Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Þá verður rætt við forstöðumann Vinakots, búsetuúrræðis fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vana, sem segist ítrekað hafa kallað eftir öryggisvistun fyrir skjólstæðing, sem í síðustu viku beitti starfsmann alvarlegu ofbeldi og frelsissvipti hann. Málið er komið á borð lögreglu.
Við verðum einnig í beinni útsendingu frá Vestmannaeyjum þar sem verið er að slá botninn í eina verðmætustu loðnuvertíð Íslandssögunnar. Þá kynnum við okkur væntanlegar breytingar á flugstöðinni í Keflavík og skoðum nýja mathöll sem verður opnuð á næstunni.