„Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2022 13:36 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, býst við að framganga innviðaráðherra muni hafa afleiðingar. Vísir/Einar Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. Vigdís sagði í færslu á Facebook í gær að ummælin hafi verið særandi en Sigurður Ingi hefur á sama vettvangi kallað þau „óviðurkvæmileg“ og beðist afsökunar á þeim en að öðru leyti ekki viljað ræða við fjölmiðla. Á vettvangi Alþingis hafa nokkrir þingmenn sagt að framferði Sigurðar Inga brjóti mögulega í bága við siðreglur sem gilda um ráðherra, einkum þá sem kveður á um að ráðherra beri að gæta þess að rýra ekki virðingu embættis síns með ámælisverðri framkomu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er nefndarmaður í forsætisnefnd en mál er varða siðareglur heyra undir þá nefnd en til þess að mál verði tekin upp á vegum hennar þarf formleg kvörtun að berast en hver sem er getur lagt hana fram. „Sem forsætisnefnd þá skoðar hvort tilefni sé til að kanna nánar; hvort það sé fótur fyrir þeirri ábendingu. Þetta getur farið í nokkrar áttir. Það getur verið að málinu sé strax vísað frá og það metið sem tilefnislaust. Það getur verið metið svo að leita eigi ráðgjafar hjá ráðgefandi siðanefnd og forsætisnefnd getur ákveðið í rauninni sjálf hvort þetta varði brot á siðareglum eða jafnvel meint brot á lagareglum.“ Meint brot á lögum sem Björn Leví vísar til myndi þá mögulega varða við Lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna sem samþykkt voru af núverandi ríkisstjórn 11. júní 2018. Björn Leví segist aðspurður ekki telja að meint brot á siðareglum sé langsótt þótt ummælin hafi ekki verið látin falla á vettvangi þingsins. „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið. Og ef það kemur formleg kvörtun vegna siðareglnanna þá einfaldlega ber forsætisnefnd að fara yfir það.“ Björn Leví kveðst aðspurður eiga von á því að málið muni hafa afleiðingar fyrir Sigurð Inga. „Það er sérstaklega tekið fram í lögum um jafna meðferð óháð kynþætti að það sé óheimilt að afsala sér þeim réttindum sem kveður á um í lögunum.“ Hann segir að hugsun löggjafans á bakvið það sé til þess að það sé ekki á herðum þess sem verður fyrir broti þurfi ekki að reka málið sjálfur. „Þarna er það sett í hendur stjórnvalda að framfylgja lögunum, það er að segja kærunefnd jafnréttismála ef það berst ábending sem hver sem er á að geta gert.“ Alþingi Píratar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Ekki komið til umræðu að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið mjög döpur vegna þeirra særandi ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi. Ekki hafi komið til umræðu innan Vinstri grænna að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hyggist Sigurður Ingi sitja áfram í ráðherrastól. 5. apríl 2022 12:23 Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Vigdís sagði í færslu á Facebook í gær að ummælin hafi verið særandi en Sigurður Ingi hefur á sama vettvangi kallað þau „óviðurkvæmileg“ og beðist afsökunar á þeim en að öðru leyti ekki viljað ræða við fjölmiðla. Á vettvangi Alþingis hafa nokkrir þingmenn sagt að framferði Sigurðar Inga brjóti mögulega í bága við siðreglur sem gilda um ráðherra, einkum þá sem kveður á um að ráðherra beri að gæta þess að rýra ekki virðingu embættis síns með ámælisverðri framkomu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er nefndarmaður í forsætisnefnd en mál er varða siðareglur heyra undir þá nefnd en til þess að mál verði tekin upp á vegum hennar þarf formleg kvörtun að berast en hver sem er getur lagt hana fram. „Sem forsætisnefnd þá skoðar hvort tilefni sé til að kanna nánar; hvort það sé fótur fyrir þeirri ábendingu. Þetta getur farið í nokkrar áttir. Það getur verið að málinu sé strax vísað frá og það metið sem tilefnislaust. Það getur verið metið svo að leita eigi ráðgjafar hjá ráðgefandi siðanefnd og forsætisnefnd getur ákveðið í rauninni sjálf hvort þetta varði brot á siðareglum eða jafnvel meint brot á lagareglum.“ Meint brot á lögum sem Björn Leví vísar til myndi þá mögulega varða við Lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna sem samþykkt voru af núverandi ríkisstjórn 11. júní 2018. Björn Leví segist aðspurður ekki telja að meint brot á siðareglum sé langsótt þótt ummælin hafi ekki verið látin falla á vettvangi þingsins. „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið. Og ef það kemur formleg kvörtun vegna siðareglnanna þá einfaldlega ber forsætisnefnd að fara yfir það.“ Björn Leví kveðst aðspurður eiga von á því að málið muni hafa afleiðingar fyrir Sigurð Inga. „Það er sérstaklega tekið fram í lögum um jafna meðferð óháð kynþætti að það sé óheimilt að afsala sér þeim réttindum sem kveður á um í lögunum.“ Hann segir að hugsun löggjafans á bakvið það sé til þess að það sé ekki á herðum þess sem verður fyrir broti þurfi ekki að reka málið sjálfur. „Þarna er það sett í hendur stjórnvalda að framfylgja lögunum, það er að segja kærunefnd jafnréttismála ef það berst ábending sem hver sem er á að geta gert.“
Alþingi Píratar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Ekki komið til umræðu að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið mjög döpur vegna þeirra særandi ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi. Ekki hafi komið til umræðu innan Vinstri grænna að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hyggist Sigurður Ingi sitja áfram í ráðherrastól. 5. apríl 2022 12:23 Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Ekki komið til umræðu að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið mjög döpur vegna þeirra særandi ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi. Ekki hafi komið til umræðu innan Vinstri grænna að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hyggist Sigurður Ingi sitja áfram í ráðherrastól. 5. apríl 2022 12:23
Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38
Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41