Formúlu 1-keppni verður haldin á Las Vegas Strip Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2022 10:00 Mynd af Lewis Hamilton varpað upp á stóran skjá í Las Vegas í tilefni af kynningarfundi fyirr nýju formúlu keppnina í borginni. AP/John Locher Bandaríska borgin Las Vegas er að breytast í mikla íþróttaborg og enn berast fréttir af nýjum íþróttum í spilavítaborginni í eyðimörkinni. Fyrst kom íshokkíliðið Las Vegas Golden Knights, þá WNBA-liðið Las Vegas Aces og loks NFL-liðið Las Vegas Raiders. Þá er mikið talað um að borgin fái líka NBA-lið í næstu framtíð. Nýjustu fréttirnar úr íþróttalífi borgarinnar snúast hins vegar um formúlu 1-kappaksturinn. Það verður nefnilega haldin formúlu 1 keppni á hinni frægu Las Vegas Strip í nóvember 2023. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Keppnin mun fara fram um kvöld og undir hinum þekktu ljósum næturlífsins í Las Vegas. Keppnin fer fram á laugardagskvöldi en ekki á sunnudegi eins og vaninn er. Brautin verður 6,2 kílómetrar og munu bílarnir fara fram hjá þekktum kennileitum borgarinnar eins og Caesars Palace, Bellagio-gosbrunninum og Mandalay Bay. Las Vegas mun því bætast í hópinn með Austin og Miami sem eru líka bandarískar keppnisborgir í Formúlu 1. Það hefur verið keppt í Austin í mörg ár en Miami hýsir keppni í fyrsta sinn í ár. Áhugi Bandaríkjamanna á formúlu eitt hefur aukist gríðarlega og þakka menn Netflix þáttunum „Drive to Survive“ mikið fyrir það. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Formúla Bandaríkin Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fyrst kom íshokkíliðið Las Vegas Golden Knights, þá WNBA-liðið Las Vegas Aces og loks NFL-liðið Las Vegas Raiders. Þá er mikið talað um að borgin fái líka NBA-lið í næstu framtíð. Nýjustu fréttirnar úr íþróttalífi borgarinnar snúast hins vegar um formúlu 1-kappaksturinn. Það verður nefnilega haldin formúlu 1 keppni á hinni frægu Las Vegas Strip í nóvember 2023. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Keppnin mun fara fram um kvöld og undir hinum þekktu ljósum næturlífsins í Las Vegas. Keppnin fer fram á laugardagskvöldi en ekki á sunnudegi eins og vaninn er. Brautin verður 6,2 kílómetrar og munu bílarnir fara fram hjá þekktum kennileitum borgarinnar eins og Caesars Palace, Bellagio-gosbrunninum og Mandalay Bay. Las Vegas mun því bætast í hópinn með Austin og Miami sem eru líka bandarískar keppnisborgir í Formúlu 1. Það hefur verið keppt í Austin í mörg ár en Miami hýsir keppni í fyrsta sinn í ár. Áhugi Bandaríkjamanna á formúlu eitt hefur aukist gríðarlega og þakka menn Netflix þáttunum „Drive to Survive“ mikið fyrir það. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1)
Formúla Bandaríkin Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira