Auglýsing á „krísu-útrýmingarsölu“ ekki lögmæt Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2022 16:09 Alan Talib er eigandi Cromwell Rugs ehf.. Aðsend Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. um eina milljón króna fyrir brot á neytendalögum. Félagið var einnig sektað af Neytendastofu í október síðastliðnum, þá um þrjár milljónir króna. Í ákvörðun Neytendastofu segir að stofnuninni hafi borist ábendingar vegna auglýsinga sem Cromwell Rugs birti ítrekað í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Félagið auglýsti þar handofin persnesk teppi og hélt því fram að um væri að ræða „krísu-útrýmingarsölu“. Í auglýsingu í Morgunblaðinu þann 21. desember kom ekki fram hvert verðið á teppunum væri, einungis að það væri á enn meiri afslætti en það var áður. Stórt X var yfir upprunalega verðinu og gamla afsláttarverðinu. Þá sagði einnig að vöruhúsið væri einungis opið næstu þrjá daga. Neytendastofa gerði athugasemd við þessar fullyrðingar ásamt því að óska eftir sönnun á upprunalegu verði teppanna. Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu þann 21. desember síðastliðinn. Morgunblaðið Töldu auglýsingar ekki varða reglugerðina Í 17. grein laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins er kveðið á um að fyrirtæki sem selji vörur og þjónustu til neytenda skuli merkja vöru sína og þjónustu með verði eða sýna það á svo áberandi hátt á sölustaðnum að auðvelt sé fyrir neytendur að sjá það. Cromwell Rugs túlkaði ákvæðið sem svo að það gilti ekki um auglýsingar. Í svari Cromwell til Neytendastofu er því haldið fram að fullyrðingin um þriggja daga opnun væri sönn þrátt fyrir að vöruhúsið hafi opnað að nýju. Til stóð að færa teppin til Akureyrar og opna verslun þar en ekki náðust samningar við staðarblöð um auglýsingar og því hafi verið hætt við opnunina. Þá var ákveðið opna verslunina aftur í Reykjavík. Fullyrðingin hafi því verið byggð á bestu mögulegu upplýsingum á þeim tíma. Fengu fólk til að taka skyndiákvörðun Samkvæmt niðurstöðum Neytendastofu braut Cromwell Rugs lög með því að birta ekki endanlegt verð teppanna og einnig með því að halda því ranglega fram að félagið væri um það bil að hætta verslun. Með því hafi fyrirtækið blekkt neytendur til að taka skyndiákvörðun um kaupin. Cromwell Rugs er því gert að greiða stjórnvaldssekt að einni milljón króna vegna brotsins. Þá er fyrirtækinu einnig bannað að viðhafa viðskiptahættina sem eru tilgreindir í ákvörðuninni. Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Formaður Neytendasamtakanna segir auglýsingu um „krísu-útrýmingarsölu“ á persneskum teppum, sem birtist í aukablaði með Morgunblaðinu í morgun, ólöglega. 2. október 2021 19:03 Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Í ákvörðun Neytendastofu segir að stofnuninni hafi borist ábendingar vegna auglýsinga sem Cromwell Rugs birti ítrekað í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Félagið auglýsti þar handofin persnesk teppi og hélt því fram að um væri að ræða „krísu-útrýmingarsölu“. Í auglýsingu í Morgunblaðinu þann 21. desember kom ekki fram hvert verðið á teppunum væri, einungis að það væri á enn meiri afslætti en það var áður. Stórt X var yfir upprunalega verðinu og gamla afsláttarverðinu. Þá sagði einnig að vöruhúsið væri einungis opið næstu þrjá daga. Neytendastofa gerði athugasemd við þessar fullyrðingar ásamt því að óska eftir sönnun á upprunalegu verði teppanna. Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu þann 21. desember síðastliðinn. Morgunblaðið Töldu auglýsingar ekki varða reglugerðina Í 17. grein laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins er kveðið á um að fyrirtæki sem selji vörur og þjónustu til neytenda skuli merkja vöru sína og þjónustu með verði eða sýna það á svo áberandi hátt á sölustaðnum að auðvelt sé fyrir neytendur að sjá það. Cromwell Rugs túlkaði ákvæðið sem svo að það gilti ekki um auglýsingar. Í svari Cromwell til Neytendastofu er því haldið fram að fullyrðingin um þriggja daga opnun væri sönn þrátt fyrir að vöruhúsið hafi opnað að nýju. Til stóð að færa teppin til Akureyrar og opna verslun þar en ekki náðust samningar við staðarblöð um auglýsingar og því hafi verið hætt við opnunina. Þá var ákveðið opna verslunina aftur í Reykjavík. Fullyrðingin hafi því verið byggð á bestu mögulegu upplýsingum á þeim tíma. Fengu fólk til að taka skyndiákvörðun Samkvæmt niðurstöðum Neytendastofu braut Cromwell Rugs lög með því að birta ekki endanlegt verð teppanna og einnig með því að halda því ranglega fram að félagið væri um það bil að hætta verslun. Með því hafi fyrirtækið blekkt neytendur til að taka skyndiákvörðun um kaupin. Cromwell Rugs er því gert að greiða stjórnvaldssekt að einni milljón króna vegna brotsins. Þá er fyrirtækinu einnig bannað að viðhafa viðskiptahættina sem eru tilgreindir í ákvörðuninni. Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Formaður Neytendasamtakanna segir auglýsingu um „krísu-útrýmingarsölu“ á persneskum teppum, sem birtist í aukablaði með Morgunblaðinu í morgun, ólöglega. 2. október 2021 19:03 Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Formaður Neytendasamtakanna segir auglýsingu um „krísu-útrýmingarsölu“ á persneskum teppum, sem birtist í aukablaði með Morgunblaðinu í morgun, ólöglega. 2. október 2021 19:03
Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50