Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2022 12:12 Úkraínskir hermenn hafa náð að verja höfuðborgina með hjálp loftvarnabúnaðar undanfarinn mánuð. AP/Mykhaylo Palinchak Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. Iryna Vereshchuk aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir skilaboð hafa borist frá Rússum í gegnum alþjóða Rauða krossinn um að þeir væru reiðubúnir til að opna leiðir fyrir hópvagna til að flytja óbreytta borgara frá hafnarborginni Mariupol. Þar bjuggu um fjögur hundruð þúsund manns fyrir innrás Rússa en í dag er talið að þar séu enn um 160 þúsund manns. Hópferðarbílarnir verða að fara í gegnum varðstöðvar borgarinnar sem Rússar hafa setið um og skotið látlaust á í tæpan mánuð. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir rangt að rússneskar hersveitir hafi dregið sig til baka frá útjaðri höfuðborgarinnar Kænugarðs og Chernihiv vegna þess að Rússar hefðu náð fram markmiðum sínum. Þvert á móti hafi þær verið hraktar til baka af úkraínska hernum. Yfirlýsingar Rússa væru því innatóm orð. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði ástralska þingið í morgun. Hann segir ekki mark takandi á málskrúði Rússa um að þeir hafi dregið hersveitir sínar til baka frá Kænugarði og fleiri borgum í norðurhluta landsins.AP/Lukas Coch „Því á sama tíma sjáum við að Rússar eru að undirbúa hertar árásir í Donbas og við erum að undirbúa okkur undir þær. Við trúum engu málskrúði. Sú alvarlega staða sem er á vígvellinum er það sem skiptir öllu máli. Við gefumst ekki upp fyrir neinum og munum verja hvern metra af landi okkar og hvern eeinasta íbúa landsins,“ sagði Zelenskyy. Kate Bedingfield samskiptastjóri Hvíta hússins segir heimildir fyrir því að ráðgjafar Vladimirs Putins séu of hræddir til að segja honum sannleikann.AP/Patrick Semansky Kate Bedingfield samskiptastjóri Hvíta hússins segir upplýsingar benda til að spenna hafi myndast milli Rússlandsforseta og yfirmanna hersins vegna þess að þeir hafi ekki gefið honum réttar upplýsingar um stöðu mála. „Við teljum að Putin hafi ekki verið upplýstur um lélega framistöðu rússneska hersins og lamandi áhrif refsiaðgerða Vesturlanda á efnahag Rússlands vegna þess að háttsettir ráðgjafar hans séu of hræddir til að segja honum sannleikann,“ segir Bedingfield. Þótt Úkraínumönnum hafi tekist að hrinda innrás Rússa í Kænugarð hafa stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir þeirra á borgina valdið þar miklu tjóni.AP/Mykhaylo Palinchak Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði í heimsókn til Kína í gær að það væru jákvæð teikn að Úkraínumenn hefðu fallist á að vera án kjarnorkuvopna og utan hernaðarbandalaga en það dygði ekki eitt og sér til. Boris Johnson forsætisráðherra segir Úkraínumenn eina eiga að taka ákvarðanir um framtíð sína.AP/Jessica Taylor Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði fyrir þingnefnd í gær að Úkraínumenn sjálfir að ákveða framtíð sína og vopnahlé dygði ekki til að sjö helstu iðríki heims aflétti refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi. „Að mínu mati eigum við að halda áfram að herða refsiaðgerðirnar þar til síðasti rússneski hermaðurinn er farinn frá Úkraínu,“ sagði Boris Johnson. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða í Asíu í nótt. Þannig lækkaði Brent-hráolían um tæp fimm prósent og West Texas hráolíuvísitalan um tæp sex prósent. 31. mars 2022 07:07 Vaktin: „Frelsið á ekki að vera verr vopnað en harðræði“ Rússar hafa heitið því að opna „mannúðarhlið“ frá Maríupól í dag. Að sögn varaforsætsiráðherra Úkraínu hefur röð hópferðabifreiða lagt af stað til borgarinnar til að freista þess að koma íbúum burt. 31. mars 2022 11:50 Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Iryna Vereshchuk aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir skilaboð hafa borist frá Rússum í gegnum alþjóða Rauða krossinn um að þeir væru reiðubúnir til að opna leiðir fyrir hópvagna til að flytja óbreytta borgara frá hafnarborginni Mariupol. Þar bjuggu um fjögur hundruð þúsund manns fyrir innrás Rússa en í dag er talið að þar séu enn um 160 þúsund manns. Hópferðarbílarnir verða að fara í gegnum varðstöðvar borgarinnar sem Rússar hafa setið um og skotið látlaust á í tæpan mánuð. