Er sanngjarnt að þingmenn og ráðherrar slái sig til riddara á kostnað sveitarfélaga? Tómas Ellert Tómasson skrifar 28. mars 2022 12:00 Þann 11. júní 2021 samþykkti Alþingi lagasetningu á grunni fjögurra frumvarpa þáverandi félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna og að auki þingsályktun um Barnvænt Ísland. Lagasetningarnar eru eftirfarandi: Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Lög um Barna- og fjölskyldustofu Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Breytingar á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Víðtæk sátt er um þá stefnu sem mörkuð er með ofangreindum samþykktum Alþingis, bæði í þjóðfélaginu og einnig meðal starfsfólks sem starfar við félagsþjónustu og barnavernd. Fyrir þetta hafa ráðherrar og þingmenn sem hlut eiga að málum hlotið mikið lof. Á kostnað hverra skyldi það nú vera? Hver á að borga? Ríkissjóður ætlar 1.100mkr í verkefnin á ári í þrjú ár. Vissulega er umfang verkefnisins óþekkt en flestir sem starfa að þessum málefnum sjá að þetta er allt of lítið fjármagn. Sveitarfélögin, sem nú þegar hafa ekki næga tekjustofna til að sinna öllum þeim velferðarverkefnum sem Alþingi telur sjálfsögð, eiga að kosta afganginn og er gert skylt að nota smáforrit sem á eftir að þróa og smíða, að öðrum kosti fást ekki greiðslur vegna kostnaðarins við innleiðingu og rekstur verkefnisins. Um fjármögnun þjónustunnar frá ríkissjóði segir: „Vegna óvissu sem er um kostnað vegna frumvarpsins og ávinning þess til skemmri tíma er lagt til að ráðstöfun fjármuna í Jöfnunarsjóð verði bundin við innleiðingartímabilið en að því loknu fari fram endurmat verkefnisins með tilliti til fjárþarfa sveitarfélaga. Til að styðja við það er gert ráð fyrir að samhliða innleiðingu frumvarpsins verði settir skýrir árangursmælikvarðar og gert reglulegt árangursmat með endurmati á fjármagnsþörf í lok innleiðingartímabilsins árið 2024. Árlegur kostnaður við þjónustuna verði skráður með samræmdum hætti og verkefnið gert árlega upp“. Hvað svo? Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir: „Lögð verður áhersla á uppbyggingu sjálfbærra og öflugra sveitarfélaga sem hafa burði til að standa undir þeirri þjónustu sem íbúar hafa rétt á“. Nú eru að renna tvær grímur á sveitarstjórnarfólk vegna innleiðingar nýju laganna. Ljóst er að umfang og kostnaður við innleiðingu þeirra er mun meiri en ríkisvaldið lagði upp með. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að það gerist, að nægt fé fylgi ekki verkefnum sem ríkið ætlar sveitarfélögunum að sinna. Og verkefnið sem barnamálaráðherra ætlar sveitarfélögunum að sinna hefur nú þegar kostað sveitarfélögin umtalsverða fjármuni án þess að fé fylgi. Svf. Árborg er sem dæmi ætlaðar 30mkr úr þessum 1.100mkr potti á þessu ári. Greiðslur hafa enn ekki borist og sveitarfélagið hefur nú þegar kostað mun meira til við verkefnið. Svf. Árborg er ekkert einsdæmi. Innleiðing laganna hefur sýnt sig strax í upphafi að vera flókið verkefni að leysa og starfsmenn sveitarfélaganna hringinn í kringum landið, allt of margir dýrir sérfræðingar og launaðir ráðgjafar landshluta hafa verið að klóra sér í kollinum yfir því hvernig beri að leysa verkefnið og koma til framkvæmdar. Það er fyrirséð að þetta verkefni, eins fallegt og nauðsynlegt það nú er fyrir farsæld barnanna okkar, er langt frá því að vera full fjármagnað sem þýðir að allur umframkostnaðurinn af verkefninu og innleiðingu þess lendir á sveitarfélögunum. Það er ósanngjarnt og er óheiðarleg nálgun á annars fallegu verkefni þar sem okkar viðkvæmustu þjóðfélagsþegnar, börnin, eiga í hlut. Ef orðum eiga ekki að fylgja efndir í þessum málum þá er það beinlínis ljótur leikur að slá sig pólitískt til riddara með slíkri lagasetningu. Lagasetningu sem mun valda sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti. Tómas Ellert Tómasson M-lista, formaður bæjarráðs