju Brynjarsdóttur afar skemmtilega á óvart fyrir leikinn við Brighton í Lundúnum í gær. Áður en að leikmenn gengu inn á völlinn í gær kom óvæntur gestur að hitta Dagnýju og liðsfélaga hennar. Það var hinn þriggja ára gamli Brynjar Atli, sonur Dagnýjar, sem í tilefni af mæðradeginum í Bretlandi fékk að leiða mömmu sína inn á völlinn. We had a very special mascot for today's match to celebrate #MothersDay ❤️⚒ @dagnybrynjars pic.twitter.com/D3iaBk3ADK— West Ham United Women (@westhamwomen) March 27, 2022 Af myndum að dæma kom uppátæki West Ham-manna Dagnýju mjög skemmtilega á óvart og þrátt fyrir að vera vissulega svekkt eftir 2-0 tap í leiknum þakkaði hún félaginu fyrir ógleymanlega stund. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Miður mín yfir því að við skyldum ekki fá neitt út úr leiknum í dag. Þetta hefði verið fullkomið með sigri. Í dag fékk ég að ganga inn á völlinn, haldandi í hönd sonar míns í fyrsta sinn frá því að hann fæddist. Þetta var mjög sérstök stund fyrir mig, fyrir okkur bæði,“ skrifaði Dagný á Instagram eftir leik. „Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því að ég var ólétt. Þetta var draumur sem rættist. Takk fyrir þessa óvæntu stund West Ham Women. Ég hlakkaði svo mikið til að taka í fyrsta sinn mynd af mér með syni mínum eftir leik. Þakklát fyrir þetta ótrúlega félag, starfsfólkið og liðsfélagana,“ skrifaði Dagný og óskaði öllum „mögnuðu mömmunum þarna úti“ til hamingju með daginn. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Dagný er að vanda í íslenska landsliðshópnum sem kemur saman í byrjun næsta mánaðar vegna leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Tékkland í undankeppni HM. Fyrst á hún þó fyrir höndum leik með West Ham gegn Manchester City næsta laugardag. West Ham er í 7. sæti af tólf liðum ensku úrvalsdeildarinnar, nú stigi á eftir Brighton, en City er í 4. sæti. Fótbolti Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Áður en að leikmenn gengu inn á völlinn í gær kom óvæntur gestur að hitta Dagnýju og liðsfélaga hennar. Það var hinn þriggja ára gamli Brynjar Atli, sonur Dagnýjar, sem í tilefni af mæðradeginum í Bretlandi fékk að leiða mömmu sína inn á völlinn. We had a very special mascot for today's match to celebrate #MothersDay ❤️⚒ @dagnybrynjars pic.twitter.com/D3iaBk3ADK— West Ham United Women (@westhamwomen) March 27, 2022 Af myndum að dæma kom uppátæki West Ham-manna Dagnýju mjög skemmtilega á óvart og þrátt fyrir að vera vissulega svekkt eftir 2-0 tap í leiknum þakkaði hún félaginu fyrir ógleymanlega stund. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Miður mín yfir því að við skyldum ekki fá neitt út úr leiknum í dag. Þetta hefði verið fullkomið með sigri. Í dag fékk ég að ganga inn á völlinn, haldandi í hönd sonar míns í fyrsta sinn frá því að hann fæddist. Þetta var mjög sérstök stund fyrir mig, fyrir okkur bæði,“ skrifaði Dagný á Instagram eftir leik. „Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því að ég var ólétt. Þetta var draumur sem rættist. Takk fyrir þessa óvæntu stund West Ham Women. Ég hlakkaði svo mikið til að taka í fyrsta sinn mynd af mér með syni mínum eftir leik. Þakklát fyrir þetta ótrúlega félag, starfsfólkið og liðsfélagana,“ skrifaði Dagný og óskaði öllum „mögnuðu mömmunum þarna úti“ til hamingju með daginn. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Dagný er að vanda í íslenska landsliðshópnum sem kemur saman í byrjun næsta mánaðar vegna leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Tékkland í undankeppni HM. Fyrst á hún þó fyrir höndum leik með West Ham gegn Manchester City næsta laugardag. West Ham er í 7. sæti af tólf liðum ensku úrvalsdeildarinnar, nú stigi á eftir Brighton, en City er í 4. sæti.
Fótbolti Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira