Veður

Frekar ró­legt veður í dag og á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu núll til átta stig á landinu í dag.
Hiti verður á bilinu núll til átta stig á landinu í dag. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir frekar rólegu veðri í dag og á morgun þar sem reiknað er með vestlægum áttum og að skýjað verði að mestu.

Á vef Veðurstofunnar segir að í dag verði stöku él norðanlands en annars þurrt að kalla. Hiti verður á bilinu núll til átta stig yfir daginn, hlýjast sunnantil en víða næturfrost.

„Á morgun er smá væta í kortunum fyrir vesturhelming landsins en styttir upp fyrir norðan.

Dálítil él norðantil á laugardag en annars þurrt að mestu. Þykknar upp á suðvestanverðu landinu eftir hádegi og fer að rigna þar seinnipartinn.“

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Hæg suðlæg átt og lítilsháttar rigning eða slydda með köflum, einkum við ströndina. Þurrt að mestu austanlands. Hiti 3 til 8 stig yfir daginn.

Á laugardag: Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítlar skúrir eða él um landið norðanvert en hæg suðvestlæg átt, skýjað með köflum og úrkomulítið syðra. Hiti 1 til 7 stig, mildast S-lands. Þykknar upp og fer að rigna vestantil um kvöldið.

Á sunnudag: Gengur í suðvestanátt, 8-15 m/s með rigningu en slydda eða snjókoma austantil í fyrstu. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig en vægt frost norðaustantil fram eftir degi.

Á mánudag: Vestan og síðan norðan 8-15 m/s. Skýjað með köflum um landið sunnanvert en lítilsháttar él norðan og austantil. Hiti víða kringum frostmark en 2 til 6 stig við suðurströndina, mildast suðaustanlands.

Á þriðjudag: Norðaustlæg átt, þurrt að mestu en sums staðar dálítil él við ströndina. Allvíða vægt frost en mildara við suðaustur- og suðurströndina.

Á miðvikudag: Útlit fyrir austlæga átt og bjart að mestu en lítillsháttar él austast. Frost 0 til 5 stig en um eða yfir frostmarki sunnantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×