Ekkert í raforkulögum sem tryggi að orkan fari í orkuskipti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. mars 2022 13:01 Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir brýnt að klára innleiðingu þriðja orkupakkans að fullu til að hægt sé að ráðast í fleiri virkjanir fyrir orkuskiptin. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekkert í umgjörð raforkumála hér á landi sem geri stjórnvöldum kleift að ráðstafa roforku til orkuskipta því ekki sé búið að innleiða þriðja orkupakkann að fullu. Þar til það sé frágengið sé allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskipti innantóm slagorð. Orkumálin hafa verið í brennidepli á síðustu vikum, ekki síst vegna grænbókar um orkumál, yfirstandandi orkuskipti, innrásarstríð Rússa og ákall landsmanna um raforkuöryggi. Fjöldi þingmanna hefur stigið fram í umræðunni og sagt nauðsynlegt að virkja meira til að orkuskiptin geti gengið í gegn. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskiptin sé hjóm eitt þar til innleiðing þriðja orkupakkans hefur gengið í gegn að fullu. „Stjórnvöld þurfa að hafa rétt verkfæri til þess að það sé hægt að gera það. Samkvæmt núgildandi raforkulögum og öðru í umgjörð raforkumála á Íslandi er ekkert sem tryggir það að nýjar virkjanir eða aðrar að orkan úr þeim renni til orkuskipta og þess vegna þarf að gera nauðsynlegar breytingar þannig að við getum forgangsraðað í þágu almennings og í þágu orkuskipta og í raun látið stórnotendur vera á öðrum markaði sem er þá samkeppnismarkaður um raforku.“ Skilgreina þurfi almannaþjónustu í lögunum til að hægt sé að forgangsraða orku í þágu almennings og lítilla fyrirtækja og svo til orkuskipta. „Við höfum skuldbundið okkar til þess að innleiða þriðja orkupakkann og þetta er hluti af því sem stjórnvöld þurfa að gera. Það hefur því miður dregist nokkuð lengi að klára þá innleiðingu. Þetta snýst um raforkuöryggi til almennings og þegar ég tala um almenning þá á ég við um heimilin í landinu og langflest fyrirtæki. Til að allir geti fengið aðgang að tryggri raforku þarf að skilgreina almannaþjónustuna í lögunum og við þurfum líka að gefa stjórnvöldum tækin sem beina orkunni í réttan farveg. Við þurfum að standa fyrir orkuskiptum en við þurfum líka að geta selt orkuna með réttum hætti þannig að virkjanir sem hér verða byggðar á næstu árum og áratugum renni ekki til dæmis í námugröft í gagnaverum.“ Þórunn sagði að klára þurfi innleiðingu þriðja orku pakkans að fullu hið fyrsta. „Ég er að flytja um það þingmál sem verður vonandi dreift fyrir lok vikunnar því þetta er algjört forgangsmál ef orkuskiptin eiga að ganga eftir.“ Umhverfismál Orkumál Loftslagsmál Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tafarlaust þurfi að tryggja raforku og heitt vatn til framtíðar Samorka kallar eftir tafarlausum aðgerðum í ályktun aðalfundar, sem fram fór í Hörpu í dag. Tryggja þurfi næga raforku og heitt vatn til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. 15. mars 2022 14:09 Þróun hrávöruverðs varpar ljósi á mikilvægi raforkuframleiðslu á Íslandi Stórkostlegar hækkanir á hrávöruverði eru áminning um mikilvægi raforkuframleiðslu hér á landi og þær varpa jafnframt ljósi á það hversu mikill ávinningur felst í því að framleiða íslenskt eldsneyti sem knýr farartæki. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland. 9. mars 2022 13:00 Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Orkumálin hafa verið í brennidepli á síðustu vikum, ekki síst vegna grænbókar um orkumál, yfirstandandi orkuskipti, innrásarstríð Rússa og ákall landsmanna um raforkuöryggi. Fjöldi þingmanna hefur stigið fram í umræðunni og sagt nauðsynlegt að virkja meira til að orkuskiptin geti gengið í gegn. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskiptin sé hjóm eitt þar til innleiðing þriðja orkupakkans hefur gengið í gegn að fullu. „Stjórnvöld þurfa að hafa rétt verkfæri til þess að það sé hægt að gera það. Samkvæmt núgildandi raforkulögum og öðru í umgjörð raforkumála á Íslandi er ekkert sem tryggir það að nýjar virkjanir eða aðrar að orkan úr þeim renni til orkuskipta og þess vegna þarf að gera nauðsynlegar breytingar þannig að við getum forgangsraðað í þágu almennings og í þágu orkuskipta og í raun látið stórnotendur vera á öðrum markaði sem er þá samkeppnismarkaður um raforku.“ Skilgreina þurfi almannaþjónustu í lögunum til að hægt sé að forgangsraða orku í þágu almennings og lítilla fyrirtækja og svo til orkuskipta. „Við höfum skuldbundið okkar til þess að innleiða þriðja orkupakkann og þetta er hluti af því sem stjórnvöld þurfa að gera. Það hefur því miður dregist nokkuð lengi að klára þá innleiðingu. Þetta snýst um raforkuöryggi til almennings og þegar ég tala um almenning þá á ég við um heimilin í landinu og langflest fyrirtæki. Til að allir geti fengið aðgang að tryggri raforku þarf að skilgreina almannaþjónustuna í lögunum og við þurfum líka að gefa stjórnvöldum tækin sem beina orkunni í réttan farveg. Við þurfum að standa fyrir orkuskiptum en við þurfum líka að geta selt orkuna með réttum hætti þannig að virkjanir sem hér verða byggðar á næstu árum og áratugum renni ekki til dæmis í námugröft í gagnaverum.“ Þórunn sagði að klára þurfi innleiðingu þriðja orku pakkans að fullu hið fyrsta. „Ég er að flytja um það þingmál sem verður vonandi dreift fyrir lok vikunnar því þetta er algjört forgangsmál ef orkuskiptin eiga að ganga eftir.“
Umhverfismál Orkumál Loftslagsmál Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tafarlaust þurfi að tryggja raforku og heitt vatn til framtíðar Samorka kallar eftir tafarlausum aðgerðum í ályktun aðalfundar, sem fram fór í Hörpu í dag. Tryggja þurfi næga raforku og heitt vatn til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. 15. mars 2022 14:09 Þróun hrávöruverðs varpar ljósi á mikilvægi raforkuframleiðslu á Íslandi Stórkostlegar hækkanir á hrávöruverði eru áminning um mikilvægi raforkuframleiðslu hér á landi og þær varpa jafnframt ljósi á það hversu mikill ávinningur felst í því að framleiða íslenskt eldsneyti sem knýr farartæki. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland. 9. mars 2022 13:00 Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Tafarlaust þurfi að tryggja raforku og heitt vatn til framtíðar Samorka kallar eftir tafarlausum aðgerðum í ályktun aðalfundar, sem fram fór í Hörpu í dag. Tryggja þurfi næga raforku og heitt vatn til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. 15. mars 2022 14:09
Þróun hrávöruverðs varpar ljósi á mikilvægi raforkuframleiðslu á Íslandi Stórkostlegar hækkanir á hrávöruverði eru áminning um mikilvægi raforkuframleiðslu hér á landi og þær varpa jafnframt ljósi á það hversu mikill ávinningur felst í því að framleiða íslenskt eldsneyti sem knýr farartæki. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland. 9. mars 2022 13:00
Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43