Dohop tryggir sér hundraða milljóna fjármögnun til að breyta flugi Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2022 09:09 Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. Aðsend Íslenska ferðatæknifyrirtækið Dohop hefur tryggt sér frekari fjármögnun frá breska fjárfestingasjóðnum Scottish Equity Partners (SEP) sem sérhæfir sig í fjárfestingum í vaxandi tæknifyrirtækjum. Fjárfestingin er sögð hlaupa á hundruðum milljóna króna en SEP fjárfesti fyrst í Dohop í lok árs 2020. Fjárfestingin mun fjármagna frekari vöxt félagsins sem hyggst ráða um þrjátíu nýja starfsmenn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dohop. Fyrirtækið gerir flugfélögum kleift að selja tengiflug með öðrum flugfélögum og fjölga þannig áfangastöðum og farþegum. „Fjöldi flugfélaga í viðskiptum við Dohop hefur tvöfaldast frá því í lok árs 2020 þegar SEP fjárfesti fyrst í félaginu. Síðan þá hefur verið töluverður starfsmannavöxtur hjá félaginu en 25 manns hafa bæst í hópinn. Viðbótarfjárfesting SEP mun auka vöxt okkar enn frekar og efla tækni okkar til að gjörbylta tengingum í flugi,“ segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. Tæknin sé leiðandi í heiminum Um sextíu flugfélög nýta tækni Dohop í dag, þar á meðal easyJet, Air France, Vueling, Transavia og Eurowings. Dohop byggir á átján ára reynslu sinni sem flugleitarvél og þeirri tækni sem liggur þar að baki. „Með afléttingu ferðatakmarkana eftir heimsfaraldurinn hafa flugfélög mikinn áhuga á að stækka leiðarkerfi sín og dreifingargetu. Tækni Dohop til að tengja leiðarkerfi flugfélaga saman er leiðandi í heiminum. Við erum ánægð með að veita félaginu aukna fjármögnun til að vaxa enn frekar,“ segir Andrew Davidson, framkvæmdastjóri hjá SEP. Árið 2007 fjárfesti SEP í Skyscanner sem er ein vinsælasta flugleitarvél í heimi. Skyscanner var selt árið 2016 til Trip.com á jafnvirði 210 milljarða íslenskra króna, að því er fram kemur í tilkynningu. Fréttir af flugi Tækni Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Fjárfestingin mun fjármagna frekari vöxt félagsins sem hyggst ráða um þrjátíu nýja starfsmenn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dohop. Fyrirtækið gerir flugfélögum kleift að selja tengiflug með öðrum flugfélögum og fjölga þannig áfangastöðum og farþegum. „Fjöldi flugfélaga í viðskiptum við Dohop hefur tvöfaldast frá því í lok árs 2020 þegar SEP fjárfesti fyrst í félaginu. Síðan þá hefur verið töluverður starfsmannavöxtur hjá félaginu en 25 manns hafa bæst í hópinn. Viðbótarfjárfesting SEP mun auka vöxt okkar enn frekar og efla tækni okkar til að gjörbylta tengingum í flugi,“ segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. Tæknin sé leiðandi í heiminum Um sextíu flugfélög nýta tækni Dohop í dag, þar á meðal easyJet, Air France, Vueling, Transavia og Eurowings. Dohop byggir á átján ára reynslu sinni sem flugleitarvél og þeirri tækni sem liggur þar að baki. „Með afléttingu ferðatakmarkana eftir heimsfaraldurinn hafa flugfélög mikinn áhuga á að stækka leiðarkerfi sín og dreifingargetu. Tækni Dohop til að tengja leiðarkerfi flugfélaga saman er leiðandi í heiminum. Við erum ánægð með að veita félaginu aukna fjármögnun til að vaxa enn frekar,“ segir Andrew Davidson, framkvæmdastjóri hjá SEP. Árið 2007 fjárfesti SEP í Skyscanner sem er ein vinsælasta flugleitarvél í heimi. Skyscanner var selt árið 2016 til Trip.com á jafnvirði 210 milljarða íslenskra króna, að því er fram kemur í tilkynningu.
Fréttir af flugi Tækni Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira