Kom verulega á óvart að Isavia skyldi vísa Joe & the Juice á dyr Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2022 16:24 Níu mismundandi Joe & the Juice staðir eru í rekstri hér á landi. Joe & the Juice Það kom forsvarsmönnum Joe & the Juice í opna skjöldu að Isavia hafi tekið ákvörðun um að halda ekki áfram með sambærilegan rekstur í Leifsstöð en keðjan hefur selt veitingar á flugvellinum frá árinu 2015. Samningur fyrirtækisins rennur út um næstu áramót. Greint var frá því í morgun breytingar væru fram undan á veitinga- og verslunarrýmum í Leifsstöð og að veitingastöðunum Nord, Loksins og Joe & the Juice yrði lokað þegar breytingarnar koma til framkvæmda. Þá stendur til að bjóða út rekstur tveggja veitingastaða á hæðinni. Rekstraraðilar Joe & the Juice segja að þeir hafi vitað að útboð væri fram undan en ekki verið meðvitaðir um að ekki stæði til að halda áfram með sambærilegan rekstur líkt og fram komi í nýbirtum útboðsgögnum Isavia. „Joe & the Juice hefur um árabil verið lang vinsælasti veitingastaðurinn á vellinum. Sé horft til skoðanakannana sem ISAVIA hefur framkvæmt er ljóst að vöruframboð og þjónusta Joe & the Juice passar nær fullkomlega við óskir ferðalanga, bæði innlendra og erlendra. Ákvörðun um að sækjast eftir annarskonar veitingum kom okkur því verulega á óvart,“ segir Agla Jónsdóttir, fjármálastjóri Joe Ísland ehf., í tilkynningu. Þykir félaginu það einkennileg nálgun að úthýsa vöru og þjónustu með þessum hætti í stað þess að bæta frekar við öðrum valmöguleikum. Vilja tvo ólíka staði „Dagurinn hefur farið í að ræða við samstarfsaðila og starfsfólk en við höfum einnig fengið fjöldann allan af skilaboðum frá viðskiptavinum sem lásu um þetta í fjölmiðlum í morgun. Joe mun starfa óbreytt fram til áramóta og bjóðum við alla velkomna til okkar. Í kjölfarið munum við skoða alla möguleika sem bjóðast á Keflavíkurvelli enda ljóst að mikil eftirspurn er eftir okkar vörum og þjónustu þar,“ segir Agla að lokum. Á vef Isavia segir að auglýst sé eftir reynslumiklum rekstraraðila til að reka saman tvo ólíka veitingastaði. Annar staðurinn verði stór og þurfi að ná til breiðs hóps af fólki, bæði þeirra sem séu að flýta sér og þeirra sem hafi lengri tíma. Hinn staðurinn verði smærri og þar horft til afslappaðrar stemningar og veitingaúrvalið tengt við skandinavíska matargerð. Veitingastaðir Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Greint var frá því í morgun breytingar væru fram undan á veitinga- og verslunarrýmum í Leifsstöð og að veitingastöðunum Nord, Loksins og Joe & the Juice yrði lokað þegar breytingarnar koma til framkvæmda. Þá stendur til að bjóða út rekstur tveggja veitingastaða á hæðinni. Rekstraraðilar Joe & the Juice segja að þeir hafi vitað að útboð væri fram undan en ekki verið meðvitaðir um að ekki stæði til að halda áfram með sambærilegan rekstur líkt og fram komi í nýbirtum útboðsgögnum Isavia. „Joe & the Juice hefur um árabil verið lang vinsælasti veitingastaðurinn á vellinum. Sé horft til skoðanakannana sem ISAVIA hefur framkvæmt er ljóst að vöruframboð og þjónusta Joe & the Juice passar nær fullkomlega við óskir ferðalanga, bæði innlendra og erlendra. Ákvörðun um að sækjast eftir annarskonar veitingum kom okkur því verulega á óvart,“ segir Agla Jónsdóttir, fjármálastjóri Joe Ísland ehf., í tilkynningu. Þykir félaginu það einkennileg nálgun að úthýsa vöru og þjónustu með þessum hætti í stað þess að bæta frekar við öðrum valmöguleikum. Vilja tvo ólíka staði „Dagurinn hefur farið í að ræða við samstarfsaðila og starfsfólk en við höfum einnig fengið fjöldann allan af skilaboðum frá viðskiptavinum sem lásu um þetta í fjölmiðlum í morgun. Joe mun starfa óbreytt fram til áramóta og bjóðum við alla velkomna til okkar. Í kjölfarið munum við skoða alla möguleika sem bjóðast á Keflavíkurvelli enda ljóst að mikil eftirspurn er eftir okkar vörum og þjónustu þar,“ segir Agla að lokum. Á vef Isavia segir að auglýst sé eftir reynslumiklum rekstraraðila til að reka saman tvo ólíka veitingastaði. Annar staðurinn verði stór og þurfi að ná til breiðs hóps af fólki, bæði þeirra sem séu að flýta sér og þeirra sem hafi lengri tíma. Hinn staðurinn verði smærri og þar horft til afslappaðrar stemningar og veitingaúrvalið tengt við skandinavíska matargerð.
Veitingastaðir Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira