Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu á við alla íbúa Króatíu Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2022 19:21 Þótt hægt hafi á flóttamannastrauminum frá Úkraínu koma þúsundir flóttafólks vestur yfir landamærin á degi hverjum, aðallega konur, börn og eldra fólk. AP/Sergei Grits Í dag náði fjöldi flóttamanna frá Úkraínu að fara yfir fjórar milljónir eða sem samsvarar öllum íbúum Króatíu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag treystir ekki yfirlýsingum Rússa um að þeir ætli að draga úr árásum á borgir í norðurhluta Úkraínu. Sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum segir ganga vel að afvopna Rússa. Talsmaður Vladimirs Putins forseta Rússlands gerði í dag lítið úr væntingum um frið eftir fund ríkjanna í Tyrklandi í gær. Ekkert annað hefði gerst en Úkraínumenn hefðu loks komið kröfum sínum á blað. Þeirra á meðal væri að teknar verði upp tvíhliða viðræður milli Rússlands og Úkraínu um framtíð Krímskaga sem væri óaðskiljanlegur hluti Rússlands samkvæmt stjórnarskrá. Þá sagði Putin í dag að eina leiðin til að stöðva loftárásir á Mariupol og koma íbúum þar til aðstoðar væri að úkraínskir hermenn í borginni gæfust upp. Þar eru enn um hundrað þúsund manns innkróaðar og sæta stanslausum árásum. Úkraínskur hermaður reynir að hugga aldraða konu eftir að hún neyddist til að flýja Irpin skammt frá höfuðborginni Kænugarði.AP/Rodrigo Abd Alex Mundt skipuleggjandi frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að fjöldi flóttamanna til nágrannaríkja vestan við landamærin haldi áfram að slá öll met. „Í dag fór fjöldinn yfir fjórar milljónir. Það finnst mér vera dapurlegur áfangi. Það þýðir að á um mánuði hafa fjórar milljónir manna verið rifnar upp með rótum frá heimilum sínum, fjölskyldum og samfélagi í hraðasta flótta fólks á okkar tímum,“ segir Mundt. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fleiri hafa varað við því að trúa yfirlýsingum Rússa um að þeir ætli að draga úr árásum á borgir í norður Úkraínu. Það er greinilegt að flóttafólk sem kom til Póllands í dag treysti þessum yfirlýsingum ekki heldur, eins og ungi maðurinn Nikolay Nazarov sem flúði með veikan föður sinn frá Kharkiv í norðausturhluta Úkraínu. „Ég efast um að hægt sé að trúa því sem Rússar segja. Ég held að átökin eigi enn eftir að magnast í austurhlut landsins. Þess vegan getum við ekki snúið aftur til Kharkiv. Við óttumst nýjan þátt í stríðinu,“ sagði Nazarov þar sem hann ýttu föður sínum áfram í hjólastól. Sergiy Kyslytsya sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir Úkraínumönum ganga vel að afvopna Rússa.AP/John Minchillo Líklegast er talið að Rússsar hafi kallað hluta uppgefinna hersveita sinna heim áður en þeir senda nýjar sveitir til árása í Úkraínu. Sergiy Kyslytsya sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir Rússa hafa misst mikinn fjölda flugvéla, skriðdreka og annarra hertóla og um 17 þúsund Rússar hafi fallið í stríðinu. „Ég vil upplýsa ykkur um að afvopnun Rússa sem framkvæmd er af úkraínska hernum með aðstoð allrar þjóðarinnar er langt á veg komin,“ sagði sendiherrann og sneri því yfirlýstum markmiðum Rússa um að afvopna úkraínska herinn við. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Gefa út viðvörun og biðja Þjóðverja um að fara sparlega með gasið Yfirvöld í Þýskalandi hafa gefið út snemmbúna viðvörun vegna mögulegrar skerðingar á afhendingu gass vegna deilu við rússnesk yfirvöld sem vilja fá greitt í rúblum vegna refsiaðgerða Vesturlanda. 