Saka Rússa um að hafa gert árásir á friðsæl mótmæli Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2022 23:02 Úkraínumenn náðu fjölmörgum svæðum í grennd við Kænugarð aftur á sitt vald í dag. Til að mynda bæinn Bucha, þar sem Rússar hafa drepið ótal almenna borgara. AP Photo/Vadim Ghirda Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í á sjöttu viku en Úkraínumenn virðast nokkuð upplitsdjarfir. Oleksiy Arestovych, ráðgjafi Úkraínuforseta, segir hersveitir nærri Kænugarði nú hafa náð yfir þrjátíu bæjum og þorpum á sitt vald á ný - og að tekist hafi að hemja ásókn Rússa úr austri. Mjög hart verði þó barist í austur- og suðurhéruðum Úkraínu á komandi dögum, einkum í hinni stríðshrjáðu Maríupól. Samkomulag náðist um sjö mannúðarhlið út úr borgum Úkraínu í dag og þá freistaði Rauði krossinn þess enn einu sinni að bjarga fólki frá Maríupól. Tilraun til þess mistókst í gær - en úkraínsk stjórnvöld segjast þó hafa komið 3000 manns út úr borginni í gær. Þá eru rússneskir hermenn sagðir hafa gert stórskotaliðsárásir í úkraínsku borginni Enerhodar, þar sem finna má stærsta kjarnorkuver í Evrópu. Bæði borgin og kjarnorkuverið hafa verið á valdi Rússa síðan 4. mars. Úkraínska kjarnorkamálastofnunin segir íbúa í borginni hafa verið samankomna á friðsamlegum mótmæla gegn stríðinu þegar Rússar réðust á þá. Þá eru nú minnst 35 sagðir hafa fallið í eldflaugaárás á stjórnarbyggingu í borginni Mykolaiv en björgunarfólk hélt áfram leit í rústunum í dag. Páfi kallaði Pútín pótintáta Frans páfi, sem nú er staddur í Möltu, segist nú íhuga heimsókn til Kænugarðs. Hann var gagnrýninn sem aldrei fyrr í garð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta í ávarpi í dag - og lýsti innrásinni sem villimannslegri. „Enn á ný er einhver pótintáti, sem því miður er fastur í úreltum þjóðerniskröfum, að hvetja og efna til ófriðar þótt venjulegt fólk finni þörfina á að byggja upp framtíð sem verður annað hvort sameiginleg eða verður alls ekki,“ sagði Frans páfi í ávarpi. Innrás Rússa í Úkraínu Páfagarður Úkraína Rússland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í á sjöttu viku en Úkraínumenn virðast nokkuð upplitsdjarfir. Oleksiy Arestovych, ráðgjafi Úkraínuforseta, segir hersveitir nærri Kænugarði nú hafa náð yfir þrjátíu bæjum og þorpum á sitt vald á ný - og að tekist hafi að hemja ásókn Rússa úr austri. Mjög hart verði þó barist í austur- og suðurhéruðum Úkraínu á komandi dögum, einkum í hinni stríðshrjáðu Maríupól. Samkomulag náðist um sjö mannúðarhlið út úr borgum Úkraínu í dag og þá freistaði Rauði krossinn þess enn einu sinni að bjarga fólki frá Maríupól. Tilraun til þess mistókst í gær - en úkraínsk stjórnvöld segjast þó hafa komið 3000 manns út úr borginni í gær. Þá eru rússneskir hermenn sagðir hafa gert stórskotaliðsárásir í úkraínsku borginni Enerhodar, þar sem finna má stærsta kjarnorkuver í Evrópu. Bæði borgin og kjarnorkuverið hafa verið á valdi Rússa síðan 4. mars. Úkraínska kjarnorkamálastofnunin segir íbúa í borginni hafa verið samankomna á friðsamlegum mótmæla gegn stríðinu þegar Rússar réðust á þá. Þá eru nú minnst 35 sagðir hafa fallið í eldflaugaárás á stjórnarbyggingu í borginni Mykolaiv en björgunarfólk hélt áfram leit í rústunum í dag. Páfi kallaði Pútín pótintáta Frans páfi, sem nú er staddur í Möltu, segist nú íhuga heimsókn til Kænugarðs. Hann var gagnrýninn sem aldrei fyrr í garð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta í ávarpi í dag - og lýsti innrásinni sem villimannslegri. „Enn á ný er einhver pótintáti, sem því miður er fastur í úreltum þjóðerniskröfum, að hvetja og efna til ófriðar þótt venjulegt fólk finni þörfina á að byggja upp framtíð sem verður annað hvort sameiginleg eða verður alls ekki,“ sagði Frans páfi í ávarpi.
Innrás Rússa í Úkraínu Páfagarður Úkraína Rússland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira