Meirihlutinn í Reykjavík fallinn og Framsókn í stórsókn Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 5. apríl 2022 19:31 Meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapi tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn er í stórsókn og fengi þrjá borgarfulltrúa. Könnun Maskínu var gerð dagana 22. til 29. mars og felur í sér miklar breytingar á fylgi flokkanna frá síðustu könnun og frá kosningunum 2018. Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og fengi 14 prósent atkvæða nú en Viðreisn tapar 2,5 prósentustigum frá kosningum og fengi 5,7 prósent. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti sig frá síðustu könnun er hann töluvert frá síðustu kosningaúrslitum og fengi 25,5 prósent nú. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 8,4 prósent. Miðflokkurinn er vart mælanlegur með 0,6 prósent og Píratar eru enn yfir kjörfylgi með 11,4 prósent. Samfylkingin sækir á frá síðustu könnun og mælist nú með sama fylgi og íkosningunum 2018 og Vinstri græn eru einnig á svipuðum slóðum og kosningunum 2018 með 4,4 prósent. Ef þetta yrðu úrslitin í maí vantaði núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar einn borgarfulltrúa til að geta endurnýjað meirihluta sinn. Þeir fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa af 23 og núverandi minnihluta flokkar tólf fulltrúa. Framsóknarflokkurinn fengi þrjá fulltrúa, var með engan, Viðreisn missti annan af tveimur sínum, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex en var með átta í síðustu kosningum. Flokkur fólksins héldi sínum eina fulltrúa, Miðflokkurinn missti sinn eina en Pírata myndu bæta við sig einum og fengju þrjá. Samfylkingin myndi hins vegar missa einn þrátt fyrir sama prósentufylgi og síðast og Vinstri græn héldu sínum eina. „Vitum ekki enn hvað Framsóknarflokkurinn stendur fyrir“ En er núverandi meirihluti, sem samkvæmt þessari könnun er búinn að missa hann, farinn að leita að nýjum flokki í meirihluta? „Nei, það er algerlega ótímabært en það er ljóst að þetta verður jafnt og það kemur svo sem ekki á óvart. Þó Samfylkingin megi kannski ekki una við þessa könnun þá er auðvitað töluvert mikið í húfi í kosningum. Hvort borgin haldi áfram að þróast í græna, spennandi átt eða hvort því verði snúið til baka,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn sækir nú í sig veðrið í borginni en óttast borgarstjóri að hann verði horn í síðu Samfylkingar og er staðan önnur eftir nýleg ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns flokksins? „Það er kannski ótímabært að segja. Ég held að Framsóknarflokkurinn þurfi að gera hreint fyrir sínum dyrum í málinu, það er alveg ljóst,“ segir Dagur. Hann segir sömuleiðis þurfa að koma í ljós hvort flokkurinn komi inn með sprengingu í kosningum í vor. „Við svo sem vitum ekki ennþá hvað Framsóknarflokkurinn stendur almennilega fyrir, við heyrum bara að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar með þeim í samstarfi við sig.“ Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Píratar Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30 Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. 21. febrúar 2022 14:06 Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Könnun Maskínu var gerð dagana 22. til 29. mars og felur í sér miklar breytingar á fylgi flokkanna frá síðustu könnun og frá kosningunum 2018. Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og fengi 14 prósent atkvæða nú en Viðreisn tapar 2,5 prósentustigum frá kosningum og fengi 5,7 prósent. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti sig frá síðustu könnun er hann töluvert frá síðustu kosningaúrslitum og fengi 25,5 prósent nú. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 8,4 prósent. Miðflokkurinn er vart mælanlegur með 0,6 prósent og Píratar eru enn yfir kjörfylgi með 11,4 prósent. Samfylkingin sækir á frá síðustu könnun og mælist nú með sama fylgi og íkosningunum 2018 og Vinstri græn eru einnig á svipuðum slóðum og kosningunum 2018 með 4,4 prósent. Ef þetta yrðu úrslitin í maí vantaði núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar einn borgarfulltrúa til að geta endurnýjað meirihluta sinn. Þeir fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa af 23 og núverandi minnihluta flokkar tólf fulltrúa. Framsóknarflokkurinn fengi þrjá fulltrúa, var með engan, Viðreisn missti annan af tveimur sínum, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex en var með átta í síðustu kosningum. Flokkur fólksins héldi sínum eina fulltrúa, Miðflokkurinn missti sinn eina en Pírata myndu bæta við sig einum og fengju þrjá. Samfylkingin myndi hins vegar missa einn þrátt fyrir sama prósentufylgi og síðast og Vinstri græn héldu sínum eina. „Vitum ekki enn hvað Framsóknarflokkurinn stendur fyrir“ En er núverandi meirihluti, sem samkvæmt þessari könnun er búinn að missa hann, farinn að leita að nýjum flokki í meirihluta? „Nei, það er algerlega ótímabært en það er ljóst að þetta verður jafnt og það kemur svo sem ekki á óvart. Þó Samfylkingin megi kannski ekki una við þessa könnun þá er auðvitað töluvert mikið í húfi í kosningum. Hvort borgin haldi áfram að þróast í græna, spennandi átt eða hvort því verði snúið til baka,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn sækir nú í sig veðrið í borginni en óttast borgarstjóri að hann verði horn í síðu Samfylkingar og er staðan önnur eftir nýleg ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns flokksins? „Það er kannski ótímabært að segja. Ég held að Framsóknarflokkurinn þurfi að gera hreint fyrir sínum dyrum í málinu, það er alveg ljóst,“ segir Dagur. Hann segir sömuleiðis þurfa að koma í ljós hvort flokkurinn komi inn með sprengingu í kosningum í vor. „Við svo sem vitum ekki ennþá hvað Framsóknarflokkurinn stendur almennilega fyrir, við heyrum bara að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar með þeim í samstarfi við sig.“
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Píratar Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30 Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. 21. febrúar 2022 14:06 Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30
Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. 21. febrúar 2022 14:06
Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20