30. mars 2022 15:47 Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Ríkismiðlar Rússlands birtu nýverið myndband af úkraínskri flóttakonu frá Marípuól þar sem hún sagði Azov-herdeildina umdeildu og aðra úkraínska hermenn hafa framið umfangsmikla stríðsglæpi í borginni. Hún sagði úkraínska hermenn hafa myrt íbúa og skýlt sér bakvið þá. 30. mars 2022 11:51 Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Talsmaður Vladimirs Putins forseta Rússlands gerði í dag lítið úr væntingum um frið eftir fund ríkjanna í Tyrklandi í gær. Ekkert annað hefði gerst en Úkraínumenn hefðu loks komið kröfum sínum á blað. Þeirra á meðal væri að teknar verði upp tvíhliða viðræður milli Rússlands og Úkraínu um framtíð Krímskaga sem væri óaðskiljanlegur hluti Rússlands samkvæmt stjórnarskrá. Þá sagði Putin í dag að eina leiðin til að stöðva loftárásir á Mariupol og koma íbúum þar til aðstoðar væri að úkraínskir hermenn í borginni gæfust upp. Þar eru enn um hundrað þúsund manns innkróaðar og sæta stanslausum árásum. Úkraínskur hermaður reynir að hugga aldraða konu eftir að hún neyddist til að flýja Irpin skammt frá höfuðborginni Kænugarði.AP/Rodrigo Abd Alex Mundt skipuleggjandi frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að fjöldi flóttamanna til nágrannaríkja vestan við landamærin haldi áfram að slá öll met. „Í dag fór fjöldinn yfir fjórar milljónir. Það finnst mér vera dapurlegur áfangi. Það þýðir að á um mánuði hafa fjórar milljónir manna verið rifnar upp með rótum frá heimilum sínum, fjölskyldum og samfélagi í hraðasta flótta fólks á okkar tímum,“ segir Mundt. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fleiri hafa varað við því að trúa yfirlýsingum Rússa um að þeir ætli að draga úr árásum á borgir í norður Úkraínu. Það er greinilegt að flóttafólk sem kom til Póllands í dag treysti þessum yfirlýsingum ekki heldur, eins og ungi maðurinn Nikolay Nazarov sem flúði með veikan föður sinn frá Kharkiv í norðausturhluta Úkraínu. „Ég efast um að hægt sé að trúa því sem Rússar segja. Ég held að átökin eigi enn eftir að magnast í austurhlut landsins. Þess vegan getum við ekki snúið aftur til Kharkiv. Við óttumst nýjan þátt í stríðinu,“ sagði Nazarov þar sem hann ýttu föður sínum áfram í hjólastól. Sergiy Kyslytsya sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir Úkraínumönum ganga vel að afvopna Rússa.AP/John Minchillo Líklegast er talið að Rússsar hafi kallað hluta uppgefinna hersveita sinna heim áður en þeir senda nýjar sveitir til árása í Úkraínu. Sergiy Kyslytsya sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir Rússa hafa misst mikinn fjölda flugvéla, skriðdreka og annarra hertóla og um 17 þúsund Rússar hafi fallið í stríðinu. „Ég vil upplýsa ykkur um að afvopnun Rússa sem framkvæmd er af úkraínska hernum með aðstoð allrar þjóðarinnar er langt á veg komin,“ sagði sendiherrann og sneri því yfirlýstum markmiðum Rússa um að afvopna úkraínska herinn við.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Gefa út viðvörun og biðja Þjóðverja um að fara sparlega með gasið Yfirvöld í Þýskalandi hafa gefið út snemmbúna viðvörun vegna mögulegrar skerðingar á afhendingu gass vegna deilu við rússnesk yfirvöld sem vilja fá greitt í rúblum vegna refsiaðgerða Vesturlanda. 30. mars 2022 15:47 Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Ríkismiðlar Rússlands birtu nýverið myndband af úkraínskri flóttakonu frá Marípuól þar sem hún sagði Azov-herdeildina umdeildu og aðra úkraínska hermenn hafa framið umfangsmikla stríðsglæpi í borginni. Hún sagði úkraínska hermenn hafa myrt íbúa og skýlt sér bakvið þá. 30. mars 2022 11:51 Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Gefa út viðvörun og biðja Þjóðverja um að fara sparlega með gasið Yfirvöld í Þýskalandi hafa gefið út snemmbúna viðvörun vegna mögulegrar skerðingar á afhendingu gass vegna deilu við rússnesk yfirvöld sem vilja fá greitt í rúblum vegna refsiaðgerða Vesturlanda. 30. mars 2022 15:47
Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Ríkismiðlar Rússlands birtu nýverið myndband af úkraínskri flóttakonu frá Marípuól þar sem hún sagði Azov-herdeildina umdeildu og aðra úkraínska hermenn hafa framið umfangsmikla stríðsglæpi í borginni. Hún sagði úkraínska hermenn hafa myrt íbúa og skýlt sér bakvið þá. 30. mars 2022 11:51
Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40