Tvö þýsk herskip komin til Reykjavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2022 10:15 Annað þýsku skipanna á leið í Skarfahöfn. Vísir/Vilhelm Tvö þýsk herskip komu til hafnar við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Þau liggja þar við bryggju. Á Marine Traffic má sjá að annað þeirra ber nafnið Schleswig Holstein en hitt Sachsen eftir samnefndum þýskum sambandslöndum. Vera skipanna tengist samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni varnaræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og á hafinu í kringum landið dagana 2. til 14. apríl. Von er á franskri og norskri freigátu til landsins vegna æfingarinnar. Þær verða í höfn í Reykjavík fram að helgi en halda þá til æfinga hér við land. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland og mikilvægra öryggisinnviða en einnig leit og björgun á sjó og landi. Um er að ræða reglubundna tvíhliða varnaræfingu Íslands og Bandaríkjanna með þátttöku fleiri vina- og bandalagsríkja. Varnaræfingin Norður-Víkingur hefur verið haldin reglulega frá 1982 en hún grundvallast á ákvæðum varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá 1951. Til stóð að halda hana vorið 2020 en vegna heimsfaraldursins var þeim áformum slegið á frest. Von er á fleiri skipum hingað til lands næstu daga vegna æfingarinnar.Vísir/Vilhelm Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að tilgangur æfingarinnar sé meðal annars að æfa varnir sjóleiðanna í kringum landið og varnir mikilvægra mannvirkja og öryggisinnviða, til dæmis fjarskiptakapla. Þá æfa þátttakendur leit og björgun almennra borgara og taka Landhelgisgæslan og lögreglan þátt í þeim hluta. Liður í Norður-Víkingi er svo lending bandarískra landgönguliða við Miðsand í Hvalfirði. Lendingin er áætluð kringum 11. apríl og má þá búast við tímabundnum takmörkunum á umferð um svæðið. Fjölmiðlum verður gefið tækifæri til að fylgjast með æfingunni og viðburðum henni tengdri eins og frekast er kostur. Herskipin sem taka þátt í Norður Víkingi æfa varnir siglingaleiðanna suður af Íslandi og taka þátt í kafbátaleit undan ströndum Íslands með þátttöku kafbátaleitarvéla og þyrlna frá viðkomandi þátttökuþjóðum.Vísir/vilhelm „Öðrum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins og samstarfsríkjum er boðin þátttaka í æfingunni og hafa sjóherir Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Noregs staðfest þátttöku. Herskip frá þessum ríkjum æfa varnir siglingaleiðanna suður af Íslandi og taka þátt í kafbátaleit undan ströndum Íslands með þátttöku kafbátaleitarvéla og þyrlna frá viðkomandi þátttökuþjóðum. Umfang æfingarinnar er svipað og áður. Alls er reiknað með að heildarfjöldi þátttakenda í æfingunni á Íslandi verði rúmlega 700 manns, um helmingur þeirra verður á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir að þegar æfingunni er lokið komi tvö til fjögur herskip til hafnar í Reykjavík og áhafnir þeirra fari í stutta stund í land.“ Hernaður Öryggis- og varnarmál NATO Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Vera skipanna tengist samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni varnaræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og á hafinu í kringum landið dagana 2. til 14. apríl. Von er á franskri og norskri freigátu til landsins vegna æfingarinnar. Þær verða í höfn í Reykjavík fram að helgi en halda þá til æfinga hér við land. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland og mikilvægra öryggisinnviða en einnig leit og björgun á sjó og landi. Um er að ræða reglubundna tvíhliða varnaræfingu Íslands og Bandaríkjanna með þátttöku fleiri vina- og bandalagsríkja. Varnaræfingin Norður-Víkingur hefur verið haldin reglulega frá 1982 en hún grundvallast á ákvæðum varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá 1951. Til stóð að halda hana vorið 2020 en vegna heimsfaraldursins var þeim áformum slegið á frest. Von er á fleiri skipum hingað til lands næstu daga vegna æfingarinnar.Vísir/Vilhelm Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að tilgangur æfingarinnar sé meðal annars að æfa varnir sjóleiðanna í kringum landið og varnir mikilvægra mannvirkja og öryggisinnviða, til dæmis fjarskiptakapla. Þá æfa þátttakendur leit og björgun almennra borgara og taka Landhelgisgæslan og lögreglan þátt í þeim hluta. Liður í Norður-Víkingi er svo lending bandarískra landgönguliða við Miðsand í Hvalfirði. Lendingin er áætluð kringum 11. apríl og má þá búast við tímabundnum takmörkunum á umferð um svæðið. Fjölmiðlum verður gefið tækifæri til að fylgjast með æfingunni og viðburðum henni tengdri eins og frekast er kostur. Herskipin sem taka þátt í Norður Víkingi æfa varnir siglingaleiðanna suður af Íslandi og taka þátt í kafbátaleit undan ströndum Íslands með þátttöku kafbátaleitarvéla og þyrlna frá viðkomandi þátttökuþjóðum.Vísir/vilhelm „Öðrum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins og samstarfsríkjum er boðin þátttaka í æfingunni og hafa sjóherir Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Noregs staðfest þátttöku. Herskip frá þessum ríkjum æfa varnir siglingaleiðanna suður af Íslandi og taka þátt í kafbátaleit undan ströndum Íslands með þátttöku kafbátaleitarvéla og þyrlna frá viðkomandi þátttökuþjóðum. Umfang æfingarinnar er svipað og áður. Alls er reiknað með að heildarfjöldi þátttakenda í æfingunni á Íslandi verði rúmlega 700 manns, um helmingur þeirra verður á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir að þegar æfingunni er lokið komi tvö til fjögur herskip til hafnar í Reykjavík og áhafnir þeirra fari í stutta stund í land.“
Hernaður Öryggis- og varnarmál NATO Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira