Lewis Hamilton henti sér hvað eftir annað út úr flugvél á miðju tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 07:31 Lewis Hamilton hefur ekki byrjað tímabilið alltof vel en fór nýja leið til að hreinsa hugann fyrir framhaldið. Getty/ANP Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Formúlu 1 ökumaður sæki í adrenalínið. Það búast ekki ekki margir við að ökuþórarnir séu í ævintýraleit á miðju tímabili. Það er hins vegar raunin hjá sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton sem sýndi frá fallhlífarstökki sínu á samfélagsmiðlum. Hamilton var staddur í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Það voru tvær vikur á milli keppna í Sádí Arabíu og Ástralíu. Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Hamilton sem er aðeins í fimmta sæti eftir tvær keppnir. Hann var þriðji í fyrsta kappakstri ársins í Barein en náði bara tíunda sætinu í Sádí Arabíu. Hamilton þurfti aðeins að lyfta sér upp og hreinsa hugann og ákvað að gera það með því að fara í fallhlífarstökk yfir eyðimörkinni. Hann sýndi myndband af sér á Instagram-síðu sinni og þar kom líka fram að hann stökk ekki aðeins einu sinni heldur miklu, miklu oftar. „Átti frábæran dag í gær. Fullkominn leið til að eyða sunnudegi. Ég hef stundað fallhlífarstökk í nokkur ár en náði ekki að stökkva neitt meðan kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Náði að stökkva tíu sinnum og lærði eitthvað nýtt í hverju stökki. Þetta er frábær leið til að hreinsa hugann, stilla sig af og ná upp einbeitingu fyrir komandi viku,“ skrifaði Lewis Hamilton eins og má sjá hér fyrir neðan. Fulltrúar Mercedes-liðsins voru örugglega ekki rólegir að horfa upp á þessar myndir enda þeirra besti ökumaður í ævintýraleið á miðju tímabili. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) Formúla Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Það er hins vegar raunin hjá sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton sem sýndi frá fallhlífarstökki sínu á samfélagsmiðlum. Hamilton var staddur í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Það voru tvær vikur á milli keppna í Sádí Arabíu og Ástralíu. Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Hamilton sem er aðeins í fimmta sæti eftir tvær keppnir. Hann var þriðji í fyrsta kappakstri ársins í Barein en náði bara tíunda sætinu í Sádí Arabíu. Hamilton þurfti aðeins að lyfta sér upp og hreinsa hugann og ákvað að gera það með því að fara í fallhlífarstökk yfir eyðimörkinni. Hann sýndi myndband af sér á Instagram-síðu sinni og þar kom líka fram að hann stökk ekki aðeins einu sinni heldur miklu, miklu oftar. „Átti frábæran dag í gær. Fullkominn leið til að eyða sunnudegi. Ég hef stundað fallhlífarstökk í nokkur ár en náði ekki að stökkva neitt meðan kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Náði að stökkva tíu sinnum og lærði eitthvað nýtt í hverju stökki. Þetta er frábær leið til að hreinsa hugann, stilla sig af og ná upp einbeitingu fyrir komandi viku,“ skrifaði Lewis Hamilton eins og má sjá hér fyrir neðan. Fulltrúar Mercedes-liðsins voru örugglega ekki rólegir að horfa upp á þessar myndir enda þeirra besti ökumaður í ævintýraleið á miðju tímabili. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton)
Formúla Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira