Fyrstu raunhæfu skrefin stigin í átt til friðar í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2022 20:01 Vladimir Medinsky aðstoðarmaður Purtins og Davyd Arakhamia leiðtogi flokks Zelenskyys fyrir friðarfund ríkjanna í Tyrklandi í morgun. AP/úkraínska utanríkisráðuneytið Nokkur árangur virðist hafa náðst í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi í dag sem gæti leitt til beinna viðræðna á milli forseta landanna. Sjö óbreyttir borgarar féllu í árás á stjórnarbyggingu í Mykolaiv í dag og fjöldi manns særðist. Samningamenn þjóðanna komu saman augliti til auglits í fyrsta skipti í um þrjár vikur í Tyrklandi í dag. Ráðgjafi Zelenskyys Úkraínuforseta segir að Rússum hafi verið afhentar tilögur um hvernig enda megi stríðið meðal annars með yfrlýsingu um hlutleysi Úkraínu og að landið gangi ekki í NATO. Nú væri það Rússa að koma með andsvar við tillögunum. Mykhailo Podolyak ráðgjafi Zelenskyys forseta Úkraínu tók þátt í viðræðunum í dag. Hann segir tillögur Úkraínumanna skapa grundöll fyrir fundi forsetans með Putin Rússlandsforseta. Mykhailo Podolyak ráðgjafi forseta Úkraínu (fyrir miðri mynd) segir tíu punkta friðartillögur Úkraínumanna skapa grundvöll til leiðtogafundar milli Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu og Vladimirs Putin forseta Rússlands.AP/Emrah Gure „Aðeins verður hægt að undirrita yfirlýsingu um tryggt öryggi eftir að vopnahlé kemst á og allar hersveitir Rússa hopa til þeirra svæða sem þeir voru á fyrir 23. febrúar 2022," sagði Podolyak eftir fundinn. Þá muni fara fram þjóðaratkæðagreiðsla um alla samninga landanna. Úkraínumenn bjóða einnig að málefni innlimunar Rússa á Krímskaga og Sevastopol verði sett á salt í 15 ár til tvíhliða viðræðna við Rússa. Á fundinum sögðust Rússar ætla að draga úr árásum sínum á Kænugarð og aðrar borgir í norðurhluta Úkraínu og einbeita sér að Donbashéraði í austurhluta landsins. Þeir gerðu þó sprengjuárás á stjórnarbyggingu í borginni Mykolaiv í suðurhluta landsins í dag. Dimitri Pletienchuk upplýsingafultrúi héraðsstjórnarinnar segir að enn sé verið að leita að fólki í rústunum. „Sjö féllu og 22 særðust í árásinni. Hinir særðu voru sendir á sjúkrahús þar sem gert var að sárum þeirra," segir upplýsingafulltrúinn. Þá muni fara fram þjóðaratkæðagreiðsla um alla samninga landanna. Úkraínumenn bjóða einnig að málefni innlimunar Rússa á Krímskaga og Sevastopol verði sett á salt í 15 ár til tvíhliða viðræðna við Rússa. „Þá höfum við rætt að á þessum fimmtán árum þegar viðræður um framtíð Krím fara fram, verði engar hernaðaraðgerðir í gangi í landinu," segir Podolyak. Úkraínskir hermenn standa fyrir framan höfuðstöðvar héraðsstjórnarinnar í borginni Mykolaiv sem Rússar sprengdu í morgun.AP/Petros Giannakouris Í friðartillögu Úkraínumanna er gert ráð fyrir að hópur annarra þjóða verði ábyrgðaraðilar friðarsamnings þannig að ef til átaka komi geti þessar þjóðir útvegað Úkraínu vopn. Engar heræfingar fari fram án samþykkis þessara þjóða. Þessi ákvæði nái þó ekki til Krím, Sevastopol og Donbas. Evrópuríki í hópnum mæli með aðild Úkraínu að Evrópusambandinu. Annar fundur hefur verið boðaður í Tyrklandi á morgun. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Úkraínumenn vilja fresta ákvörðun um Krímskaga um 15 ár Eitthvað virðist hafa þokast áfram í viðræðum Úkraínumanna og Rússa sem fram fóru í Tyrklandi í morgun en Rússar hafa meðal annars ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og tengja það við viðræðurnar. 