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir rangt að rússneskar hersveitir hafi dregið sig til baka frá útjaðri höfuðborgarinnar Kænugarðs og Chernihiv vegna þess að Rússar hefðu náð fram markmiðum sínum. Þvert á móti hafi þær verið hraktar til baka af úkraínska hernum. Yfirlýsingar Rússa væru því innatóm orð. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði ástralska þingið í morgun. Hann segir ekki mark takandi á málskrúði Rússa um að þeir hafi dregið hersveitir sínar til baka frá Kænugarði og fleiri borgum í norðurhluta landsins.AP/Lukas Coch „Því á sama tíma sjáum við að Rússar eru að undirbúa hertar árásir í Donbas og við erum að undirbúa okkur undir þær. Við trúum engu málskrúði. Sú alvarlega staða sem er á vígvellinum er það sem skiptir öllu máli. Við gefumst ekki upp fyrir neinum og munum verja hvern metra af landi okkar og hvern eeinasta íbúa landsins,“ sagði Zelenskyy. Kate Bedingfield samskiptastjóri Hvíta hússins segir heimildir fyrir því að ráðgjafar Vladimirs Putins séu of hræddir til að segja honum sannleikann.AP/Patrick Semansky Kate Bedingfield samskiptastjóri Hvíta hússins segir upplýsingar benda til að spenna hafi myndast milli Rússlandsforseta og yfirmanna hersins vegna þess að þeir hafi ekki gefið honum réttar upplýsingar um stöðu mála. „Við teljum að Putin hafi ekki verið upplýstur um lélega framistöðu rússneska hersins og lamandi áhrif refsiaðgerða Vesturlanda á efnahag Rússlands vegna þess að háttsettir ráðgjafar hans séu of hræddir til að segja honum sannleikann,“ segir Bedingfield. Þótt Úkraínumönnum hafi tekist að hrinda innrás Rússa í Kænugarð hafa stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir þeirra á borgina valdið þar miklu tjóni.AP/Mykhaylo Palinchak Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði í heimsókn til Kína í gær að það væru jákvæð teikn að Úkraínumenn hefðu fallist á að vera án kjarnorkuvopna og utan hernaðarbandalaga en það dygði ekki eitt og sér til. Boris Johnson forsætisráðherra segir Úkraínumenn eina eiga að taka ákvarðanir um framtíð sína.AP/Jessica Taylor Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði fyrir þingnefnd í gær að Úkraínumenn sjálfir að ákveða framtíð sína og vopnahlé dygði ekki til að sjö helstu iðríki heims aflétti refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi. „Að mínu mati eigum við að halda áfram að herða refsiaðgerðirnar þar til síðasti rússneski hermaðurinn er farinn frá Úkraínu,“ sagði Boris Johnson.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða í Asíu í nótt. Þannig lækkaði Brent-hráolían um tæp fimm prósent og West Texas hráolíuvísitalan um tæp sex prósent. 31. mars 2022 07:07 Vaktin: „Frelsið á ekki að vera verr vopnað en harðræði“ Rússar hafa heitið því að opna „mannúðarhlið“ frá Maríupól í dag. Að sögn varaforsætsiráðherra Úkraínu hefur röð hópferðabifreiða lagt af stað til borgarinnar til að freista þess að koma íbúum burt. 31. mars 2022 11:50 Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða í Asíu í nótt. Þannig lækkaði Brent-hráolían um tæp fimm prósent og West Texas hráolíuvísitalan um tæp sex prósent. 31. mars 2022 07:07
Vaktin: „Frelsið á ekki að vera verr vopnað en harðræði“ Rússar hafa heitið því að opna „mannúðarhlið“ frá Maríupól í dag. Að sögn varaforsætsiráðherra Úkraínu hefur röð hópferðabifreiða lagt af stað til borgarinnar til að freista þess að koma íbúum burt. 31. mars 2022 11:50
Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46