Heilsugæslan hættir að bjóða upp á hraðpróf Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. mars 2022 15:05 Fyrir mánuði var ákveðið að hætta nær alfarið að notast við PCR-próf en nú er breyting á. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að gera breytingar á sýnatökum vegna Covid-19 hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en frá og með föstudeginum 1. apríl verður einungis boðið upp á PCR-sýnatökur á Suðurlandsbraut. Með breytingunni verður aðeins hægt að fara í hraðpróf hjá einkaaðilum gegn gjaldi. Dregið var verulega úr notkun PCR-prófa fyrir rúmum mánuði vegna mikils álags við greiningu og voru þá hraðgreiningarpróf notuð í auknum mæli. Fólk sem greindist með Covid þurfti ekki að fá niðurstöðu úr hraðprófi staðfesta með PCR-prófi. Undanfarinn mánuð hefur notkun á PCR-prófum verið bundin við ábendingar lækna og þá sem eru með alvarleg einkenni eða alvarlega undirliggjandi sjúkdóma. Nú hefur dregið verulega úr fjölda þeirra sem greinast daglega með Covid og ætti álagið þar af leiðandi að vera minna við greiningu. Þeir sem þurfa að fara í PCR-sýnatöku vegna ferðalaga geta bókað sýnatöku á vegnum travel.covid.is en sýnatakan og vottorðið kosta sjö þúsund krónur. Þeir sem eru með einkenni Covid-19 geta áfram bókað PCR-sýnatöku í gegnum Heilsuveru og ekki þarf að greiða fyrir þá þjónustu. Að því er kemur fram á vef Heilsugæslunnar verður áfram hægt að bóka hraðpróf vegna ferðalaga hjá einkaaðilum en reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á Covid-19, sem gerði einkafyrirtækjum kleift að bjóða upp á endurgjaldslaus hraðpróf, rennur út um mánaðarmótin. Gert er ráð fyrir að einkaaðilar haldi áfram að bjóða upp á sýnatöku en að notendur verði rukkaðir fyrir þá þjónustu líkt og fyrir 16. september 2021 þegar reglugerðin tók fyrst gildi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Landspítali ekki lengur á neyðarstigi Landspítali hefur verið færður af neyðarstigi og er kominn á hættustig frá á með hádegi í dag. 28. mars 2022 12:33 Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna. 22. mars 2022 14:19 Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Dregið var verulega úr notkun PCR-prófa fyrir rúmum mánuði vegna mikils álags við greiningu og voru þá hraðgreiningarpróf notuð í auknum mæli. Fólk sem greindist með Covid þurfti ekki að fá niðurstöðu úr hraðprófi staðfesta með PCR-prófi. Undanfarinn mánuð hefur notkun á PCR-prófum verið bundin við ábendingar lækna og þá sem eru með alvarleg einkenni eða alvarlega undirliggjandi sjúkdóma. Nú hefur dregið verulega úr fjölda þeirra sem greinast daglega með Covid og ætti álagið þar af leiðandi að vera minna við greiningu. Þeir sem þurfa að fara í PCR-sýnatöku vegna ferðalaga geta bókað sýnatöku á vegnum travel.covid.is en sýnatakan og vottorðið kosta sjö þúsund krónur. Þeir sem eru með einkenni Covid-19 geta áfram bókað PCR-sýnatöku í gegnum Heilsuveru og ekki þarf að greiða fyrir þá þjónustu. Að því er kemur fram á vef Heilsugæslunnar verður áfram hægt að bóka hraðpróf vegna ferðalaga hjá einkaaðilum en reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á Covid-19, sem gerði einkafyrirtækjum kleift að bjóða upp á endurgjaldslaus hraðpróf, rennur út um mánaðarmótin. Gert er ráð fyrir að einkaaðilar haldi áfram að bjóða upp á sýnatöku en að notendur verði rukkaðir fyrir þá þjónustu líkt og fyrir 16. september 2021 þegar reglugerðin tók fyrst gildi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Landspítali ekki lengur á neyðarstigi Landspítali hefur verið færður af neyðarstigi og er kominn á hættustig frá á með hádegi í dag. 28. mars 2022 12:33 Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna. 22. mars 2022 14:19 Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Landspítali ekki lengur á neyðarstigi Landspítali hefur verið færður af neyðarstigi og er kominn á hættustig frá á með hádegi í dag. 28. mars 2022 12:33
Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna. 22. mars 2022 14:19
Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05