29. mars 2022 13:14 Rússar sagðir reiðubúnir til að slaka á kröfum Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa slakað á kröfum til Úkraínu í aðdraganda frekari vopnahlésviðræðna á morgun. Rússar eru sagðir ekki vera mótfallnir því að Úkraína gangi í ESB svo lengi sem ríkið fái ekki aðild að NATO. 28. mars 2022 23:17 Vaktin: Úkraínski herinn sækir á Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 17:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Samningamenn þjóðanna komu saman augliti til auglits í fyrsta skipti í um þrjár vikur í Tyrklandi í dag. Ráðgjafi Zelenskyys Úkraínuforseta segir að Rússum hafi verið afhentar tilögur um hvernig enda megi stríðið meðal annars með yfrlýsingu um hlutleysi Úkraínu og að landið gangi ekki í NATO. Nú væri það Rússa að koma með andsvar við tillögunum. Mykhailo Podolyak ráðgjafi Zelenskyys forseta Úkraínu tók þátt í viðræðunum í dag. Hann segir tillögur Úkraínumanna skapa grundöll fyrir fundi forsetans með Putin Rússlandsforseta. Mykhailo Podolyak ráðgjafi forseta Úkraínu (fyrir miðri mynd) segir tíu punkta friðartillögur Úkraínumanna skapa grundvöll til leiðtogafundar milli Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu og Vladimirs Putin forseta Rússlands.AP/Emrah Gure „Aðeins verður hægt að undirrita yfirlýsingu um tryggt öryggi eftir að vopnahlé kemst á og allar hersveitir Rússa hopa til þeirra svæða sem þeir voru á fyrir 23. febrúar 2022," sagði Podolyak eftir fundinn. Þá muni fara fram þjóðaratkæðagreiðsla um alla samninga landanna. Úkraínumenn bjóða einnig að málefni innlimunar Rússa á Krímskaga og Sevastopol verði sett á salt í 15 ár til tvíhliða viðræðna við Rússa. Á fundinum sögðust Rússar ætla að draga úr árásum sínum á Kænugarð og aðrar borgir í norðurhluta Úkraínu og einbeita sér að Donbashéraði í austurhluta landsins. Þeir gerðu þó sprengjuárás á stjórnarbyggingu í borginni Mykolaiv í suðurhluta landsins í dag. Dimitri Pletienchuk upplýsingafultrúi héraðsstjórnarinnar segir að enn sé verið að leita að fólki í rústunum. „Sjö féllu og 22 særðust í árásinni. Hinir særðu voru sendir á sjúkrahús þar sem gert var að sárum þeirra," segir upplýsingafulltrúinn. Þá muni fara fram þjóðaratkæðagreiðsla um alla samninga landanna. Úkraínumenn bjóða einnig að málefni innlimunar Rússa á Krímskaga og Sevastopol verði sett á salt í 15 ár til tvíhliða viðræðna við Rússa. „Þá höfum við rætt að á þessum fimmtán árum þegar viðræður um framtíð Krím fara fram, verði engar hernaðaraðgerðir í gangi í landinu," segir Podolyak. Úkraínskir hermenn standa fyrir framan höfuðstöðvar héraðsstjórnarinnar í borginni Mykolaiv sem Rússar sprengdu í morgun.AP/Petros Giannakouris Í friðartillögu Úkraínumanna er gert ráð fyrir að hópur annarra þjóða verði ábyrgðaraðilar friðarsamnings þannig að ef til átaka komi geti þessar þjóðir útvegað Úkraínu vopn. Engar heræfingar fari fram án samþykkis þessara þjóða. Þessi ákvæði nái þó ekki til Krím, Sevastopol og Donbas. Evrópuríki í hópnum mæli með aðild Úkraínu að Evrópusambandinu. Annar fundur hefur verið boðaður í Tyrklandi á morgun.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Úkraínumenn vilja fresta ákvörðun um Krímskaga um 15 ár Eitthvað virðist hafa þokast áfram í viðræðum Úkraínumanna og Rússa sem fram fóru í Tyrklandi í morgun en Rússar hafa meðal annars ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og tengja það við viðræðurnar. 29. mars 2022 13:14 Rússar sagðir reiðubúnir til að slaka á kröfum Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa slakað á kröfum til Úkraínu í aðdraganda frekari vopnahlésviðræðna á morgun. Rússar eru sagðir ekki vera mótfallnir því að Úkraína gangi í ESB svo lengi sem ríkið fái ekki aðild að NATO. 28. mars 2022 23:17 Vaktin: Úkraínski herinn sækir á Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 17:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Úkraínumenn vilja fresta ákvörðun um Krímskaga um 15 ár Eitthvað virðist hafa þokast áfram í viðræðum Úkraínumanna og Rússa sem fram fóru í Tyrklandi í morgun en Rússar hafa meðal annars ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og tengja það við viðræðurnar. 29. mars 2022 13:14
Rússar sagðir reiðubúnir til að slaka á kröfum Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa slakað á kröfum til Úkraínu í aðdraganda frekari vopnahlésviðræðna á morgun. Rússar eru sagðir ekki vera mótfallnir því að Úkraína gangi í ESB svo lengi sem ríkið fái ekki aðild að NATO. 28. mars 2022 23:17
Vaktin: Úkraínski herinn sækir á Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 17:00