Veður

Dá­lítil slydda eða rigning sunnan­til en þurrt annars staðar

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu núll til fimm stig.
Hiti verður á bilinu núll til fimm stig. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir austanátt í dag, víða kalda eða stinningskalda en hægara um landið norðaustanvert. Reikna má með dálítilli slyddu eða rigningu öðru hverju á Suður- og Suðvesturlandi og verður hiti á bilinu núll til fimm stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði áfram austlæg átt á morgun og létti til, en lítilsháttar él austanlands. Hiti breytist lítið, þó verði aðeins hlýrra í sólinni yfir hádaginn.

Á miðvikudag er útlit fyrir hægan vind, bjart veður og fremur kalt.

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Austan 3-8 m/s, en 8-15 syðst. Dálítil él A-lands, annars bjartviðri. Frost 0 til 6 stig, en víða frostlaust SV-til að deginum.

Á miðvikudag: Hæg breytileg átt, en austan kaldi syðst. Bjart með köflum, hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað og sums staðar dálítil él. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum.

Á föstudag: Sunnanátt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt að kalla N- og A-lands. Hiti 2 til 7 stig.

Á laugardag: Snýst líklega í norðanátt með éljum og kólnandi veðri.

Á sunnudag: Breytileg átt, dálítil úrkoma í flestum landshlutum og svalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×