Erla hefur farið fram á endurupptöku Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2022 13:32 Erla Bolladóttir fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur nú í janúar eftir að dómurinn felldi úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, sem hafnaði beiðni hennar um endurupptöku máls hennar árið 2017. Vísir/vilhelm Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur farið fram á endurupptöku máls síns. Verði fallist á endurupptökubeiðnina verður mál hennar flutt að nýju í Hæstarétti. Þetta staðfestir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Erlu í samtali við fréttastofu. Erla var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Hún var dæmd í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa í samráði við þá Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marínó Ciesielski sakað fjóra menn, sem kenndir eru við skemmtistaðinn Klúbbinn, ranglega í málinu. Þeir sátu í kjölfarið í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga. Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í málunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla nema mál Erlu. Taldi endurupptökunefndin að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar þar sem ekki lægju fyrir gögn sem bentu til þess að hún hafi verið beitt þrýstingi er hún bar mennina fjóra röngum sökum. Hún ákvað í kjölfarið að höfða einkamál gegn ríkinu til að fara fram á ógildingu þessarar ákvörðunar endurupptökunefndarinnar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Undirstriki vilja til sátta Fram kom í gær að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hygðist una dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í síðustu viku í bótamáli tveggja barna Sævars Ciesielski, eins sakborninga, sem voru dæmdar hærri bætur en áður hafði verið ákveðið. „Til þess að gæta jafnræðis munum við þá bjóða öðrum Sævars sem ekki voru aðilar að þessu dómsmáli þá sambærilega bótafjárhæð og munum einnig eiga sambærileg samtöl við afkomendur Tryggva Rúnars,“ segir Katrín. „Sem ég tel að undirstriki okkar vilja til að sýna það að stjórnvöld hafa beðist afsökunar og vilja gera sitt til að ná sátt í þessu einstaka og erfiða máli.“ Það skýrist eftir helgi hvort börn Sævars áfrýi dómnum. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Tengdar fréttir Tveimur barna Sævars dæmdar 77 milljónir króna í bætur Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Lilju Rún Jensen og Victor Blæ Ciesielski Jensen 77 milljónir króna hvoru um sig. Lilja og Victor eru börn Sævars Marínós Ciesielski heitins sem var á meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. mars 2022 15:18 Hyggst una dómi í bótamáli barna Sævars Ciesielski Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst una dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í bótamáli tveggja barna Sævars Marinós Ciesielski sem var á meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 1. apríl 2022 07:24 Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25. febrúar 2022 10:59 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Erla var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Hún var dæmd í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa í samráði við þá Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marínó Ciesielski sakað fjóra menn, sem kenndir eru við skemmtistaðinn Klúbbinn, ranglega í málinu. Þeir sátu í kjölfarið í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga. Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í málunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla nema mál Erlu. Taldi endurupptökunefndin að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar þar sem ekki lægju fyrir gögn sem bentu til þess að hún hafi verið beitt þrýstingi er hún bar mennina fjóra röngum sökum. Hún ákvað í kjölfarið að höfða einkamál gegn ríkinu til að fara fram á ógildingu þessarar ákvörðunar endurupptökunefndarinnar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Undirstriki vilja til sátta Fram kom í gær að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hygðist una dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í síðustu viku í bótamáli tveggja barna Sævars Ciesielski, eins sakborninga, sem voru dæmdar hærri bætur en áður hafði verið ákveðið. „Til þess að gæta jafnræðis munum við þá bjóða öðrum Sævars sem ekki voru aðilar að þessu dómsmáli þá sambærilega bótafjárhæð og munum einnig eiga sambærileg samtöl við afkomendur Tryggva Rúnars,“ segir Katrín. „Sem ég tel að undirstriki okkar vilja til að sýna það að stjórnvöld hafa beðist afsökunar og vilja gera sitt til að ná sátt í þessu einstaka og erfiða máli.“ Það skýrist eftir helgi hvort börn Sævars áfrýi dómnum.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Tengdar fréttir Tveimur barna Sævars dæmdar 77 milljónir króna í bætur Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Lilju Rún Jensen og Victor Blæ Ciesielski Jensen 77 milljónir króna hvoru um sig. Lilja og Victor eru börn Sævars Marínós Ciesielski heitins sem var á meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. mars 2022 15:18 Hyggst una dómi í bótamáli barna Sævars Ciesielski Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst una dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í bótamáli tveggja barna Sævars Marinós Ciesielski sem var á meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 1. apríl 2022 07:24 Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25. febrúar 2022 10:59 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Tveimur barna Sævars dæmdar 77 milljónir króna í bætur Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Lilju Rún Jensen og Victor Blæ Ciesielski Jensen 77 milljónir króna hvoru um sig. Lilja og Victor eru börn Sævars Marínós Ciesielski heitins sem var á meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. mars 2022 15:18
Hyggst una dómi í bótamáli barna Sævars Ciesielski Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst una dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í bótamáli tveggja barna Sævars Marinós Ciesielski sem var á meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 1. apríl 2022 07:24
Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25. febrúar 2022 10:59