Ný hugsun, nýr heimur Karólína Helga Símonardóttir skrifar 4. apríl 2022 10:30 Heimurinn hefur skroppið saman á síðustu árum, með aðstoð tækninnar erum við ekki lengur bundin við innlendan atvinnumarkað. Margir leita í dag að tækifærum í þekkingariðnaði þvert á landamæri, landshluta og sveitarfélagamörk á sama tíma og þau kjósa að búa áfram í heimabænum. Þessi breytti veruleiki þýðir að sveitarfélög þurfa að vera leiðandi í því að búa til jarðveg og skapa aðstöðu fyrir þekkingariðnað og nýsköpun. Jafnframt þarf að vinna í því að gera bæjarrýmið aðlaðandi og áhugavert í öllum hverfum bæjarins. Þekking og nýsköpun krefst ekki stórra innviðafjárfestinga, en geta skapað miklar tekjur og eru því að mörgu leiti ódýr fjárfesting með mikla tekjumöguleika og því það sem á ensku kallast „no-brainer“. Af hverju er þá lítið búið að hlúa að þessum málaflokki í Hafnarfirði síðustu árin? Sennilega vegna þess að þetta er flókinn málaflokkur sem passar illa inn í kerfin sem við höfum búið okkur til í dag. Kerfi sem þarf að umturna og endurskoða að öllu leiti. Við í Viðreisn ætlum að breyta þessu og gera þekkingu og nýsköpun að helstu atvinnugrein Hafnarfjarðar. Við viljum vera í fararbroddi með því að koma á laggirnar þekkingarklasa í Hafnarfirði þar sem fyrirtæki, einstaklingar og allir þeir sem skilgreina sig sem frumkvöðla geta fengið tækifæri til að vaxa og dafna. Við viljum einnig vera í fararbroddi þegar kemur að skipulagningu á bæjarrýminu. Við viljum búa til aðlaðandi og gönguvænt umhverfi þar sem fólk fær tækifæri til að spegla vinnu sína og hugmyndir með öðrum, grípa kaffibolla, borða saman og kaupa í matinn án þess að keyra yfir í næsta bæjarfélag. Við ætlum að láta kerfin vinna fyrir okkur en ekki okkur vinna fyrir kerfin. Meiri Viðreisn þýðir meiri tækifæri, meiri lífsgæði og meiri gleði Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Heimurinn hefur skroppið saman á síðustu árum, með aðstoð tækninnar erum við ekki lengur bundin við innlendan atvinnumarkað. Margir leita í dag að tækifærum í þekkingariðnaði þvert á landamæri, landshluta og sveitarfélagamörk á sama tíma og þau kjósa að búa áfram í heimabænum. Þessi breytti veruleiki þýðir að sveitarfélög þurfa að vera leiðandi í því að búa til jarðveg og skapa aðstöðu fyrir þekkingariðnað og nýsköpun. Jafnframt þarf að vinna í því að gera bæjarrýmið aðlaðandi og áhugavert í öllum hverfum bæjarins. Þekking og nýsköpun krefst ekki stórra innviðafjárfestinga, en geta skapað miklar tekjur og eru því að mörgu leiti ódýr fjárfesting með mikla tekjumöguleika og því það sem á ensku kallast „no-brainer“. Af hverju er þá lítið búið að hlúa að þessum málaflokki í Hafnarfirði síðustu árin? Sennilega vegna þess að þetta er flókinn málaflokkur sem passar illa inn í kerfin sem við höfum búið okkur til í dag. Kerfi sem þarf að umturna og endurskoða að öllu leiti. Við í Viðreisn ætlum að breyta þessu og gera þekkingu og nýsköpun að helstu atvinnugrein Hafnarfjarðar. Við viljum vera í fararbroddi með því að koma á laggirnar þekkingarklasa í Hafnarfirði þar sem fyrirtæki, einstaklingar og allir þeir sem skilgreina sig sem frumkvöðla geta fengið tækifæri til að vaxa og dafna. Við viljum einnig vera í fararbroddi þegar kemur að skipulagningu á bæjarrýminu. Við viljum búa til aðlaðandi og gönguvænt umhverfi þar sem fólk fær tækifæri til að spegla vinnu sína og hugmyndir með öðrum, grípa kaffibolla, borða saman og kaupa í matinn án þess að keyra yfir í næsta bæjarfélag. Við ætlum að láta kerfin vinna fyrir okkur en ekki okkur vinna fyrir kerfin. Meiri Viðreisn þýðir meiri tækifæri, meiri lífsgæði og meiri gleði Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun