Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að um sé að ræða nýja stöðu innan Krónunnar og er Fanneyju meðal annars ætlað að efla áherslu Krónunnar í lýðheilsumálum, jafnt meðal starfsfólks og viðskiptavina.
Fanney er með B.Sc.-gráðu í íþrótta- og lýðheilsufræðum frá Háskóla Íslands og MS-gráðu í verkefnastjórnun frá sama skóla.
Haft er eftir Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, að það sé mikill fengur í Fanneyju sem komi til Krónunnar með góða þekkingu á lýðheilsumálum sem muni nýtast til að innleiða lýðheilsustefnu Krónunnar.
„Markmið Krónunnar er að vera leiðandi vinnustaður í lýðheilsumálum og stuðla að betri heilsu og vellíðan starfsfólks, en ekki síður að hafa smitandi áhrif út í samfélagið og til okkar viðskiptavina með heilsusamlegri hvatningu. Við hlökkum til að þróa þessar áherslur okkar frekar með Fanneyju í fararbroddi,“ segir Ásta.