Flugu vísvitandi inn í lofthelgi Svíþjóðar með kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2022 16:49 Tvær orrustuþotur af gerðinni Su-24 eru sagðar hafa borið kjarnorkuvopn þegar þeim var flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar. Getty/Sefa Karacan Rússneskar orrustuþotur sem flogið var inn í lofthelgi Svíþjóðar í byrjun mánaðarins báru kjarnorkuvopn. Með þessu eru Rússar sagðir hafa viljað ógna Svíum en um þetta leyti var verið að tala um aukinn áhuga á NATO-aðild í Svíþjóð og Finnlandi. Í frétt TV4 Nyheterna segir að tvær af þotunum fjórum hafi verið með kjarnorkuvopn og að þeim hafi verið vísvitandi flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar. Þeim hafi verið flogið inn í lofthelginni austur af Gotalandi í um mínútu. Samkvæmt TV4 var fjórum þotum flogið frá Kalingrad við Eystrasaltshafið. Tvær þeirra voru af gerðinni Sukhoi 24 og hinar tvær voru Sukhoi 27. Það voru þær fyrrnefndu sem sagðar eru hafa borið kjarnorkuvopn. Svíþjóð er ekki í Atlantshafsbandlaginu og um þetta leyti voru að berast fregnir af því að almenningur þar og í Finnlandi væri meira hlynntur aðild að NATO. Þann 25. febrúar hótaði María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, „hernaðarlegum og pólitískum afleiðingum“ ef Svíar og Finnar myndu sækja um aðild. Sjá einnig: Stuðningur Finna við inngöngu í NATO aukist um níu prósent frá innrás Í samtali við TV4 vildi yfirmaður flughers Svíþjóðar ekki staðfesta að þoturnar hefðu borið kjarnorkuvopn en sagði ljóst að þeim hefði vísvitandi verið flogið inn í sænska lofthelgi. Orrustuþoturnar tvær í bakgrunni eru sagðar hafa borið kjarnorkuvopn.Flugher Svíþjóðar Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Carl-Johan Edström, yfirmanni flughers Svíþjóðar, að Svíar hafi enga ástæðu til að örvænta. Ef yfirvöld teldu aukna ógn beinast að ríkinu væri varað við því. Hann neitaði að segja til um hvernig vopn orrustuþoturnar hefðu borið. Þá segir SVT að yfirvöld í Svíþjóð hafi kallað sendiherra Rússlands á teppið í kjölfar atviksins. Svíþjóð Rússland Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Í frétt TV4 Nyheterna segir að tvær af þotunum fjórum hafi verið með kjarnorkuvopn og að þeim hafi verið vísvitandi flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar. Þeim hafi verið flogið inn í lofthelginni austur af Gotalandi í um mínútu. Samkvæmt TV4 var fjórum þotum flogið frá Kalingrad við Eystrasaltshafið. Tvær þeirra voru af gerðinni Sukhoi 24 og hinar tvær voru Sukhoi 27. Það voru þær fyrrnefndu sem sagðar eru hafa borið kjarnorkuvopn. Svíþjóð er ekki í Atlantshafsbandlaginu og um þetta leyti voru að berast fregnir af því að almenningur þar og í Finnlandi væri meira hlynntur aðild að NATO. Þann 25. febrúar hótaði María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, „hernaðarlegum og pólitískum afleiðingum“ ef Svíar og Finnar myndu sækja um aðild. Sjá einnig: Stuðningur Finna við inngöngu í NATO aukist um níu prósent frá innrás Í samtali við TV4 vildi yfirmaður flughers Svíþjóðar ekki staðfesta að þoturnar hefðu borið kjarnorkuvopn en sagði ljóst að þeim hefði vísvitandi verið flogið inn í sænska lofthelgi. Orrustuþoturnar tvær í bakgrunni eru sagðar hafa borið kjarnorkuvopn.Flugher Svíþjóðar Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Carl-Johan Edström, yfirmanni flughers Svíþjóðar, að Svíar hafi enga ástæðu til að örvænta. Ef yfirvöld teldu aukna ógn beinast að ríkinu væri varað við því. Hann neitaði að segja til um hvernig vopn orrustuþoturnar hefðu borið. Þá segir SVT að yfirvöld í Svíþjóð hafi kallað sendiherra Rússlands á teppið í kjölfar atviksins.
Svíþjóð Rússland Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira