Merkja gríðarlega aukningu í netárásum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. mars 2022 19:32 Paula Januszkiewicz stofnandi og forstjóri COURE. Syndis Sérfræðingar í tölvuöryggismálum segjast merkja gríðarlega aukningu í netárásum. Árásunum hafi fjölgað eftir innrás Rússa í Úkraínu og afleiðingar eigi enn eftir að koma fyllilega í ljós. Öflugar árásir geti valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja. Tæplega 300 manns komu saman á öryggisráðstefnu netöryggisfyrirtækisins Syndis sem fram fór á Grand Hotel í Reykjavík í dag. Innlendir og erlendir sérfræðingar á ólíkum sviðum netöryggismála héldu erindi um upplýsingamál og skyggnst var inn í hugarheim tölvuþrjóta. Paula Januszkiewicz, stofnandi og forstjóri pólska netöryggisfyrirtækisins CQURE, segist lengi hafa þurft að kljást við rússneska tölvuþrjóta. „Það hefur orðið gríðarleg aukning árása síðasta árið og enn fleiri árásir í kjölfar stríðs í Úkraínu. Við höfum ekki séð allar afleiðingar af því strax. Það er mjög mikilvægt að allir séu á varðbergi, líka hinn almenni starfsmaður sem á að vera álitinn sterkasti hlekkurinn en ekki sá veikasti,“ sagði Paula á ráðstefnunni. Anton M. Egilsson, aðstoðarforstjóri Syndis, segir í tilkynningu að vöktun mikilvægra kerfa skipti mestu máli. Það þurfi að vakta kerfin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Það sé erfitt að vera fullkomlega öruggur en mikilvægt að vera viðbúinn öllu. „Reynslan sýnir að með slíkri vöktun hefði verið hægt að koma í veg fyrir margar árásir síðasta árs. Rafmagn, fjármálaþjónusta, samgöngur og vatnsveita eru allt gríðarlega mikilvægir innviðir sem óhugsandi væri að missa út í slíkum tölvuárásum. Aukning í slíkum árásum sem geta valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja,“ segir Anton. Netöryggi Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Búast við rússneskum netárásum á Ísland Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja. 26. febrúar 2022 14:18 „Vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst“ Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna hugsanlega yfirvofandi netárása Rússa. Framkvæmdastjóri Syndis segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki furðulega pósta. 26. febrúar 2022 18:40 Telja mikilvægt að huga að netöryggi við núverandi aðstæður Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða. 16. mars 2022 08:47 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Sjá meira
Tæplega 300 manns komu saman á öryggisráðstefnu netöryggisfyrirtækisins Syndis sem fram fór á Grand Hotel í Reykjavík í dag. Innlendir og erlendir sérfræðingar á ólíkum sviðum netöryggismála héldu erindi um upplýsingamál og skyggnst var inn í hugarheim tölvuþrjóta. Paula Januszkiewicz, stofnandi og forstjóri pólska netöryggisfyrirtækisins CQURE, segist lengi hafa þurft að kljást við rússneska tölvuþrjóta. „Það hefur orðið gríðarleg aukning árása síðasta árið og enn fleiri árásir í kjölfar stríðs í Úkraínu. Við höfum ekki séð allar afleiðingar af því strax. Það er mjög mikilvægt að allir séu á varðbergi, líka hinn almenni starfsmaður sem á að vera álitinn sterkasti hlekkurinn en ekki sá veikasti,“ sagði Paula á ráðstefnunni. Anton M. Egilsson, aðstoðarforstjóri Syndis, segir í tilkynningu að vöktun mikilvægra kerfa skipti mestu máli. Það þurfi að vakta kerfin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Það sé erfitt að vera fullkomlega öruggur en mikilvægt að vera viðbúinn öllu. „Reynslan sýnir að með slíkri vöktun hefði verið hægt að koma í veg fyrir margar árásir síðasta árs. Rafmagn, fjármálaþjónusta, samgöngur og vatnsveita eru allt gríðarlega mikilvægir innviðir sem óhugsandi væri að missa út í slíkum tölvuárásum. Aukning í slíkum árásum sem geta valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja,“ segir Anton.
Netöryggi Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Búast við rússneskum netárásum á Ísland Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja. 26. febrúar 2022 14:18 „Vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst“ Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna hugsanlega yfirvofandi netárása Rússa. Framkvæmdastjóri Syndis segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki furðulega pósta. 26. febrúar 2022 18:40 Telja mikilvægt að huga að netöryggi við núverandi aðstæður Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða. 16. mars 2022 08:47 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Sjá meira
Búast við rússneskum netárásum á Ísland Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja. 26. febrúar 2022 14:18
„Vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst“ Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna hugsanlega yfirvofandi netárása Rússa. Framkvæmdastjóri Syndis segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki furðulega pósta. 26. febrúar 2022 18:40
Telja mikilvægt að huga að netöryggi við núverandi aðstæður Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða. 16. mars 2022 08:47