Rætt verður við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra sem kynnti áætlunina en einnig fáum við viðbrögð frá stjórnarandstöðunni vegna málsins.
Þá verður staðan tekin á friðarviðræðum Úkraínumanna og Rússa en viðræðunum var fram haldið í Tyrklandi í morgun.
Einnig verður salan á hlutum ríkisins í Íslandsbanka til umræðu og þá heyrum við í óánægðu starfsfólki Veðurstofunnar sem er ekki sátt við fyrirhugaðar niðurskurðaraðgerðir stofnunarinnar.