Magnús segir þungbært að sjá greiddar bætur til fólks sem kom fjórmenningunum í fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2022 07:51 Guðmundar og Geirfinnsmálið fyrir Hæstarétti í janúar 1980. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Magnús Leópoldsson, einn þeirra fjögurra sem sat að ósekju rúma hundrað daga í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum, segir það þungbært fyrir sig og félaga sína horfa upp á fólkið sem dró þá saklausa inn í málið nú fá greiddar „himinháar bætur, án þess að fyrir liggi niðurstaða Hæstaréttar um hvort og hvað þá hvaða áhrif sök þeirra eigi að hafa á bótagreiðslur.“ Þetta kemur fram í samtali Magnúsar við Fréttablaðið í morgun. Hann gagnrýnir sömuleiðis harðlega aðkomu stjórnmálamanna að því að greiða bætur til þeirra sem komu fjórmenningunum í fangelsi með röngum sakargiftum. Hann hafi á tilfinningunni að verið sé að greiða bætur fyrir að bera á fjórmenningana rangar sakir. Í samtali við blaðið segir Magnús að settur ríkissaksóknari hafi ekki rökstutt nægilega niðurstöðuna, sem leiddi svo til sýknudóms Hæstaréttar. Saksóknari hafa einungis gert kröfu um að rétt væri að sýkna þau Sævar Marínó Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson og Guðjón Skarphéðinsson af mannshvörfum. Sakfellingar sem snúi að öðrum afbrotum standi hins vegar eftir óhaggaðar, þar með talið rangar sakargiftir. Nefnir Magnús að í hæstarétttardómnum frá 1980 viðurkenni fólkið að það hafi verið samantekin ráð sakborninganna að bendla þá Magnús, Einar Bollason, Valdimar Olsen og Sigurbjörn Eiríksson – sem oft hafa verið kallaðir Klúbbsmenn í málinu – við málið, torvelda rannsóknina, væntanlega til að dylja eigin glæpi. Rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum hafi ekki einungis snúið að mannshvörfum, heldur einnig nauðgun, þjófnað fjársvik, brennu, skjalafals, smygl og sölu á fíkniefnum og svo rangar sakargiftir. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Þetta kemur fram í samtali Magnúsar við Fréttablaðið í morgun. Hann gagnrýnir sömuleiðis harðlega aðkomu stjórnmálamanna að því að greiða bætur til þeirra sem komu fjórmenningunum í fangelsi með röngum sakargiftum. Hann hafi á tilfinningunni að verið sé að greiða bætur fyrir að bera á fjórmenningana rangar sakir. Í samtali við blaðið segir Magnús að settur ríkissaksóknari hafi ekki rökstutt nægilega niðurstöðuna, sem leiddi svo til sýknudóms Hæstaréttar. Saksóknari hafa einungis gert kröfu um að rétt væri að sýkna þau Sævar Marínó Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson og Guðjón Skarphéðinsson af mannshvörfum. Sakfellingar sem snúi að öðrum afbrotum standi hins vegar eftir óhaggaðar, þar með talið rangar sakargiftir. Nefnir Magnús að í hæstarétttardómnum frá 1980 viðurkenni fólkið að það hafi verið samantekin ráð sakborninganna að bendla þá Magnús, Einar Bollason, Valdimar Olsen og Sigurbjörn Eiríksson – sem oft hafa verið kallaðir Klúbbsmenn í málinu – við málið, torvelda rannsóknina, væntanlega til að dylja eigin glæpi. Rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum hafi ekki einungis snúið að mannshvörfum, heldur einnig nauðgun, þjófnað fjársvik, brennu, skjalafals, smygl og sölu á fíkniefnum og svo rangar sakargiftir.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira