Loka vegna myglu og segja eigendur hússins ekki hafa brugðist við kvörtunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2022 22:13 Hótel Volcono í Grindavík þarf að loka vegna myglu- og rakaskemmda. Vísir/Vilhelm Rekstraraðilar Hótels Volcano og Festi bistro&bar í Grindavík segja eigendur húsnæðisins ekki hafa brugðist við ítrekuðum kvörtunum vegna myglu og rakaskemmda. Hótelið og veitingastaðurinn þurfi því að loka. Hótelið var opnað fyrir tæpu ári síðan við Víkurbraut 58 í Grindavík þar sem samkomuhúsið Festi var áður til húsa. Húsnæðið var tekið á leigu af rekstraraðilum hótelsins í maí í fyrra og skrifar Festi bistro&bar á Facebook að eigandi húsnæðisins, Lundur fasteignafélag, hafi þá átt að gera við glugga í húsinu fyrir 1. júlí 2021. „Í stuttu máli var það ekki gert og hefur því undanfarna mánuði þurft að taka herbergi úr sölu vegna leka og skemmda í þeim. Þar sem eigandi húsnæðisins brást ekki við ítrekuðum kvörtunum og sinnti ekki úrbótum fékk hótelið Eflu til að skoða húsnæðið. Í skýrslu Eflu frá því í mars kemur fram að mygla hafi fundist á hótelinu, leki sé víða í húsinu og skemmdir,“ skrifar Festi í Facebook-færslu. Þar segir að í kjölfarið hafi Hótel Volcano óskað eftir því að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja kæmi og skoðaði húsnæðið, sem eftirlitið hafi gert. „Í eftirlitsskýrslu embættisins frá 1. apríl sl., kemur fram að það sé mat Heilbrigðiseftirlitsins að raka- og mygluvandamál í hótelbyggingunni séu það útbreidd og umfangsmikil að heilsu manna sem þar dveljast sé hætta búin,“ segir í færslunni. Þar segir að hótelinu hafi verið ráðlagt af heilbrigðiseftirlitinu að hætta strax hótel- og veitingarekstri og ráðast í úrbætur með hliðsjón af ráðleggingum EFlu og leiðbeiningum Umhverfisstofnunar. „Í skýrslunni er á það bent að Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið til meðferðar að stöðva starfsemi hótelsins vegna útbreiddra raka- og mygluvandamála sem geta stefnt heilsu manna sem þar dvelja í hættu,“ segir í færslunni. „Því sjáum við okkur [ekki] annað fært en að hætta rekstri til að valda ekki skaða hjá þeim sem [hjá] okkur dvelja.“ Grindavík Mygla Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hótelið var opnað fyrir tæpu ári síðan við Víkurbraut 58 í Grindavík þar sem samkomuhúsið Festi var áður til húsa. Húsnæðið var tekið á leigu af rekstraraðilum hótelsins í maí í fyrra og skrifar Festi bistro&bar á Facebook að eigandi húsnæðisins, Lundur fasteignafélag, hafi þá átt að gera við glugga í húsinu fyrir 1. júlí 2021. „Í stuttu máli var það ekki gert og hefur því undanfarna mánuði þurft að taka herbergi úr sölu vegna leka og skemmda í þeim. Þar sem eigandi húsnæðisins brást ekki við ítrekuðum kvörtunum og sinnti ekki úrbótum fékk hótelið Eflu til að skoða húsnæðið. Í skýrslu Eflu frá því í mars kemur fram að mygla hafi fundist á hótelinu, leki sé víða í húsinu og skemmdir,“ skrifar Festi í Facebook-færslu. Þar segir að í kjölfarið hafi Hótel Volcano óskað eftir því að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja kæmi og skoðaði húsnæðið, sem eftirlitið hafi gert. „Í eftirlitsskýrslu embættisins frá 1. apríl sl., kemur fram að það sé mat Heilbrigðiseftirlitsins að raka- og mygluvandamál í hótelbyggingunni séu það útbreidd og umfangsmikil að heilsu manna sem þar dveljast sé hætta búin,“ segir í færslunni. Þar segir að hótelinu hafi verið ráðlagt af heilbrigðiseftirlitinu að hætta strax hótel- og veitingarekstri og ráðast í úrbætur með hliðsjón af ráðleggingum EFlu og leiðbeiningum Umhverfisstofnunar. „Í skýrslunni er á það bent að Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið til meðferðar að stöðva starfsemi hótelsins vegna útbreiddra raka- og mygluvandamála sem geta stefnt heilsu manna sem þar dvelja í hættu,“ segir í færslunni. „Því sjáum við okkur [ekki] annað fært en að hætta rekstri til að valda ekki skaða hjá þeim sem [hjá] okkur dvelja.“
Grindavík Mygla Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira