Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2022 13:28 Broddi Broddason hefur lesið sína síðustu frétt í hljóðnemann í Efstaleiti. RÚV „Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt. Rödd Brodda þekkja flestir landsmenn úr útvarpinu, án nokkurs vafa ein þekktasta rödd landsins. Samstarfsfólk Brodda á fréttastofunni fagnaði með lófaklappi þegar Broddi, með peysuna yfir öxlunum, gekk út úr útvarpsstúdíóinu í hádeginu. Fjöldinn virtist koma Brodda á óvart og hann þakkaði fyrir sig. Meirihluti fréttamanna og starfsfólk var með símana á lofti. „Ég klappa fyrir ykkur,“ sagði Broddi svo og klappaði. Þórður Helgi Þórðarson, einn af samstarfsfélögum Brodda úr útvarpinu hjá RÚV, var einn þeirra sem tók upp lokasekúndurnar á ferli Brodda og birti á Facebook. Broddi hefur vakið sérstaka athygli fyrir áhuga sinn og fréttaflutning af náttúruhamförum á borð við jarðskjálfta og eldgos. Þá hefur áhugi hans á fuglum ekki farið fram hjá fólki og þá sérstaklega komu lóunnar á vorin. Það er skammt stórra högga á milli í Efstaleiti því Bogi Ágústsson, fréttaþulurinn góðkunni, lætur sömuleiðis af störfum innantíðar. Önnur kanóna sem fólk þekkir vel af skjánum. „Stóra verkefnið er þá hvernig ætlum við að fara í gegnum þetta tímabil, byggja upp reynslu og bæta upp þá þekkingu sem við erum að missa en samt að viðhalda gæðum,“ sagði Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV í viðtali í Atvinnulífinu á Vísi á dögunum. Fleiri reynsluboltar hafa kvatt fréttastofuna nýlega og má nefna Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra og Einar Þorsteinsson fréttamann sem býður fram krafta sína í borgarstjórnarkosningum fyrir Framsóknarflokkinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tímamót Tengdar fréttir „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Einar Þorsteins hættur á RÚV Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV, og einn helsti stjórnandi Kastljóss undanfarin ár, hefur sagt upp störfum á Ríkisútvarpinu. 3. janúar 2022 14:37 Broddi las epíska hádegisfrétt um baráttu fréttamanna RÚV við mús og rottu „Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag. 7. október 2016 15:30 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Rödd Brodda þekkja flestir landsmenn úr útvarpinu, án nokkurs vafa ein þekktasta rödd landsins. Samstarfsfólk Brodda á fréttastofunni fagnaði með lófaklappi þegar Broddi, með peysuna yfir öxlunum, gekk út úr útvarpsstúdíóinu í hádeginu. Fjöldinn virtist koma Brodda á óvart og hann þakkaði fyrir sig. Meirihluti fréttamanna og starfsfólk var með símana á lofti. „Ég klappa fyrir ykkur,“ sagði Broddi svo og klappaði. Þórður Helgi Þórðarson, einn af samstarfsfélögum Brodda úr útvarpinu hjá RÚV, var einn þeirra sem tók upp lokasekúndurnar á ferli Brodda og birti á Facebook. Broddi hefur vakið sérstaka athygli fyrir áhuga sinn og fréttaflutning af náttúruhamförum á borð við jarðskjálfta og eldgos. Þá hefur áhugi hans á fuglum ekki farið fram hjá fólki og þá sérstaklega komu lóunnar á vorin. Það er skammt stórra högga á milli í Efstaleiti því Bogi Ágústsson, fréttaþulurinn góðkunni, lætur sömuleiðis af störfum innantíðar. Önnur kanóna sem fólk þekkir vel af skjánum. „Stóra verkefnið er þá hvernig ætlum við að fara í gegnum þetta tímabil, byggja upp reynslu og bæta upp þá þekkingu sem við erum að missa en samt að viðhalda gæðum,“ sagði Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV í viðtali í Atvinnulífinu á Vísi á dögunum. Fleiri reynsluboltar hafa kvatt fréttastofuna nýlega og má nefna Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra og Einar Þorsteinsson fréttamann sem býður fram krafta sína í borgarstjórnarkosningum fyrir Framsóknarflokkinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tímamót Tengdar fréttir „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Einar Þorsteins hættur á RÚV Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV, og einn helsti stjórnandi Kastljóss undanfarin ár, hefur sagt upp störfum á Ríkisútvarpinu. 3. janúar 2022 14:37 Broddi las epíska hádegisfrétt um baráttu fréttamanna RÚV við mús og rottu „Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag. 7. október 2016 15:30 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
„Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57
Einar Þorsteins hættur á RÚV Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV, og einn helsti stjórnandi Kastljóss undanfarin ár, hefur sagt upp störfum á Ríkisútvarpinu. 3. janúar 2022 14:37
Broddi las epíska hádegisfrétt um baráttu fréttamanna RÚV við mús og rottu „Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag. 7. október 2016 15:30