Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2022 14:01 Strákarnir okkar gætu spilað heimaleiki sína á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Vísir/Hulda Margrét Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“ Selfyssingar hafa hafið umfangsmikla uppbyggingu íþróttamannvirkja og er fyrsta áfanga lokið með vígslu 6.500 fermetra fjölnota íþróttahúsi, þar sem hægt er að stunda fótbolta og frjálsar íþróttir. Alls er áætlað að fullbyggð íþróttamiðstöð Selfyssinga verði 22.000 fermetrar og meðal annars verður byggt nýtt íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta. Tómas Ellert Tómasson, formaður bæjarráðs Árborgar, hefur nú opnað á þann möguleika að það hús verði ný þjóðarhöll Íslands. Um þetta fjallar Tómas í aðsendri grein á Vísi í gær; „Þjóðarhöllin rísi í mekka handboltans.“ Ætla má að með því að lýsa Selfossi sem mekka handboltans vísi Tómas í þá staðreynd að í flaggskipi íslensks handbolta, karlalandsliðinu sem endaði í 6. sæti á EM í janúar, á Selfoss flesta fulltrúa. Í byrjun vikunnar kom í ljós að hvorki ný þjóðarhöll né nýr þjóðarleikvangur er kominn inn í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, fyrir árin 2023-2027.´ „Vandræðagangur í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar í málefnum þjóðarhallar fyrir handboltann á Íslandi er orðinn verulega pínlegur,“ skrifar Tómas í grein sinni og bætir við: „Enn pínlegra er málið svo orðið fyrir Framsóknarflokkinn og ráðherra þess, sem lofuðu íþróttahreyfingunni öllu fögru daginn fyrir síðustu alþingiskosningar og sögðu að tíminn fyrir byggingu þjóðarhallar væri „núna“. Orðið „núna“ hefur nú bæst við teygjanlega orðabankann.“ Um langt árabil hefur vantað íþróttahöll á Íslandi sem uppfyllir skilyrði alþjóðlegra íþróttasambanda á borð við handknattleikssamband Evrópu og körfuknattleikssamband Evrópu, fyrir alþjóðlegri keppni. Undanþágur hafa verið veittar fyrir leikjum í Laugardalshöll og í íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum. Selfyssingar fengu þó ekki leyfi til að spila í Meistaradeild Evrópu í handbolta karla þegar þeir sóttu um það árið 2019. Tómas segir að Selfyssingar séu tilbúnir í viðræður um að þjóðarhöllin rísi á Selfossi: „Er ekki bara best eins og staðan er nú, að ríkisstjórnin og ráðherrar Framsóknarflokksins horfi til þess að taka upp viðræður við sveitarfélagið Árborg um framtíðarstaðsetningu Þjóðarhallar fyrir handboltann? Ég er til í viðræður, boltinn er kominn til ykkar.“ Ný þjóðarhöll Handbolti Árborg Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Selfyssingar hafa hafið umfangsmikla uppbyggingu íþróttamannvirkja og er fyrsta áfanga lokið með vígslu 6.500 fermetra fjölnota íþróttahúsi, þar sem hægt er að stunda fótbolta og frjálsar íþróttir. Alls er áætlað að fullbyggð íþróttamiðstöð Selfyssinga verði 22.000 fermetrar og meðal annars verður byggt nýtt íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta. Tómas Ellert Tómasson, formaður bæjarráðs Árborgar, hefur nú opnað á þann möguleika að það hús verði ný þjóðarhöll Íslands. Um þetta fjallar Tómas í aðsendri grein á Vísi í gær; „Þjóðarhöllin rísi í mekka handboltans.“ Ætla má að með því að lýsa Selfossi sem mekka handboltans vísi Tómas í þá staðreynd að í flaggskipi íslensks handbolta, karlalandsliðinu sem endaði í 6. sæti á EM í janúar, á Selfoss flesta fulltrúa. Í byrjun vikunnar kom í ljós að hvorki ný þjóðarhöll né nýr þjóðarleikvangur er kominn inn í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, fyrir árin 2023-2027.´ „Vandræðagangur í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar í málefnum þjóðarhallar fyrir handboltann á Íslandi er orðinn verulega pínlegur,“ skrifar Tómas í grein sinni og bætir við: „Enn pínlegra er málið svo orðið fyrir Framsóknarflokkinn og ráðherra þess, sem lofuðu íþróttahreyfingunni öllu fögru daginn fyrir síðustu alþingiskosningar og sögðu að tíminn fyrir byggingu þjóðarhallar væri „núna“. Orðið „núna“ hefur nú bæst við teygjanlega orðabankann.“ Um langt árabil hefur vantað íþróttahöll á Íslandi sem uppfyllir skilyrði alþjóðlegra íþróttasambanda á borð við handknattleikssamband Evrópu og körfuknattleikssamband Evrópu, fyrir alþjóðlegri keppni. Undanþágur hafa verið veittar fyrir leikjum í Laugardalshöll og í íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum. Selfyssingar fengu þó ekki leyfi til að spila í Meistaradeild Evrópu í handbolta karla þegar þeir sóttu um það árið 2019. Tómas segir að Selfyssingar séu tilbúnir í viðræður um að þjóðarhöllin rísi á Selfossi: „Er ekki bara best eins og staðan er nú, að ríkisstjórnin og ráðherrar Framsóknarflokksins horfi til þess að taka upp viðræður við sveitarfélagið Árborg um framtíðarstaðsetningu Þjóðarhallar fyrir handboltann? Ég er til í viðræður, boltinn er kominn til ykkar.“
Ný þjóðarhöll Handbolti Árborg Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira