Ríkisstjórnin veðjar á aukinn hagvöxt til að lækka skuldir og auka kaupmátt Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2022 19:20 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var mjög bjartsýnn á efnahagshorfurnar þegar hann kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í morgun. Spár um aukinn bata gerðu ráð fyrir tugum milljarða hærri tekna ríkissjóðs vegna þess hvað atvinnulífið hefði tekið vel við sér. Vísir/Vilhelm Aukinn hagvöxtur, minni framlög til örvunaraðgerða vegna covid og góð niðurstaða í kjarasamningum munu tryggja aukinn kaupmátt á næstu árum að mati fjármálaráðherra sem kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í dag. Bjartara sé framundan en áður hafi verið talið. Halli ríkissjóðs jókst mjög mikið á síðustu tveimur árum vegna aðgerða upp á hundruð milljarða sem stjórnvöld gripu til vegna covid. Fjármálaráðherra segir að þannig hafi verið búið til skjól fyrir bæði fólk og fyrirtæki. „Það finnst mér hafa tekist mjög vel. Við höfum náð að verja hag heimilanna. Fyrirtækin eru farin að ráða til sín fólk og við sjáum núna að það er hagvöxtur í kortunum. Þetta hefur mjög mikil og jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs sem fer smám saman batnandi,“ segir Bjarni Kaupmáttur muni halda áfram að aukast á gildistíma fjármálaáætlunarinnar á næstu fimm árum ef takist að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Það sé hægt með því að hætta örvunaraðgerðum þar sem þeirra væri ekki lengur þörf og góð niðurstaða fáist við gerð nýrra samninga á vinnumarkaði. Fjármálaráðherra segir að ef þetta allt takist væri hægt að horfa bjartsýnum augum til framtíðar. Fjármálaráðherra segir kaupmátt geta aukist á næstu fimm árum með aga í ríkisfjármálum til lækkunar skulda og kjarasamningum sem taki mið af stöðunni í efnahagsmálum.Vísir/Vilhelm Hvaða launahækkanir er þá verið að miða við? „Það er verið að gera ráð fyrir því að á vinnumarkaði verði samið um breytingar á kjörum sem miða að því að laun hækki svona rétt rúmlega um það sem verðbólgan verður,“ segir fjármálaráðherra. Gert sé ráð fyrir að hún fari lækkandi. Þótt verðbólga mælist nú 6,7 prósent og hafi ekki verið meiri frá árinu 2010, gerir áætlunin ráð fyrir að hún verði 5,9 prósent á þessu ári og nálgist síðan 2,5 prósenta markmið Seðlabankans árið 2024. Svigrúm skapist til að setja aukið fjármagn eins og 25 milljarða í stuðning við rannsóknir og nýsköpun, 22 milljarða í bygging nýs Landspítala og tækjakaup sem tengist honum og 3,2 milljarða á næstu fimm árum til geðheilbrigðismála. Þá fari 430 milljónir varanlega í nýtt og sanngjarnara örorkukerfi. Vinna síðast liðinna sex ára ætti að nýtast til að semja um sanngjarnara kerfi. Bjarni boðar einnig að sett verði upp nýtt tekjukerfi fyrir bifreiðaflotann til að fjármagna vegakerfið. Á undanförnum árum hafi tekjur af vörugjaldi, eldsneytisgjöldum og bifreiðagjaldi dregist mjög saman vegna fjölgunar rafdrifinna bíla. „Það er orðið tímabært núna eftir að við höfum veitt um það bil 25 milljarða stuðning á undanförnum árum í orkuskiptin að kynna til sögunnar nýtt kerfi fyrir gjaldtöku af ökutækjum og umferð á Íslandi,“ segir Bjarni Benediktsson. Þar vilji stjórnvöld vera leiðandi í tæknilegum útfærslum og til dæmis skoða hvort hægt væri að innheimta gjöld af umferðinni eftir eknum kílómetrum hvers og eins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49 Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. 29. mars 2022 12:26 Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti. 29. mars 2022 11:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Halli ríkissjóðs jókst mjög mikið á síðustu tveimur árum vegna aðgerða upp á hundruð milljarða sem stjórnvöld gripu til vegna covid. Fjármálaráðherra segir að þannig hafi verið búið til skjól fyrir bæði fólk og fyrirtæki. „Það finnst mér hafa tekist mjög vel. Við höfum náð að verja hag heimilanna. Fyrirtækin eru farin að ráða til sín fólk og við sjáum núna að það er hagvöxtur í kortunum. Þetta hefur mjög mikil og jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs sem fer smám saman batnandi,“ segir Bjarni Kaupmáttur muni halda áfram að aukast á gildistíma fjármálaáætlunarinnar á næstu fimm árum ef takist að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Það sé hægt með því að hætta örvunaraðgerðum þar sem þeirra væri ekki lengur þörf og góð niðurstaða fáist við gerð nýrra samninga á vinnumarkaði. Fjármálaráðherra segir að ef þetta allt takist væri hægt að horfa bjartsýnum augum til framtíðar. Fjármálaráðherra segir kaupmátt geta aukist á næstu fimm árum með aga í ríkisfjármálum til lækkunar skulda og kjarasamningum sem taki mið af stöðunni í efnahagsmálum.Vísir/Vilhelm Hvaða launahækkanir er þá verið að miða við? „Það er verið að gera ráð fyrir því að á vinnumarkaði verði samið um breytingar á kjörum sem miða að því að laun hækki svona rétt rúmlega um það sem verðbólgan verður,“ segir fjármálaráðherra. Gert sé ráð fyrir að hún fari lækkandi. Þótt verðbólga mælist nú 6,7 prósent og hafi ekki verið meiri frá árinu 2010, gerir áætlunin ráð fyrir að hún verði 5,9 prósent á þessu ári og nálgist síðan 2,5 prósenta markmið Seðlabankans árið 2024. Svigrúm skapist til að setja aukið fjármagn eins og 25 milljarða í stuðning við rannsóknir og nýsköpun, 22 milljarða í bygging nýs Landspítala og tækjakaup sem tengist honum og 3,2 milljarða á næstu fimm árum til geðheilbrigðismála. Þá fari 430 milljónir varanlega í nýtt og sanngjarnara örorkukerfi. Vinna síðast liðinna sex ára ætti að nýtast til að semja um sanngjarnara kerfi. Bjarni boðar einnig að sett verði upp nýtt tekjukerfi fyrir bifreiðaflotann til að fjármagna vegakerfið. Á undanförnum árum hafi tekjur af vörugjaldi, eldsneytisgjöldum og bifreiðagjaldi dregist mjög saman vegna fjölgunar rafdrifinna bíla. „Það er orðið tímabært núna eftir að við höfum veitt um það bil 25 milljarða stuðning á undanförnum árum í orkuskiptin að kynna til sögunnar nýtt kerfi fyrir gjaldtöku af ökutækjum og umferð á Íslandi,“ segir Bjarni Benediktsson. Þar vilji stjórnvöld vera leiðandi í tæknilegum útfærslum og til dæmis skoða hvort hægt væri að innheimta gjöld af umferðinni eftir eknum kílómetrum hvers og eins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49 Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. 29. mars 2022 12:26 Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti. 29. mars 2022 11:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49
Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. 29. mars 2022 12:26
Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti. 29. mars 2022 11:33