í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Réttindi barna Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Þann 11. júní 2021 samþykkti Alþingi lagasetningu á grunni fjögurra frumvarpa þáverandi félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna og að auki þingsályktun um Barnvænt Ísland. Lagasetningarnar eru eftirfarandi: Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Lög um Barna- og fjölskyldustofu Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Breytingar á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Víðtæk sátt er um þá stefnu sem mörkuð er með ofangreindum samþykktum Alþingis, bæði í þjóðfélaginu og einnig meðal starfsfólks sem starfar við félagsþjónustu og barnavernd. Fyrir þetta hafa ráðherrar og þingmenn sem hlut eiga að málum hlotið mikið lof. Á kostnað hverra skyldi það nú vera? Hver á að borga? Ríkissjóður ætlar 1.100mkr í verkefnin á ári í þrjú ár. Vissulega er umfang verkefnisins óþekkt en flestir sem starfa að þessum málefnum sjá að þetta er allt of lítið fjármagn. Sveitarfélögin, sem nú þegar hafa ekki næga tekjustofna til að sinna öllum þeim velferðarverkefnum sem Alþingi telur sjálfsögð, eiga að kosta afganginn og er gert skylt að nota smáforrit sem á eftir að þróa og smíða, að öðrum kosti fást ekki greiðslur vegna kostnaðarins við innleiðingu og rekstur verkefnisins. Um fjármögnun þjónustunnar frá ríkissjóði segir: „Vegna óvissu sem er um kostnað vegna frumvarpsins og ávinning þess til skemmri tíma er lagt til að ráðstöfun fjármuna í Jöfnunarsjóð verði bundin við innleiðingartímabilið en að því loknu fari fram endurmat verkefnisins með tilliti til fjárþarfa sveitarfélaga. Til að styðja við það er gert ráð fyrir að samhliða innleiðingu frumvarpsins verði settir skýrir árangursmælikvarðar og gert reglulegt árangursmat með endurmati á fjármagnsþörf í lok innleiðingartímabilsins árið 2024. Árlegur kostnaður við þjónustuna verði skráður með samræmdum hætti og verkefnið gert árlega upp“. Hvað svo? Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir: „Lögð verður áhersla á uppbyggingu sjálfbærra og öflugra sveitarfélaga sem hafa burði til að standa undir þeirri þjónustu sem íbúar hafa rétt á“. Nú eru að renna tvær grímur á sveitarstjórnarfólk vegna innleiðingar nýju laganna. Ljóst er að umfang og kostnaður við innleiðingu þeirra er mun meiri en ríkisvaldið lagði upp með. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að það gerist, að nægt fé fylgi ekki verkefnum sem ríkið ætlar sveitarfélögunum að sinna. Og verkefnið sem barnamálaráðherra ætlar sveitarfélögunum að sinna hefur nú þegar kostað sveitarfélögin umtalsverða fjármuni án þess að fé fylgi. Svf. Árborg er sem dæmi ætlaðar 30mkr úr þessum 1.100mkr potti á þessu ári. Greiðslur hafa enn ekki borist og sveitarfélagið hefur nú þegar kostað mun meira til við verkefnið. Svf. Árborg er ekkert einsdæmi. Innleiðing laganna hefur sýnt sig strax í upphafi að vera flókið verkefni að leysa og starfsmenn sveitarfélaganna hringinn í kringum landið, allt of margir dýrir sérfræðingar og launaðir ráðgjafar landshluta hafa verið að klóra sér í kollinum yfir því hvernig beri að leysa verkefnið og koma til framkvæmdar. Það er fyrirséð að þetta verkefni, eins fallegt og nauðsynlegt það nú er fyrir farsæld barnanna okkar, er langt frá því að vera full fjármagnað sem þýðir að allur umframkostnaðurinn af verkefninu og innleiðingu þess lendir á sveitarfélögunum. Það er ósanngjarnt og er óheiðarleg nálgun á annars fallegu verkefni þar sem okkar viðkvæmustu þjóðfélagsþegnar, börnin, eiga í hlut. Ef orðum eiga ekki að fylgja efndir í þessum málum þá er það beinlínis ljótur leikur að slá sig pólitískt til riddara með slíkri lagasetningu. Lagasetningu sem mun valda sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti. Tómas Ellert Tómasson M-lista, formaður bæjarráðs í Svf. Árborg.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun