Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Við verðum einnig í beinni frá Alþingi með formanni Miðflokksins sem hefur áhyggjur af áhrifum stríðsins á matvælaöryggi hér á landi.
Einnig verður rætt við ríkislögreglustjóra um nýja skýrslu um heimilisofbeldi en samkvæmt henni hefur tilkynningum um það fjölgað um þriðjung á sjö árum. Þá verður farið yfir eftirmála Íslandsbankaútboðsins og rýnt í umtalaða Óskarsverðlaunahátíð.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.