Bandaríkin vara við að lesa of mikið í tilfæringar rússnesks herliðs frá Kiev Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2022 23:31 Frá Mikolaiv í Úkraínu, þar sem loftárásir hafa verið gerðar að undanförnu. AP Photo/Petros Giannakouris Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í stjórn hans segja of snemmt að leggja mat á fullyrðingar rússneskra yfirvalda um að verið sé að draga rússneska hermenn frá Kiev, höfuðborg Úkraínu. Rússar hafa gefið til kynna að þeir muni draga til baka herlið í nágrenni höfuðborgarinnar. Biden sagðist á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í dag ekki lesa of mikið í slíkar fullyrðingar enn sem komið er. „Við þurfum að sjá til. Ég mun ekki lesa of mikið í þetta fyrr en við sjáum aðgerðir af þeirra hálfu. Við sjáum til hvort að þeir muni láta þetta verða að veruleika,“ sagði Biden. Embættismenn fullir efasemda Breska varnarmálaráðuneytið telur að ef rússneski herinn sé að draga sig frá Kiev sé það frekar merki um að yfirmenn hersins meti það sem svo að Rússum muni ekki takast að umkringja borgina. Frá Maríupol.AP Photo/Alexei Alexandrov Í frétt CNN kemur fram að bandarískir embættismenn treysti ekki fullyrðingum Rússa, þrátt fyrir að gögn bendi til þess að einhver hreyfing sé á rússneskum hermönnum í átt frá Kiev. „Við höfum enga ástæðu til þess að ætla að Rússar hafi breytt áætlunum sínum,“ sagði, Kate Bedingfield, samskiptastjóri Hvíta hússins við blaðamenn í dag. „Við teljum að þeir séu að koma sér fyrir á nýjum stað, fremur en að draga sig í hlé,“ sagði John Kirby, blaðafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Kom fram í máli hans að ráðuneytið teldi að aðeins lítill hluti rússnesks herliðs í grennd við Kiev hafi verið færður. Vara við of mikilli bjartsýni vegna jákvæðra frétta af viðræðum Greint var frá því í dag að nokkur árangur virðist hafa náðst í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi í dag sem gæti leitt til beinna viðræðna á milli forseta landanna. Samningamenn þjóðanna komu saman augliti til auglitis í fyrsta skipti í um þrjár vikur í Tyrklandi í dag. Ráðgjafi Selenskí Úkraínuforseta segir að Rússum hafi verið afhentar tilögur um hvernig enda megi stríðið meðal annars með yfrlýsingu um hlutleysi Úkraínu og að landið gangi ekki í NATO. Nú væri það Rússa að koma með andsvar við tillögunum. Mykhailo Podolyak ráðgjafi Selenskí forseta Úkraínu tók þátt í viðræðunum í dag. Hann segir tillögur Úkraínumanna skapa grundvöll fyrir fundi forsetans með Pútín Rússlandsforseta. Í frétt CNN kemur fram að bandarískir embættismenn vari við því að fréttir af gangi viðræðanna vekji of mikla bjartsýni, efasemdir séu uppi um að Pútín taki þátt í viðræðunum af heilum hug. Athygli vekur einnig að bandarískir embættismenn séu ekki vissir um hvert lokamarkmið Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, sé með viðræðunum. Bandaríkin Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira
Rússar hafa gefið til kynna að þeir muni draga til baka herlið í nágrenni höfuðborgarinnar. Biden sagðist á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í dag ekki lesa of mikið í slíkar fullyrðingar enn sem komið er. „Við þurfum að sjá til. Ég mun ekki lesa of mikið í þetta fyrr en við sjáum aðgerðir af þeirra hálfu. Við sjáum til hvort að þeir muni láta þetta verða að veruleika,“ sagði Biden. Embættismenn fullir efasemda Breska varnarmálaráðuneytið telur að ef rússneski herinn sé að draga sig frá Kiev sé það frekar merki um að yfirmenn hersins meti það sem svo að Rússum muni ekki takast að umkringja borgina. Frá Maríupol.AP Photo/Alexei Alexandrov Í frétt CNN kemur fram að bandarískir embættismenn treysti ekki fullyrðingum Rússa, þrátt fyrir að gögn bendi til þess að einhver hreyfing sé á rússneskum hermönnum í átt frá Kiev. „Við höfum enga ástæðu til þess að ætla að Rússar hafi breytt áætlunum sínum,“ sagði, Kate Bedingfield, samskiptastjóri Hvíta hússins við blaðamenn í dag. „Við teljum að þeir séu að koma sér fyrir á nýjum stað, fremur en að draga sig í hlé,“ sagði John Kirby, blaðafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Kom fram í máli hans að ráðuneytið teldi að aðeins lítill hluti rússnesks herliðs í grennd við Kiev hafi verið færður. Vara við of mikilli bjartsýni vegna jákvæðra frétta af viðræðum Greint var frá því í dag að nokkur árangur virðist hafa náðst í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi í dag sem gæti leitt til beinna viðræðna á milli forseta landanna. Samningamenn þjóðanna komu saman augliti til auglitis í fyrsta skipti í um þrjár vikur í Tyrklandi í dag. Ráðgjafi Selenskí Úkraínuforseta segir að Rússum hafi verið afhentar tilögur um hvernig enda megi stríðið meðal annars með yfrlýsingu um hlutleysi Úkraínu og að landið gangi ekki í NATO. Nú væri það Rússa að koma með andsvar við tillögunum. Mykhailo Podolyak ráðgjafi Selenskí forseta Úkraínu tók þátt í viðræðunum í dag. Hann segir tillögur Úkraínumanna skapa grundvöll fyrir fundi forsetans með Pútín Rússlandsforseta. Í frétt CNN kemur fram að bandarískir embættismenn vari við því að fréttir af gangi viðræðanna vekji of mikla bjartsýni, efasemdir séu uppi um að Pútín taki þátt í viðræðunum af heilum hug. Athygli vekur einnig að bandarískir embættismenn séu ekki vissir um hvert lokamarkmið Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, sé með viðræðunum.
Bandaríkin Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira